Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Qupperneq 46
38 Fólk Helgarblað 18.–21. desember 2015 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjum á heimilinu með því að hlaða snjall- símann og stærri raftæki á einum og sama staðnum Tengill með USB Sniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka Vissirðu að þau eru alkóhólistar? n Fíkn fræga fólksins er misáberandi n Sumir tóku ferilinn fram yfir áfengið G lamúrlífið er ekki alltaf dans á rósum og margar af þekkt- ustu stjörnunum hafa glímt við áfengis- og lyfjafíkn. Stundum er fólk að flýja erf- iðleika og álag með því að deyfa sig með vímugjöfum, en stundum verð- ur það einfaldlega hluti af glamúr- lífinu að vera sífellt að fá sér í glas. Margir hafa náð að fara leynt með fíknina á meðan aðrir eru meira áberandi með sín vandamál. Þá eru líka dæmi um fólk sem tók fíkn- ina föstum tökum áður en það varð frægt. Hér eru nokkur dæmi um þekkta einstaklinga sem hafa glímt við áfengis- og/eða lyfjafíkn án þess að það hafi verið mjög áberandi fyrir aðra en þeirra nánustu. n  Saknar sopans Kristin Davis sem fór með hlutverk hinnar siðprúðu Charlotte í sjón­ varpsþáttunum Sex and the City glímdi við alvarlegan áfengisvanda frá því hún var unglingur og þangað til hún varð 22 ára. Þá varð hún að velja á milli áfengisins og starfsframans. Ef hún hefði haldið áfram á þeirri braut sem hún var á er ekki víst að hún hefði lifað fram að þrítugu, sögðu læknar henni. Það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni hennar og það var strax ljóst að hún réð sjálf ekki við drykkjuna. Hún hefur í seinni tíð viðurkennt að hún sakni þess stundum að fá sér í glas. Áfengið hafi auðveldað henni að slaka á og vera hún sjálf.  Fékk skorpulifur Billie Holiday glímdi við alvarlega áfengis­ sýki frá unga aldri. Æskuárin voru erfið, en móðir hennar var vændiskona og sjálf starfaði Holiday í móttöku vændishúss um tíma áður en söngferillinn hófst. Áfengis­ drykkjan hafði mikil áhrif á líkamlega heilsu hennar. Hún fékk skorpulifur og læknar ráð­ lögðu henni að hætta að drekka. Holiday gat hins vegar ekki staðist áfengið og hún lést aðeins 44 ára gömul.  Skammaðist sín Ewan McGregor misnotaði áfengi um tíma þótt það virðist aldrei hafa bitnað á leikferli hans. Drykkjan hafði hins vegar áhrif á hann persónulega. Hann segist til dæmis hafa verið gjörsamlega sturl­ aður með áfengi þegar hann lék í kvikmyndinni Trainspotting. Hann segist hafa verið fljótur að fara úr því að vera glaður drykkjumaður yfir í að vera maður sem hann skammaðist sín fyrir. Sem betur fer gerði hann sér grein fyrir vandanum og greip inn í áður en hann fór að missa það sem hann hafði unnið svo hart að. McGregor man vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig. Hann hitti Iggy Pop en var svo fullur að hann gerði sig að algjöru fífli. Í minningunni er það vandræðalegasta augnablik lífs hans.  Hjálpaði fíknin? Johnny Depp hefur glímt við við áfengisfíkn þótt það hafi ekkert bitnað á leikferli hans. Það er jafnvel spurn­ ing hvort áfengið hafi hjálpað honum að túlka karaktera á borð við Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean. Hann fór á kostum í því hlutverki en Sparrow þessi átti líklega að vera undir áhrifum áfengis öllum stundum. Allavega miðað við hvernig hann hagaði sér.  Náði sér á strik Ben Affleck fór í meðferð árið 2001 eftir að hafa átt erfitt tímabil sem ein­ kenndist af drykkju og hálfgerðu vonleysi bæði í einkalífi og starfi. Hann átti sína lágpunkta í kvikmyndabransan­ um á meðan hann drakk sem mest. Myndirnar hans voru slakar og hann fékk slæma dóma. Hann náði sér hins vegar aftur á strik eftir að hafa farið í meðferð og hefur gert frá­ bæra hluti síðan. Hann fékk meira að segja Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Argo, árið 2013. Hann hefur þó ekki alveg haldið sig frá Bakkusi því hann hefur stöku sinnum sést með drykk í hönd. Það virðist þó ekki hafa áhrif á feril hans.  Fékk taugasjúkdóm Daniel Radcliffe er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem galdrastrákurinn Harry Potter. Hann var aðeins 11 ára gamall þegar fyrsta myndin var frumsýnd og mikið álag fylgdi því að verða frægur svona ungur. Það hafði sitt að segja þegar hann fór að drekka áfengi. Svo greindist hann með taugasjúkdóm sem gerir honum stundum erfitt fyrir við daglegar athafnir. Hann var stundum svo slæmur við tökur á Harry Potter­myndunum að það varð að gera hlé á meðan verstu köstin riðu yfir. Þetta eru stærstu áhrifaþættirnir sem vöktu upp áfengisfíknina í honum. Hann gerði sér grein fyrir vandanum árið 2010 og ákvað að hætta að drekka. Hann féll hins vegar og hefur ekki náð að verða edrú aftur.  Fíkill í kjölfar aðgerðar Jamie Lee Curtis varð háð verkjalyfjum í kjölfar lýta­ aðgerðar. Hún byrjaði að nota of mikið af verkjalyfjum sem hún fékk eftir aðgerðina og skolaði þeim niður með áfengi. Sem betur fer gerði hún sér fljótt grein fyrir vandanum og tók á honum. Hún lítur á það sem eitt sitt helsta afrek í lífinu að hafa náð tökum á fíkninni.  Stjórnlaus Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú Banda­ ríkjanna, tilkynnti það opinberlega árið 1970 að hún glímdi við áfeng­ issýki. Þegar hún fór að ná tökum á vandanum opinberaði hún einnig að bæði faðir hennar og bróðir glímdu við sömu fíkn. Þegar verst lét var frú Ford alveg stjórnlaus í drykkju og pilluáti, en samt tókst henni að sjá um fjölskylduna og koma opinberlega fram þegar þess þurfti. Það var ekki fyrr en árið 1978 að hún fór loks í meðferð og þá hætti maður hennar, Gerald Ford, einnig að drekka henni til stuðnings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.