Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 18.–21. desember 2015
„Fann allt smella saman í sálinni“
n Þrjátíu árum eftir að Brynja var ættleidd frá Srí Lanka leitar hún nú upprunans n Tilfinninga þrungin stund að fá fæðingarvottorðið
öllum sem eru skyldir mér. Núna er
ég komin með staðinn, héraðið þar
sem ég fæddist, er komin með fjöl-
skyldunafnið þannig að það þrengir
mjög leitina. Sem er gott. Ég veit um
eina hér á landi sem er lengra kom-
in í þessu ferli, sem var ættleidd frá
Tyrklandi. Hún fór að leita að for-
eldrum sínum og fann systkini sín.
Þannig að núna er hún í sambandi
við þau í dag.“
Brynja kveðst enn vera að ná sér
eftir tilfinningarússíbanaferðina á
miðvikudag og að hún muni vega
það og meta í rólegheitum hvort hún
ráðist í upprunaleitina. Það er þó
eitthvað sem henni finnst hún verða
að gera.
Óvissuför
„Ég er að vega og meta líka hvern-
ig ég kem út úr þessu. Þetta tekur
gífurlega á andlega. Að takast á við
svona upplýsingar, svona grunnupp-
lýsingar sem virka svo einfaldar og
sjálfsagðar fyrir marga en eru í raun-
inni stórt og erfitt skref fyrir mig. Ég
er að renna blint í sjóinn og finnst
frábært hvað þetta hefur gengið
hratt og vel fyrir sig núna til að byrja
mér, því ég hélt að það myndi taka
marga mánuði að fá svona upplýs-
ingar. Þannig að ég veit þegar kem-
ur að þessari ferð, ég mun auðvitað
fara þarna út, veit ekki hvenær en
það verður endapunkturinn á þessu
og ég veit ekkert hvernig tilfinningar
það mun framkalla. Þegar ég fer út
og stíg inn í þetta land, þessa menn-
ingu sem er allt öðruvísi en ég er vön.
Það verður eitthvert sjokk. Þetta er
eitthvað sem ég verð að gera og mér
finnst ég bara tilbúin í það núna.“
Þakklát móður sinni
Aðspurð hvaða tilfinningar hún teldi
að það myndi framkalla að hitta
loksins líffræðilega móður sína á Srí
Lanka og hvort einhverjar spurn-
ingar myndu vakna, segir Brynja að
það yrðu engar spurningar í raun.
Hún yrði bara þakklát.
„Ég held ég myndi bara gráta út í
eitt, af þakklæti og gleði. Yfir því að
hún gaf mér tækifæri á nýju og betra
lífi. Að vera ættleiddur gefur manni
öðruvísi sýn á lífið. Maður er þakk-
látur fyrir allt. Allt það smáa, maður
fer að hugsa út í það hvað maður er
heppinn í rauninni, miðað við að-
stæðurnar sem eru þarna úti. Þetta
var stríðshrjáð land og mjög mikil fá-
tækt, sem er eflaust ástæðan fyrir því
að hún gaf mig til ættleiðingar. Eina
sem ég gæti komið upp úr mér væri
bara þakklæti. Ef ég myndi mæta
henni þá myndi ég bara faðma hana
fyrir það sem hún gerði fyrir mig.
Maður getur ekki einu sinni ímynd-
að sér hversu mikinn styrk þarf til að
gefa barnið sitt til ættleiðingar og vita
að maður muni aldrei sjá það aftur.
Maður treystir hinni manneskjunni,
sem maður þekkir ekki neitt, til að
gefa barninu gott líf. Það er það eina
sem maður getur treyst á. Það er svo-
lítið mögnuð tilfinning. Nú á ég sjálf
barn og ég hugsa bara: „Vá, hvað ef
þetta hefði verið ég?“ Ef ég hefði ekki
getað gefið barninu mínu svona gott
líf og þyrfti að gefa því á annan hátt líf
með því að gefa það til ættleiðingar
og ætti enga aðra kosti. Þetta er ein
dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið
gefin. Tækifærið á nýju lífi. Þannig að
ég sé lífið í öðruvísi ljósi vegna þessa.
Ég ætla því að njóta og vera þakklát.
Ég er bara þakklát, alltaf. Það hefur
alltaf fylgt mér. Ég get ekki lýst því,
það er sérstakt.“
Lífsbjörg að komast til Íslands
Brynja var í hópi barna sem ætt-
leidd voru frá Srí Lanka á árunum
1984 til 1986. Brynja telur að tíma-
setningin sé líklega vegna þess að þá
var vopnahlé í landinu og tækifær-
ið var notað til að koma börnum á
betri staði með ættleiðingu. Á Akra-
nesi eru sex stelpur þaðan á svipuð-
um aldri.
Þann 14. desember síðastliðinn
voru nákvæmlega 30 ár síðan Brynja
kom til Íslands, sex vikna gömul og
veikburða. Í fæðingarvottorðinu sem
hún fékk í vikunni fékk hún einnig
staðfestan fæðingardag sinn.
„Það stóðst alveg, en stundum
getur það skekkst því að upplýsingar
geta verið á reiki. En ég er enn að
koma mér á jörðina, að melta þess-
ar upplýsingar sem færa mig nær því
hver ég hefði getað verið. Ég hefði
örugglega ekki lifað af, vegna þess
hvernig ástandið á mér var úti á Srí
Lanka. Ég var veik eins og svo mörg
börn voru þarna úti. En við sem kom-
um til Íslands á þessum tíma höfum
braggast ótrúlega vel. Það hefur verið
séð afskaplega vel um okkur og mað-
ur er innilega þakklátur fyrir það.
Þegar ég græt yfir þessum upplýsing-
um þá er það ekki af því ég er sorg-
mædd. Það er af þakklæti og gleði. Ég
hlakka til að sjá hvað þetta ferli gefur
mér og hvernig það mun þroska mig.
Ég verð allavega ekki söm eftir þetta.
Nú er fyrsta púsluspilið, af vonandi
mörgum, fundið.“ n
„Ef ég myndi mæta
henni þá myndi
ég bara faðma hana fyrir
það sem hún gerði fyr-
ir mig. Maður getur ekki
einu sinni ímyndað sér
hversu mikinn styrk þarf
til að gefa barnið sitt til
ættleiðingar.
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
Bætiefni
www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland
BENSÍN BÆTIEFNI
Fyrir allar bensínvélar
með eða án hvarfakúts
· Hreinsar bensíndælu, leiðslur
og innspýtingarkerfi.
· Kemur í veg fyrir botnfall í
soggrein, túðum, ventlum og
ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun
· Lengir líftíma hvarfakúts og
súrefnisskynjara.
· Tryggir nákvæma stjórnun
eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í elds-
neytiskerfi og sprengirými.
· Kemur í veg fyrir stíflaða ventla.
· Bætir útblásturinn og minnkar
losun út í umhverfið.
DÍSEL BÆTIEFNI
Fyrir allar díselvélar
þ.m.t. common rail
og öðrum olíuverkum
· Hreinsar eldsneytiskerfi og
brennslukerfi.
· Bætir útblásturinn og
minnkar losun út í
umhverfið.
· Kemur í veg fyrir botnfall
í túðum, ventlum og
ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun.
· Tryggir nákvæma stjórnun
eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í
eldsneytisgeymi.
· Minnkar bank í mótor.
Inniheldur yfirborðsvirk efni,
tæringar- og ryðvörn.
Inniheldur yfirborðsvirk efni,
tæringar- og ryðvörn.
SÓTAGNASÍUHREINSIR
Hreinsiefni til að hreinsa kolefni
og sótagnir úr sótagnasíum.
· Losar um og fjarlægir kolefn-
isagnir úr sótagnasíu.
· Ekki þarf að taka kút úr við
hreinsun.
· Sparar peninga þar sem ekki
þarf að skipta um sótagnasíu.
(þetta fer eftir ástandi á
sótagnasíu)
· Efnið er ekki eldfimt.
· Málm- og öskulaus formúla
· Gufar upp án þess að skilja
eftir sig óhreinindi
fyrir allar vélar