Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Page 34
26 Skrýtið Sakamál Helgarblað 18.–21. desember 2015 Satis.is Satis ehf | Fákafeni 9 | Sími: 551 5100 | www.satis.is Sjáðu SKY með NowTV netmyndlykli Ekki lengur þörf að setja upp disk. Kauptu SKY áskrift af skemmtipakka SKY, Sky Movies eða Sky Sports. Allir nýjir viðskiptavinir fá Sky Movies frítt í 3 mánuði og Skemmtipakkann í 2 vikur. Enginn binditími Eitt fullkomnasta VOD kerfi í heimi Verð frá 3.490 kr. á mán. Morð í Malibu n Beausoleil var handtekinn á stolnum bíl n Var í Manson-fjölskyldunni Þ ann 6. ágúst, 1969, stöðv- aði vegalögreglan í Kali- forníu bílstjóra við San Luis Obispo. Undir stýri sat Bobby Beausoleil, 21 árs upprennandi tónlistarmað- ur og leikari, sem var að auki með- limur „fjölskyldu“ Charles Manson. Beausoleil hafði á sínum tíma átt að leika í kvikmynd Kenneths Anger, Lucifer Rising, en féll í ónáð hjá An- ger og því varð ekkert úr verkefninu. Hvað sem því líður þá kom í ljós að bíllinn var stolinn og Beausoleil því handtekinn á staðnum. Bíllinn tilheyrði 34 ára tónlistarkennara, Gary Hinman, sem hafði verið myrtur 27. júlí þetta sama ár. Lélegt meskalín veldur deilum Það sem gerst hafði var að Beausoleil hafði, ásamt vinkonum sínum Susan Atkins og Mary Brunner, farið heim til Hinmans 25. júlí. Þangað kom- in krafðist Beausoleil endurgreiðslu 2.000 Bandaríkjadala sem Hinman hafði fengið þegar hann seldi mót- orhjólagenginu Straight Satans, að sögn Beausoleil, lélegt meskalín. Hinman neitaði að endurgreiða féð og brugðu Beausoleil og vin- konurnar á það ráð að halda hon- um föngnum á hans eigin heimili, í Malibu. Árangurslaus innheimta Beausoleil var með skammbyssu í fórum sínum og hótaði að beita henni ef Hinman yrði ekki að kröf- um hans. Þeir tókust á, Hinman hafði betur og náði að afvopna Beausoleil. Í stað þess að hafa samband við lögregluna skilaði Hinman byss- unni til Beausoleil og sagði þrem- enningunum að hypja sig. Síðar kom í ljós að það voru banvæn mis- tök hjá Hinman, því um miðnæt- urbil komu Beausoleil og vinkon- ur hans aftur og með þeim í för var enginn annar en Charles Manson. Pólitíski grís Manson var reiður mjög og skar í annað eyra Hinman. Einhverra hluta vegna gerðu Susan og Mary að sárinu og saumuðu með tann- þræði. Manson yfirgaf síðan húsið en gaf Beausoleil þau fyrirmæli að myrða Hinman. Beausoleil gerði sem honum var sagt; hann stakk Hinman til bana og skrifaði með blóði hans á vegginn – Pólitíski grís. Leiddar hafa verið líkur að því að hefði Beausoleil ekki verið hand- tekinn hefði hann að öllum líkind- um tekið þátt í hinum alræmdu Tate-LaBianca morðum sem skóku Bandaríkin nokkrum dögum síðar, en að sjálfsögðu er þar um hreinar getgátur að ræða. Fjögurra barna faðir í fangelsi Bobby Beausoleil var sakfelldur fyrir morð og dæmdur til dauða 18. apríl 1980. Með nýrri löggjöf árið 1972 breyttist dómurinn í lífstíðar- fangelsi og árin 1976 til 1979 lauk Beausoleil við tónlist fyrir kvik- myndina Lucifer Rising sem var loks kláruð 1980. Árið 1981 gekk Beausoleil í hjónaband með Barböru Ellen Baston og, þar sem fangelsi í Kali- forníu bjóða gestum fanga að gista yfir nótt, er nú fjögurra barna faðir. Beiðni Beausoleil um reynslu- lausn var hafnað árið 2010 og dvel- ur hann enn á bak við lás og slá. n „Um miðnæturbil komu Beausoleil og vinkonur hans aftur og með þeim í för var enginn annar en Charles Manson. Fjögurra barna faðir Beausoleil er kvæntur, fjögurra barna faðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.