Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 27.–28. október 2015 Láttu þér líða vel Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 meccaspa.is Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Gildir f yrir alla r tegund ir af nu ddi við afhend ingu þe ssa miða. 20% afsláttu r Grunaður um skartGriparán oG skotárás á sérsveitarmenn n axel karl Gíslason var yngsti mannræningi Íslandssögunnar n rændi starfsmanni Bónus n margdæmdur ofbeldismaður í gæsluvarðhaldi a xel Karl Gíslason, sem aðeins sextán ára gam- all rændi starfsmanni Bónuss og varð þannig yngsti mannræningi Ís- lands, situr í gæsluvarðhaldi grun- aður um hrottalegt skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði síðdegis á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum DV var Axel Karl sá sem skaut að lögreglu úr loftbyssu þegar sérsveitarmenn á vegum Ríkislögreglustjóra leituðu hans í Reykjanesbæ. Leitin beindist að Reykjanesbæ því Nissan-jepp- lingur, sem talin er hafa verið not- aður við ránið, fannst mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Hrottafengið skartgriparán Ránið í Gullsmiðjunni var hrottafengið en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu sést í öryggis- myndavélum þegar tveir menn, grímuklæddir og vopnaðir exi, ógn- uðu starfsmanni á sextugsaldri sem rétt komst undan á flótta. Lögregla segir myndbandið úr öryggismynda- vélum verslunarinnar sláandi. Axel Karl er einn af þeim sem lögreglan kallar „góðkunningja“ en þrátt fyrir ungan aldur má rekja af- brotaferil hans allt til ársins 1998 en þá var Axel Karl aðeins níu ára. Rændi starfsmanni Bónuss Hann fékk viðurnefnið „yngsti mannræningi Íslands“ þegar hann rændi starfsmanni Bónuss á Sel- tjarnarnesi árið 2005. Þá var Axel Karl sextán ára en fyrir mannránið hlaut hann tveggja ára fangelsis- dóm. Axel neyddi starfsmann Bón- uss í skott á bíl, keyrði með hann að hraðbanka og neyddi hann til að taka út 30 þúsund krónur. Axel var á skilorði á þeim tíma. Skipulagði ránið á Barðaströnd Þetta er ekki fyrsta skartgriparán- ið sem Axel Karl er tengdur við en hann var einn af hinum svokölluðu „Barðastrandarræningjum“ en það var árið 2009 sem tveir menn rudd- ust inn á heimili úrsmiðs á Barða- strönd. Mennirnir réðust á hann með höggum og spörkum, bundu hann á höndum og fótum með límbandi og höfðu á brott með sér fjölda úra, skartgripa, silfurskeiða og verkfæra að verðmæti tveggja milljóna króna. Axel Karl var ekki á meðal þeirra sem ruddust inn á heimilið en hann var hins vegar talinn höfuðpaurinn í málinu þar sem það þótti sannað að hann hefði skipulagt innbrotið, gefið mönnunum fyrirmæli og tekið við þýfinu. Fyrir aðild sína fékk Axel Karl þrjátíu og fjögurra mánaða fangelsisdóm. Þetta var árið 2010. Misþyrmdu fjölskyldu í Reykjanesbæ Það ár hélt afbrotasaga Axels Karls áfram því hann, ásamt öðrum glæpamanni, Viktori Má Axelssyni, réðst á mann á sjötugsaldri í Reykjanesbæ sem var að setja ung- barn inn í bifreið. Þetta gerðist 3. maí árið 2010. Axel Karl kom þá að- vífandi með hníf og hótaði með- al annars að brjótast inn á heimili mannsins vegna meintrar skuldar barnabarns mannsins. Axel og Viktor ýttu við mannin- um og kýldu svo hann féll í jörðina og þar spörkuðu þeir ítrekað í lík- ama og höfuð hans. Réðust þeir einnig á dóttur mannsins er hún reyndi að koma föður sínum til bjargar og kýldu hana með krepptum hnefum í and- lit, þrýstu henni niður í jörðina og spörkuðu ítrekað í hana og héldu síðan áfram árásinni á föður henn- ar sem þá var staðinn upp. Axel og Viktor felldu hann aftur í jörðina og spörkuðu áfram í líkama hans og höfuð. Þá spörkuðu þeir einnig í hné eiginkonu mannsins er hún lagðist ofan á eiginmann sinn til að verja hann árásinni. Þá hótuðu þeir að stinga manninn með hnífum. Afleiðingar árásarinnar urðu þær að maðurinn hlaut nefbrot, rifbeins- brot, mar og bólgu á enni, bólgu á vinstra gagnauga, glóðaraugu, risp- ur kringum hægra auga, skurði und- ir vinstra auga, tvo skurði á nefi, þrjú minni sár á andliti vinstra megin, bólgu yfir kinnbeinum, tognun í hálsi og hálshrygg og mar á brjóst- kassa. Dóttir mannsins hlaut heilahristing, tognaði á hné og bólgnaði á hægri ökkla og eigin- kona mannsins bólgnaði og togn- aði á hné. Vopnaður hamri og exi Axel Karl var sömuleiðis sakfelldur fyrir tilraun til fjárkúgunar með því að hafa í kjölfar árásarinnar hringt í barnabarn mannsins sem fyrir árásinni varð og sagt því að greiða 60 þúsund krónur innan tuttugu mínútna ella færi mjög illa. Axel Karl var þá einnig Atli Már Gylfason atli@dv.is Axel Karl Gíslason Hér er hann leiddur fyrir dómara í tengslum við Barðastrandarránið árið 2009. Hæstiréttur þyngdi dóm hans árið 2010. Mynd RóBeRt ReyniSSon Mannránið árið 2005 Þessi mynd er frá því Axel Karl var leiddur fyrir dómara vegna mannráns, fjárkúgunar og brota á vopnalögum árið 2005. Mynd GunnAR V. AndRéSSon s ölvi Steinn sonur minn er í greiningarferli, það er búið að taka okkur meira en ár að kom- ast að en á öllum þessum tíma þá hefur okkur ekki verið boðin nein aðstoð,“ segir Ólöf Steinunn Lárus- dóttir í samtali við DV en hún stend- ur í dag fyrir fyrirlestri í Reykjanesbæ, „Einhverfa og skipulögð kennsla“. Erindið flytur Svanhildur Svavars- dóttir, talmeinafræðingur, sérkennari og sérfræðingur í boðskiptafræðum barna með einhverfu. „Ég veit að Sölvi minn er ekki eina barnið á svæðinu sem þarf aðstoð en það sem hægt er að gera betur er að fræða og kenna foreldrum barna með einhverfu eða þeim sem eru í grein- ingarferli hvernig þau geta aðstoðað og kennt sínum börnum,“ segir Ólöf. Svanhildur starfar nú í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún sinnir kennslu, ráðgjöf og uppbyggingu sér- deildar fyrir einhverfa. Svanhildur hef- ur áratuga reynslu af þessum mála- flokki og er hafsjór af fróðleik um einhverfu. „Það er svo margt sem við getum gert til að hjálpa börnunum okkar sem skilar sér svo aftur út í samfélagið því það er nú bara þannig að því fyrr sem gripið er inn í því betra er það fyrir alla, okkur og sveitarfélagið,“ segir Ólöf sem kann Svanhildi miklar þakkir fyr- ir aðstoðina með son sinn. „Ég er það heppin að hafa hitt Svanhildi áður með Sölva, en hún gat kennt mér og komið mér í skilning um svo margt á þessum stutta tíma sem við sátum saman. Frá því ég fór út frá henni hef ég hugsað mikið um það hversu margir foreldr- ar séu þarna úti í sömu sporum og ég.“ Hún vonast til að í framhaldinu munu bærinn og aðrir sem hafi þekkingu og vilja haldi áfram að fræða. Fyrirlestur- inn hefst klukkan eitt og fer fram í Mið- stöð Símenntunar á Suðurnesjum. n einhverfa og skipulögð kennsla Fyrirlestur í Reykjanesbæ um einhverfu ólöf Steinunn og sonur hennar Stendur fyrir fyrirlestri í Miðstöð Sí- menntunar á Suðurnesjum undir yfirskrift- inni „Einhverfa og skipulögð kennsla“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.