Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Side 45
Helgarblað 8.–11. maí 2015 Lífsstíll 45 Þ að er sjaldan lognmolla í kringum Kristbjörgu Jónas dóttur en hún er ný- bökuð móðir, athafnakona og líkamsræktarfrömuður. Um þessar mundir býr hún ásamt nýfæddum syni og unnusta sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, í Wales þar sem hinn síðarnefndi spilar fótbolta með Cardiff. Á undanförn- um árum hefur Kristbjörg getið sér gott orð sem einkaþjálfari auk þess sem hún vinnur að því að þróa nýtt æfingarprógramm. Þessa dagana fetar Kristbjörg inn á nýjar slóðir því nýlega keypti hún umboð fyrir vörur sem hún setur nú á markað erlendis. Mörg járn í eldinum „Ég flutti til Wales sumarið 2013 þar sem unnusti minn Aron Einar leikur fótbolta með Cardiff. Áður en við fluttum út var ég komin vel áleiðis með að festa mig í sessi sem einkaþjalfari, hóptímakennari og módelfitness-keppandi á Íslandi. Það stóð aldrei til að setjast í helgan stein hér úti og hanga heima allan daginn. Aðalatriðið var að fresta ekki draumum mínum,“ segir Krist- björg aðspurð hvernig líf hennar í Wales hefur verið. Hún bætir við að hún hafi verið fljót að kynnast kol- legum sínum á Englandi og í kjöl- farið byrjaði hún að kenna sitt eig- ið æfingaprógramm sem nefnist Bottom Lines í hóptímum í líkams- ræktarstöð í nágrenninu. „Ég er búin að eignast fjölmarga vini hérna úti og þar af leiðandi er lífið afskaplega ljúft þó svo að auð- vitað sé margt á Íslandi sem ég sakna – og þá sérstaklega fjölskyldu og vina. Akkúrat núna erum við ný- flutt í hús sem við vorum að kaupa og foreldrahlutverkið á hug okkar allan.“ Keyptu tvö vörumerki Þau eru búin að koma sér vel fyr- ir og njóta fyrstu viknanna í lífi hvítvoðungsins sem kom í heiminn í lok mars. En þrátt fyrir það er Krist- björg með mörg verkefni í vinnslu, sem hún vílar ekki fyrir sér að tak- ast á við. Hún hefur alltaf leitast við að takast á við nýjar áskoranir. „Ég hef alltaf verið ófeimin, framfærin og reiðubúin til að prófa eitthvað nýtt. Þar af leiðandi er ég stöðugt að stíga út fyrir rammann minn sem ég tel mjög nauðsynlegt. Ég fann mína köllun í líkamsrækt og öllu því sem viðkemur heilsu og fegurð. Fókus minn er alltaf að verða skýrari og þess vegna hef ég nú hafið rekstur sem tengist þessu óbeint. Við Aron Einar keyptum vörumerkin Brasilian Tan-brúnku- kremið og Maxim-svitastopparann og erum í miklum framkvæmda- ham. Ég tel að þessi vörumerki eigi erindi á markað og er þegar byrj- uð að vinna í því í Wales og víðar í Bretlandi.“ Blæs á glamúrlífið Líf eiginkvenna atvinnufótbolta- manna hefur oft verið til umræðu sem og glamúrlífið sem gjarnan fylgir. Kristbjörg blæs á allt slíkt enda brjálað að gera hjá þeim hjónaleysum í Wales og lífið alls ekki alltaf dans á rósum eins og sumir myndu halda. „Nú veit ég voðalega lítið um hvernig líf annarra kvenna sem eru með fótboltamönnum er, en ég mundi segja að líf okkar væri ósköp eðlilegt. Við erum bæði mjög metnaðargjörn og jarðbundin og viljum gera vel í því sem við ger- um, hafa gaman og njóta þess að vera til. Ég hef mikinn áhuga á fót- bolta og finnst gaman að horfa á og sérstaklega þegar Aron er að spila, enda mæti ég á alla heimaleiki og styð minn mann. Á móti er hann mjög duglegur að styðja við bakið á mér í því sem ég geri.“ Þau Aron Einar og Kristbjörg eru greini- lega mjög samstíga en Kristbjörg leggur sterka áherslu á að atvinnumennsk- an sé erfitt starf eins og hver önnur vinna sem getur haft áhrif á líf og líð- an fjölskyldunnar. Hún bætir við að lokum: „Atvinnumennska er mun erfiðara starf en margir gera sér grein fyrir. Þetta er mikill til- finningarússíbani, enda geta leik- ir farið á hvorn veginn sem er og svo eru tilviljanir sem ráða hvort leikmenn fá að spila eða séu látn- ir sitja á bekknum. Það getur tekið á og þá er eins gott að skilja hvað er í gangi og vera til staðar. Þetta er ekki alltaf dans á rósum.“ n Vildi ekki fresta draumum sínum n Kristbjörg tekst á við ný verkefni n Er að markaðssetja tvö vörumerki Líður vel í Wales Hjóna- leysin keyptu nýlega vörumerkin Brasilian Tan-brúnku- krem og Maxim-svitastopp- ara og eru farin að markaðssetja vörurnar í Bretlandi. „Ég fann mína köllun í líkams- rækt og öllu því sem við- kemur heilsu og fegurð. Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Nýbökuð móðir Kristbjörg eignaðist son í mars, ásamt unnusta sínum, Aroni Einari Gunnarssyni. Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.