Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 41
Helgarblað 18.–21. desember 2015 Menning 33
2015
Kæst og söltuð skata
Sterk kæst tindabikkja
Reykt tindabikkja
Saltfiskur
Plokkfiskur
Steiktar fiskbollur
Grjónagrautur með slátri
Rúgbrauð, smjör og síldarsalöt
Flatkökur með hangikjöti
Skonsur með rúllupylsu
Gulrætur, rófur, kartöflur,
hnoðmör, hamsatólg og brætt smjör.
Eftirréttur:
Jólamöndlugrautur
og íslenskar smákökur.
Möndlugjöf fyrir heppna matargesti
Aðeins 4150.- pr mann
1/2 gjald fyrir 6-12 ára
Frítt fyrir 5 ára og yngri
Pantið tímanlega
Geirsgötu 7c · 101 Reykjavík · 511 2300
www.hofnin.is
jólabókaflóðinu, og listaháskóla
verkefni sem fanga athygli þjóðar
innar – allt þetta kemur fyrir í bók
inni – en fyrst og fremst fjallar
Heimska um sýnileika, það að
vera stöðugt sjáanlegur og geta
séð aðra, og það hvernig mann
skepnan tekst á við tilvist í beinni
útsendingu.
Bókin gerist á Ísafirði í fram
tíðinni, þegar samfélagsmiðl
ar og eftirlitsvæðingin hafa sam
tvinnast þannig að allir geta fylgst
með öllum, öllum stundum. Áki
og Leníta eru rithöfundar og fyrr
verandi hjón sem nýta sýnileikann
sem vopn til að hefna sín á hvort
öðru – eftir að þau skrifa óvart
sömu bókina í hvort í sínu lagi.
DV ræddi við Eirík Örn um
Heimsku, tíðarandann og játn
ingar, netlöggur og sýnileika.
Ítarlegra viðtal við höfundinn má
finna á menningarsíðu dv.is.
Að troðast framhjá
netlöggunni til að sjást
Heimska tekst mjög skýrt á við sam
félagið í dag, þeir sem hafa lesið
bókina snemma í haust hafa vafa
laust getað speglað nokkur helstu
fréttamál vetrarins í skáldsögunni.
Bókin tekst á við tíðarandann sem
við erum öll svo undirorpin – tíðar
anda sem mótar hvert okkar svo
skýrt að það kæmi manni varla á
óvart ef tveir rithöfundar myndu
skrifa sömu bókina á sama tíma
eins og parið í Heimsku. Einn vinur
blaðamanns kom reyndar með þá
kenningu að bloggskrif Eiríks um
bækurnar væru til þess að festa sér
hugmyndirnar, svo enginn annar
skrifaði bókina á undan honum –
er það rétt?
„Þegar ég skrifaði Illsku hafði
ég stöðugar áhyggjur af því að
verða einhvern veginn of seinn –
að hún yrði „búin“ þegar ég loks
næði að klára hana. Kannski ekki
að neinn annar myndi skrifa hana
en að hún yrði ekki „relevant“. Það
hefur svo reynst vera þveröfugt
– sem er auðvitað áhyggjuefni út
af fyrir sig [innsk.blm. bókin fjall
aði meðal annars um útlendinga
hatur og uppgang hægri popúlisma
í Evrópu]. En það gerði það að verk
um að ég var nokkuð afslappaðri á
meðan ég skrifaði Heimsku, sem
ég þagði mestmegnis yfir þar til ég
var búinn að skrifa. Ég skilaði hins
vegar handritinu svo snemma –
bloggaði eiginlega mest til að reyna
að ná utan um hugmyndirnar, að
fá skýra mynd af því sjálfur hvað ég
hefði gert. Og maður veit það aldrei
fyrr en eftir á, ég skrifa ekki með
„intellektinu“ heldur ósjálfrátt,
„instinktíft“,“ segir Eiríkur.
„Ég held að öruggasta leiðin til
þess að segja ekkert um eða við
tíðarandann sé að ætla sér það –
ef eitthvað er óstöðugt og hverfult
þá er það tíðarandinn. Það hljómar
hálf barnalega að segja það en ég vil
bara skrifa bækur um lífið sem ég
lifi, heiminn í kringum mig, bækur
sem ég vil lesa, allar þær klisjur. Ég
skrifaði lokaútgáfuna af Heimsku í
Víetnam – sem er alræðisríki, þar
sem með manni er fylgst. Ég þurfti
svo að fara krókaleiðir til að komast
inn á Facebook og láta fylgjast með
mér hinum megin frá. Ég lagði það
beinlínis á mig að troðast framhjá
netlöggunni til að sjást, til að vera
með í hysteríunni – og það þegar
ég hafði ferðast yfir hálfan hnött
inn með það fyrir augum að geta
verið í friði. Og það kom mér ekk
ert á óvart. Og þar lá líka lykillinn
að því að klára hana – að ég gat séð
hvað hún var í raun persónuleg.“
Einlægni í hysterískri hakkavél
Eftir að hafa kynnst því að vera
ávallt sýnilegur verður það hrein
lega óþægilegt að vera ekki til
sýnis. Út frá þessari vangaveltu
kviknaði bókin og í einum kafla
fáum við innsýn í líf nokkurra
bæjar búa á því augnabliki sem hið
stöðugu eftirlit stöðvast í nokkur
augnablik – viðbrögðin og tilfinn
ingarnar. Eiríkur segir að við skrif
bókarinnar hafi tilfinningar hans í
garð sýnileikans breyst umtalsvert.
„Ég byrjaði að skrifa Heimsku
mjög sympatískur í garð þessa
sýnileikaþjóðfélags – en einhvern
veginn kom ég út úr henni með
miklu meira óþol á samfélagsmiðl
um og þannig hópperformönsum
en ég átti von á. Ég hef tekið þátt í
öllu sem ég gat á internetinu frá því
að ég fékk fyrst innhringitengingu
árið 1995 og hef notið þess inni
lega, eignast vini, haldið sambandi
við fólk um allan heim, ritstýrt
vefritum og bloggað – tekið þátt
í íslensku menningarsamfélagi á
hátt sem mér hefði aldrei verið
kleift að gera án þess. En einhvern
veginn er mér farið að finnast þetta
allt alveg fullkomlega óþolandi. Að
maður skuli varla geta gert neitt
lengur sem er ekki sýning fyrir
einhvern – og ég held mér finnist
næstum verstar tilraunirnar til ein
lægni, að þær skuli allar lenda í
þessari hysterísku hakkavél,“ segir
Eiríkur.
Allt „sínískt“ nema
persónuleg kynni
Í vetur hefur nokkuð verið rætt um
játningakúltúr samtímans á Íslandi,
þessi tilhneiging hefur birst í játn
ingaviðtölum helgarblaða á undan
förnum áratugum og sjálfsævisögu
legum skrifum rithöfunda, en
kannski er mikilvægasta nýja játn
ingatæknin stöðuupp færslur sam
félagsmiðla – þar sem allir og ömm
ur þeirra geta opnað sig fyrir stærri
hóp en nokkurn tímann hefur verið
mögulegt í fortíðinni.
„Það er auðvitað erfitt að ætla
að kommenta eitthvað á játn
ingakúltúrinn, nema til að hrósa
honum, án þess að koma út úr
því einsog hvínandi skíthæll. Og
auðvitað hefur hann opnað á alls
konar umræðu sem var tímabær og
nauðsynleg. Sannleikurinn gjörir
yður frjálsan og það allt saman. En
hann er líka frekur herra – og það er
ekki allt satt sem virðist vera satt og
ekki allt logið sem er skáldskapur.
Kannski er ekkert einlægara og ær
legra en kaldhæðnin þegar til kast
anna kemur. Hún hefur það í öllu
falli fram yfir einlægnina að vera
ekki jafn yfirdrepsfull, sá sem talar
af kaldhæðni krýnir sig ekki sam
tímis – hvorki með þyrnum eða
gulli. En svo er vandinn á endan
um sá að það er ekkert svæði eftir
sem er ekki „performatíft“, ekkert
svæði þar sem maður „bara er“ og
í slíku samfélagi verður næstum
allt „sínískt“ utan raunverulegra,
náinna, persónulegra kynna. Strax
og við missum takið hvert á öðru
– eins og þegar Áki og Leníta skilja
í Heimsku – verður fjarlægðin svo
mikil,“ segir Eiríkur. n
Menance var mikið gagnrýnd fyrir
áherslur sínar á stjórnmálaþróun
ina, en hér er hún alveg fjarverandi.
Er First Order heimsveldið? Ef svo er,
hvers vegna er þá lýðveldið til líka, og
ef þeir eru það ekki, hvers vegna er
þá til andspyrnuhreyfing og hvað er
sambandið milli hennar og lýðveld
isins? Hver vann eiginlega stríðið eft
ir fall keisarans, er þetta það sama
eða eitthvað annað? „En ekki hugsa
of mikið,“ segir Abrams, „líttu frekar
á enn aðra hasarsenuna.“
Bætt er fyrir syndir fyrri mynda
með því að láta allar hetjur undir sjö
tugu tilheyra minnihlutahópum en
vondu kallarnir fá enn að vera hvítir
og því kannski ekki að undra að þeir
séu örlítið áttavilltir hvað hlutverk
sín áhrærir. Sith og herarmur veldis
ins takast á, en eru hér eins og smá
strákar að rífast frekar en Moff og
Vader. Þegar Kylo Reese (nei, Ren,
sorrí) tekur af sér hjálminn lítur
hann út eins og Justin Trudeau, ný
kjörinn forsætisráðherra Kanada, og
maður veit að þetta fríða andlit mun
ekki endast lengi óskaddað.
Söguþráðurinn gengur að mestu
út á heimskulegar ákvarðanir allra
persóna. „Ég nenni þessu ekki, ég er
farinn,“ „Eftirlýst vélmenni? Ég veit,
förum með þau á barinn,“ kannski
var það alltaf þannig. Menn valsa
inn og út úr höfuðstöðvum óvina
eins og þeim hentar og stormsveitar
hermennirnir hafa ekki enn lært
að skjóta. Samræðurnar eru ekki
jafn hrópandi vondar eins og oft
hjá Lucas en ekki góðar heldur og
persónusköpun er að mestu fjarver
andi. Gamli góði Sóló fær þó loks
senuna sem honum var neitað um í
„Jedi“.
Manni þykir nú þrátt fyrir allt svo
vænt um þetta allt saman að ekki
er annað hægt en að skemmta sér
vel, jafnvel þótt fátt komi á óvart. En
maður lifir enn í voninni um að sjá
einhvern tímann raunverulega góða
SWmynd í fyrsta sinn síðan 1980.
Kannski verða „spinoff“myndirnar
betri? n
Geta stormsveitarhermenn grátið?
„Einhvern
veginn
er mér farið að
finnast þetta allt
alveg fullkomlega
óþolandi. Að
maður skuli varla
geta gert neitt
lengur sem er
ekki sýning fyrir
einhvern