Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Qupperneq 2
Helgarblað 18.–21. desember 20152 Fréttir
Hefur hafið
afplánun
Birkir Kristinsson, fyrrverandi
viðskiptastjóri hjá Glitni, hefur
hafið afplánun fangelsisdóms-
ins sem hann hlaut á dögunum.
Hann er mættur á Kvíabryggju, að
því er Stundin greinir frá. Birkir,
sem varði mark karlalandsliðsins
í knattspyrnu um árabil, hlaut
fjögurra ára fangelsisdóm fyrir
umboðssvik, markaðsmisnotk-
un og brot á lögum um ársreikn-
inga í tengslum við 3,8 milljarða
lánveitingu til félags í eigu Birkis
árið 2007. Birkir er fimmti fanginn
á Kvíabryggju um þessar mundir,
sem áberandi var í viðskiptalíf-
inu fyrir hrun. Fyrir eru þar fjórir
menn sem stýrðu Kaupþingi.
Vantraust eykst
Tæpur þriðjungur Íslendinga
vantreystir Þjóðkirkjunni, sam-
kvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
37 prósent svara því til að þau
beri mikið traust til kirkjunn-
ar. Þeim sem treysta henni hefur
fækkað um þrjú prósentustig á
einu ári. Síðasti þriðjungurinn, 30
prósent, ber hvorki mikið né lítið
traust til Þjóðkirkjunnar. 71 pró-
sent þeirra sem taka afstöðu vill
aðskilnað ríkis og kirkju. Fram
kemur að þeir sem kysu Fram-
sóknarflokkinn eru hliðhollastir
Þjóðkirkjunni en fæstir kjósenda
Bjartrar framtíðar og Pírata.
Öll börn í Kulusuuk
fá íslenskar jólagjafir
Mikil fátækt á svæðinu og því allur gangur á því hvort börn fái glaðning
F
jórða árið í röð verður íslensk-
um jólagjöfum dreift til barna
í Grænlandi á vegum Hróksins
og Kalak, vinafélags Íslands
og Grænlands. „Þrjú síðast-
liðin ár höfum við farið til Nuuk og
heimsótt þar barnaheimilið Pitu með
jólapakka. Þar dvelja börn sem hafa
verið tekin frá foreldrum sínum af
ýmsum ástæðum,“ segir Róbert Lag-
erman, einn af vöskum liðsmönn-
um Hróksins. „Í ár fengum við hins
vegar þá hugdettu að fara dagsferð
til Kulusuuk og gefa öllum börnum í
þorpinu jólapakka. Það eru um sjötíu
börn,“ segir Hrafn og bendir á að fá-
tækt á svæðinu sé mikil og allur gang-
ur á því hvort að krakkar í Kulusuuk
fái glaðning í tilefni jólanna.
Prjónahópur lagði hönd á plóg
Fjölmörg fyrirtæki og einstakir vel-
gjörðarmenn hafa lagt hönd á plóg
og vinna Hróksmenn að verkefninu í
nánu samstarfi við Kalak, vinafélag Ís-
lands og Grænlands. Það er þó óhætt
að segja að potturinn og pannan í
starfinu sé Hrafn Jökulsson, sem fyrr
á árinu fékk viðurkenningu Barna-
heilla – Save the Children á Íslandi
fyrir mannúðarstarf sitt fyrir börn
hérlendis og á Grænlandi. Mikið hef-
ur mætt á Hrafni í desember við að
skipuleggja ferðina. „Ég er snortinn
yfir þeim mikla velvilja sem fyrirtæki
og einstaklingar hafa sýnt okkur. Það
eru margir sem hafa stutt okkur með
ráðum og dáð í gegnum árin en svo
slást reglulega nýir í hópinn. Meðal
annars var prjónahópur í Gerðubergi
sem prjónaði gjafir handa grænlensk-
um börnum,“ segir Hrafn brosandi.
Dugmikill hópur sjálfboðaliða tók
sig saman og pakkaði inn gjöfunum,
sem síðan voru sendar í fraktflugi til
Grænlands. „Vinir okkar hjá Flugfé-
lagi Íslands hafa reynst okkur afar
vel og stutt okkur með ráðum og dáð
í gegnum árin. Við fljúgum svo fjór-
ir til Kulusuuk þann 22. desember og
afhendum börnunum í þorpinu gjaf-
irnar,“ segir Hrafn. Að sögn Róberts
rætist þar langþráður draumur: „Við
verðum að sjálfsögðu klæddir upp
eins og jólasveinar í tilefni dagsins,“
segir hann og hlær.
Vill stórauka samvinnu við
Grænland
Síðastliðin tólf ár hafa Hrafn og Ró-
bert, á vegum Hróksins, staðið að
fjölmörgum uppákomum fyrir græn-
lensk börn. Áherslan var á að kynna
skáklistina fyrir nágrönnum okkar en
góðgerðarstarfið einskorðast ekki við
reitina sextíu og fjóra. Sem dæmi má
nefna söfnun fyrir nýju tónlistarhúsi í
Kulusuuk þegar hið eldra brann, ár-
legar ferðir grænlenskra barna til þess
að læra að synda á Íslandi og auðvit-
að jólaheimsóknirnar. En af hverju
Grænland? Í samtali við DV fyrr á ár-
inu sagði Hrafn: „Grænlendingar eru
besta og blíðlyndasta þjóð sem ég
hef kynnst, gjörsneyddir hroka og yf-
irlæti. Þeir líta á Íslendinga sem vini
sína og við ættum að hugsa miklu
meira til þeirra. Í raun og veru er
ótrúlegt hversu fáir Íslendingar hafa
heimsótt landið. Margir hafa heim-
sótt lönd á fjarlægustu stöðum jarðar-
kringlunnar en aldrei stigið niður fæti
á Grænlandi. Grænlendingar, eins
og fleiri, glíma við ýmsa erfiðleika en
framtíðin er björt. Við eigum að stór-
auka samvinnu við nágranna okkar á
Grænlandi og Færeyjum.“ Svo mörg
voru þau orð. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is Verðlaunaðir
Hrafn fékk verðlaun
Barnaheilla – Save
the Children árið
2015 fyrir sérstakt
framlag í þágu barna
og mannréttinda. Við
hlið hans er Róbert
Lagerman en lengst
til hægri er Stefán Þór
Herbertsson, formað-
ur Kalak – vinafélags
Íslands og Grænlands.
Fullfermi Stefán Þór Herbertsson,
formaður Kalak, vinafélags Íslands og
Grænlands, kom pakkafarganinu í frakt til
Grænlands. Pakkarnir verða svo afhentir
þann 22. desember.
Jólapakkar Hér sjást Róbert og Hrafn
ásamt hjónunum Isavaraq og Vivi Petrus-
sen, sem reka heimili í Nuuk fyrir börn sem
ekki geta verið heima hjá sér vegna erfiðra
aðstæðna. Þeir félagar komu færandi hendi
í fyrra en núna er stefnan sett á Kulusuuk.
Gleði Fjölmörg grænlensk börn hafa notið
gjafmildi Hróksins og Kalak síðustu tólf ár.
F
yrir fimm árum rakst Ástríður
Halldórsdóttir á vinkonu sína
á förnum vegi. Sú starfaði sem
blaðamaður á DV og sá um að
bera spurningu dagsins undir veg-
farendur. Hún greip vinkonu sína
traustataki og í ljósi árstíðarinnar
var spurningin: „Ertu farin/n að
huga að jólum?“ Ástríði vafðist
ekki tunga um tönn og var henn-
ar svar fullkomlega laust við há-
tíðlega helgislepju: „Nei, jólin eru
fyrir aumingja.“ Ummælin voru að
sjálfsgögðu sögð í gríni en í kjöl-
farið var smellt af mynd þar sem
Ástríður gerði sitt besta til að túlka
reiði, pirring og fýlu, allt í senn.
Eins og sjá má er óhætt er að segja
að henni hafi tekist vel upp. Ástríð-
ur skellihló að uppátækinu þegar
blaðamaður DV hafði samband við
hana á dögunum.
Hún gerði sér enga grein fyrir
því að ummælin yrðu birt á sínum
tíma og brá því nokkuð þegar hún
sá myndina af sér á síðum blaðsins.
Þau féllu hins vegar í góðan jarðveg
og síðan þá hafa ummælin reglu-
lega verið rifjuð upp á samfélags-
miðlum. Árið í ár er engin undan-
tekning og meðal annars deildi
tónlistarmaðurinn Barði Jóhanns-
son ummælum Ástríðar á Face-
book-síðu sinni í nýliðinni viku og
vöktu þau mikla lukku.
„Ég hef svo sannarlega orðið
vör við að þessu sé deilt í kringum
hátíðarnar og flestum finnst þetta
mjög fyndið. Það er gott að geta
glatt fólk,“ segir Ástríður hlæjandi í
símann. Hún er stödd í Þýskalandi
þar sem hún ætlar að halda upp á
jólin þetta árið en ýmislegt hefur
breyst síðan að svar hennar birtist
á síðum DV.
„Ég er búin að eignast tvö börn
síðan og því er óhætt að segja að
ég myndi svara þessari spurningu
á annan hátt í dag. Ég er löngu far-
in að huga að jólum,“ segir Ástríður
Halldórsdóttir. n bjornth@dv.is
„Nei, jólin eru fyrir aumingja“
Fimm ára grín í spurningu dagsins lifir góðu lífi á samfélagsmiðlum
Fúl, reið og pirruð Myndin af Ástríði undir-
strikaði ískalda afstöðu hennar til jólanna.
Mokkajakkar - Fatnaður
Leðurjakkar