Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 19
Sport 15Vikublað 27.–28. október 2015 Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Umhverfisvænir pokar sem brotna niður í umhverf inu Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 • Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar • Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni • d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma þe irra loknum svo að þe ir samlagist nát túrunni á sama hát t og laufblað Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt fengið hjá okkur íblöndunarefni. Pokar í s töðluðum stærðum eða séráprentaðir Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is 8 eftirmenn Mourinho n Örlög Mourinho ráðast í vikunni n Þessir þykja líklegastir til að taka við  Brendan Rodgers Þjálfar: Hvergi n Fyrir liggur að Rodgers er laus nú þegar. Spurningin er hvort Rodgers þykir nógu hæfur. Hann var nú þrátt fyrir allt nálægt því að leiða Liverpool til Englandsmeistaratitils. Það gerir ekki hver sem er. Þá vann hann hjá Chelsea á fyrra skeiði Mourinho hjá félaginu.  Pep Guardiola Þjálfar: Bayern München n Stjóri Bayern München er efstur á óska- listanum. Hann færi ekki frá þýsku risunum fyrr en eftir leiktíðina, þegar samningur Spánverjans við Þýskalandsmeistarana rennur út.  Carlo Ancelotti Þjálfar: Hvergi n Ancelotti leiddi Chelsea til tveggja titla leiktíðina 2009/2010. Fáir státa af betri árangri en sú staðreynd að hann var rekinn frá Chelsea fyrir tæpum fimm árum dregur úr líkunum.  Diego Simeone Þjálfar: Atletico Madrid n Stjóri Atletico Madrid er einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum, eftir að hafa náð frá- bærum árangri með félagið. Hann skrifaði hins vegar undir samning við liðið sem gildir til ársins 2020.  Ronald Koeman Þjálfar: Southampton Koeman hefur náð góðum árangri með Southampton þrátt fyrir að hafa komið til félagsins þegar nokkrir af bestu leikmönn- um þess voru horfnir á braut. Liðið leikur skemmtilegan bolta. Vænlegur kandídat.  John Terry Þjálfar: Leikur með Chelsea n Ekki er talið útilokað að fyrirliði Chelsea síð- asta áratuginn fái sénsinn ef einhver þarf að leysa stöðu knattspyrnustjóra til sumarsins. Terry er ótvíræður leiðtogi og nýtur mikillar virðingar leikmanna og annarra hjá félaginu. Spurningin er hvort hann kæri sig um starfið.  Gus Poyet Þjálfar: Hvergi n Þegar fyrrverandi leikmaður tók síðast við Chelsea, Rogberto Di Matteo, vann liðið óvænt Meistaradeild Evrópu. Gæti Poyet haft svipuð áhrif? Úrúgvæinn lék meira en 100 leiki fyrir félagið og er á lausu eftir að hafa kvatt Sunderland fyrr á árinu.  Laurent Blanc Þjálfar: PSG n Þessi fyrrverandi þjálfari Frakka hefur staðið sína vakt hjá PSG með sóma. Hann hefur stýrt liðinu til tveggja franskra meistaratitla í röð og sló Chelsea út í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. T alið er að framtíð „hins ein­ staka“ Jose Mourinho ráð­ ist í þessari viku. Undir hans stjórn hefur meistara­ lið Chelsea farið illa af stað á leiktíðinni. Liðið situr í 15. sæti með 11 stig eftir 10 leiki. Liðið er nú þegar 11 stigum á eftir liðunum í toppsætinu. Þegar maður vinnur fyrir Roman Abramovic – og hefur einn dýrasta leikmannahópinn í Evrópuboltan­ um á sínu forræði – er sá árangur ekki boðlegur. Talið er að leikirnir í vik­ unni, gegn Stoke og Liverpool, ráði úr­ slitum um það hvort Mourinho verði látinn fara. Hér eru átta menn sem taldir eru líklegastir til að leysa Mour­ inho af hólmi, fari allt á versta veg. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.