Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 27.–28. október 2015 Tillögur um þjóðareign auðlinda lifðu ekki af n Tvær nefndir lögðu til ályktun um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum n Báðar voru felldar T vær mismunandi tillögur tveggja nefnda þar sem kveðið var á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum Íslands lifðu ekki af endan­ lega afgreiðslu á landsfundi Sjálf­ stæðisflokksins um helgina. Stjórn­ málafræðiprófessor segir að tillögurnar hafi verið tilraun flokks­ ins til að hverfa aftur til uppruna síns um að vera flokkur allra stétta en að í ljósi þess að tillögurnar hafi ekki náð fram að ganga megi ráða að hann ætli að halda áfram að þjóna sér­ hagsmunum sem geti reynst honum dýrkeypt. Nefndarformaður segir að hann hefði persónulega viljað halda málsgreininni inni en hafnar túlkun prófessorsins á afleiðingum þess að hún hafi ekki náð í gegn. Hefði getað markað tímamót Í drögum að landsfundarályktunum atvinnuveganefndar annars vegar og stjórnskipunar­ og eftirlits­ nefndar fundarins hins vegar er að finna málsgreinar um ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á auð­ lindunum en hvorug þeirra náði fram að ganga. Stjórnmálafræðiprófessorinn Svanur Kristjánsson vakti meðal annars athygli á brottfalli málsgrein­ ar stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar í endanlegri samþykkt landsfundar­ ins á Facebook­síðu sinni en DV fann annað dæmi um slíkt í samanburði á drögum og endanlegri samþykkt frá atvinnuveganefnd. Svanur skrifaði á Facebook um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hefði með tillögu stjórnskipunar­ og eft­ irlitsnefndar getað markað tímamót í sögu sinni. „Hún hefði skapað grund­ völl til sátta um eitt mesta deiluefni á Íslandi fyrr og síðar.“ Og að með því að samþykkja ályktun um þjóðareign auðlinda hefði „Sjálfstæðisflokkurinn losnað úr faðmlagi sérhagsmuna­ aflanna sem eru að ganga af flokkn­ um dauðum.“ Sérhagsmunaöflin sem Svanur vísar til eru sjávarútvegsfyrir­ tækin og tekur hann sérstaklega fyrir nýtingu sjávar auðlindarinnar. Í drögum stjórnskipunar­ og eftir­ litsnefndar að landsfundarályktun sagði: „Í stjórnarskránni ætti að vera ákvæði um að auðlindir í náttúru Ís­ lands, sem ekki eru í einkaeigu, séu ævarandi eign íslensku þjóðarinn­ ar sem nýttar skuli með sjálfbærni og hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi.“ En í endanlegri landsfundar­ ályktun flokksins er þessa málsgrein hvergi að finna. Önnur sambærileg tillaga felld DV veitti því síðan athygli að svipaða tillögu var einnig að finna í drögum atvinnuveganefndar að landsfund­ arályktun, og gekk sú tillaga jafnvel enn lengra og var sértækari en hin. Í drögum þeirrar nefndar segir: „Í stjórnarskrá skulu vera ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á fisk­ veiðiauðlindinni eins og um aðr­ ar náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu.“ Þessa málsgrein er hins vegar hvergi að finna í endanlegri lands­ fundarályktun Sjálfstæðisflokksins í afgreiðslu á drögum atvinnu­ veganefndar. Skilaboðin virðast því skýr að mati Svans. Flokkurinn ekki aftur til upprunans „Þessar tillögur, sem við erum að tala tala um þarna, voru í raun til­ raun Sjálfstæðisflokksins til að hverfa aftur til þessa uppruna síns um að vera flokkur allra stétta. Þar sem gætt væri að almannahags­ munum í stað þess að þjóna út­ gerðarauðvaldinu,“ segir Svanur í samtali við DV og rifjar upp að þegar umræðan um fiskveiðistjórn lands­ ins hafi verið uppi á sínum tíma hafi verið sterk öfl innan flokksins sem hafi viljað taka upp auðlinda­ gjald. Öfl sem síðan hafi orðið und­ ir og Sjálfstæðisflokkurinn farið inn á þá stefnu ásamt öðrum flokkum að „gefa auðlindina“ eins og hann orðar það, með slæmum afleiðing­ um fyrir til dæmis sjávar þorpin í landinu. Gæti reynst flokknum dýrkeypt Segir hann að líta megi á tillögurnar sem voru felldar sem tilraun fólks­ ins sem þær setti fram til að endur­ reisa Sjálfstæðisflokkinn. „Og það að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eitt­ hvert siðferðislegt erindi við þjóð­ ina um það að færa okkur saman, við finnum merkingu í að vera Ís­ lendingar. Þegar kjörorðin voru stétt með stétt og Ísland fyrir Ís­ lendinga. Af þessu má ráða að Sjálf­ stæðisflokkurinn ætlar að halda áfram með því að þjóna sérhags­ munum og það mun gera það að verkum að flokkurinn mun einfald­ lega ekki ná aftur þeirri stöðu sem hann hafði áður. Þetta mun bara halda áfram.“ Telur Svanur að það geti reynst flokknum, sem fyrir ekki svo mörg­ um árum var með 40 prósenta fylgi en mælist í dag með um 20 prósenta fylgi á landsvísu, dýrkeypt. „Það eru 15 prósent ungs fólks undir 35 ára aldri sem kjósa Sjálf­ stæðisflokkinn. Og þeir munu ekki vinna það fylgi aftur með því að leyfa áfengi í matvöruverslunum.“ Hefði viljað halda greininni inni Bryndís Haraldsdóttir, formaður at­ vinnuveganefndar á fundinum, segir að persónulega hefði hún viljað halda málsgreininni inni. „Persónulega hefði ég gjarnan viljað hafa þetta inni en þetta er auðvitað breiður flokkur og mis­ munandi skoðanir á hlutunum. Það sköpuðust líflegar umræð­ ur um þetta inni í nefndinni og þá kannski ekki síst vegna þess að þarna var talað um „þjóðareign“ og það eru ekki allir sammála því að „þjóðin“ geti átt eitthvað. Umræð­ an snerist um það og á endanum, til að koma fundinum áfram, þá var þetta fellt út og skipti ekki öllu máli hvort fjallað yrði um það hjá okkur eða ekki.“ Ósammála túlkun Svans Aðspurð um þá túlkun Svans að með því að fella burt málsgreinina sé flokkurinn enn í faðmi sérhags­ munaafla kveðst Bryndís því algjör­ lega ósammála. „Ég tek ekki undir þessa túlkun hans, langt í frá. Við erum flokkur, stétt með stétt, og stöndum fyrir það. Þetta er meira lögfræðilegur ágrein­ ingur um það hvort þjóðin geti átt eitthvað og hvernig sé best að fara með auðlindir landsins og hvort fari betur á að þær séu í höndum ríkisins eða einkaaðila.“ Spurð út í málið segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir, formaður stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar á landsfundinum, í raun engu við niðurstöðu fundarins að bæta. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnum landsfundi. Ólöf Nordal var kosin varaformaður. Hlutu þau um 96 prósent atkvæða hvort. Mynd SiGtryGGur Ari Ekki aftur til upprunans Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að með tillögunum hafi Sjálfstæðisflokkurinn getað horfið aft- ur til uppruna síns sem flokkur allra stétta. Sérhagsmunir hafi þó orðið ofan á. Unga fólkið kom, sá og sigraði Ungliðar gerðu sig gildandi á landsfundi og náðu mikilvægum málum í gegn Svo virðist sem almennt sé talsverð ánægja með niðurstöður landsfundar Sjálfstæðisflokksins og þá hefur flokk- urinn bæði stært sig af því og fengið lof fyrir hversu mörg mál ungra sjálfstæðis- manna fengu brautargengi á fundinum. Hin unga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var kjörin ristari flokksins en mikill meirihluti mála Sambands ungra sjálf- stæðismanna (SUS) náði fram að ganga og lék sem ferskur andblær um flokkinn. Um er að ræða frjálslyndar ályktanir sem höfða eiga til unga fólksins. Til að mynda var ályktað um afglæpa- væðingu neysluskammta á fíkniefnum, litið yrði á fíkn sem heilsufarsvanda. Að færa ætti áfengiskaupaaldurinn niður úr 20 árum í 18 og kosningarétt úr 18 árum í 16. Stefna skuli að aðskilnaði ríkis og kirkju, að leyfa skuli blóðgjöf óháð kyn- hneigð, lögð verði sérstök áhersla á mál- efni trans- og intersexfólks, líknardráp með aðstoð fagaðila og staðgöngumæðr- un sem afleiðingu réttar kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Að tekið verði til gagngerrar endurskoðunar hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að ekki ætti að leggja almannafé í stóriðju sem ekki skilar arðsemi fyrr en eftir langan tíma. Þá var lagt til að Ríkisútvarpið ohf. verði lagt niður í núverandi mynd og þörf fyrir ríkisfjölmiðil endurskilgreind. Þá kvað við nýjan tón þar sem samþykkt var að leita leiða til upptöku annarrar myntar en krónu, afnám styrkja til landbúnaðar- kerfisins svo eitthvað sé nefnt. „Af þessu má ráða að Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að halda áfram með því að þjóna sérhagsmunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.