Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 27.–28. október 20152 Heimilið - Kynningarblað Þykkt hágæða parket og vönduð einingahús Parketverksmiðjan, Síðumúla 31 P arketverksmiðjan, Síðu­ múla 31, er í raun úti­ bú parketverksmiðju sem rekin er í Litháen en er í eigu íslenskra aðila. Efni­ viðurinn í parketinu er timbur frá Litháen, Rússlandi og Úkraínu. Viðskiptavinir Parketverksmiðj­ unnar sækja annars vegar í fallegt útlit parketsins og hins vegar róm­ uð gæði þess: „Við notum eingöngu birkikross­ við í undirlag parketsins á meðan flestir aðrir framleiðendur nota furu eða einhvern annan við. Birkikrossviðurinn er dýr, en hef­ ur ótvíræða kosti, þolir betur raka og bleytu og er harðari. Styrkurinn í birkikrossviðnum spornar við hreyfingu í viðnum og það kemur sér vel í húsum þar sem hiti er í gólfi,“ segir Ævar Gíslason, fram­ kvæmdastjóri Parketverksmiðj­ unnar. Þá eru plankarnir þykkari hjá Parketverksmiðjunni en gengur og gerist. „Parketið okkar er yfir­ leitt um 16 mm þykkt, og er þá birkikrossviðurinn 12 mm og eikin vinsælust á yfirborðinu, 4 mm. Við framleiðum þó allt að 21 mm þykka planka þar sem yfirborðsviðurinn er 6 mm á þykkt,“ segir Ævar og bendir á að þykkara parket sé ávísun á lengri endingu. „Ef yfir­ borðslagið er þykkara þýðir það að það má pússa parketið oftar upp. Margir framleiðendur eru í dag farnir að þynna hjá sér planka­ parketið og yfirborðslagið jafnvel bara 2 mm á þykkt sem þýðir að gæðin eru minni og ekki að því hlaup­ ið að slípa parketið ef fólk vill hressa upp á viðinn eða jafn­ vel lakka hann í nýjum lita­ tón.“ Sumir viðskiptavinanna leita til Parketverksmiðj­ unnar til að fá parketið sér­ framleitt. Þannig útvegaði verslunin stafaparketið sem notað er í her­ bergjunum á Apótek Hótel í Austurstræti en arkitektinn bað um parket sem myndi líta út eins og það væri gamalt. „Park­ etið þurfti helst að líta út fyrir að vera 100 ára. Við náðum fram þeim áhrifum með því að bursta parketið, hamra og höggva og út­ koman var mjög góð,“ útskýrir Ævar. „Við getum sérframleitt í litlu magni og þar sem yfirbyggingin er lítil þá þarf sérsmíðaða parketið ekki að vera dýrara en það sem keypt er beint af lager.“ Auk þess að selja vandað park­ et selur Parketverksmiðjan líka vönduð einingahús sem má fá smíðuð eftir máli ef svo ber und­ ir. Nú þegar má finna um þrjátíu einingahús frá Parketverksmiðj­ unni hér á landi. Nú síðast bættist við smíði bað herbergiseininga og er hægt að panta baðherbergi full­ búið í hvaða pláss sem er, með flís­ um, lýsingu og öllu hinu. Húsin má klæða að utan hvort heldur sem er með timbri, bárustáli, eða flísum og getur verið hagkvæmur kostur. Þá er byggingartíminn mjög stuttur þegar einingarnar eru komnar á staðinn. Heimasíða Parketverksmiðj­ unnar: http://parketverksmidjan. is/ Netfang: aevar@parketverk­ smidjan.is Símar: 581 2220 og 840 0470 n Ævar Gíslason Fram- kvæmdastjóri Parketverk- smiðjunnar. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.