Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Side 52
Helgarblað 8.–11. maí 201552 Menning Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Ást í líki fjarveru Ingunn Snædal fagnar 20 ára útgáfuaf- mæli um þessar mundir. Af því tilefni kemur út Ljóðasafn þar sem er að finna allar fimm ljóða- bækur hennar og nokkur óbirt ljóð. I ngunn er fyrst spurð um hvort hún sjái sjálf ákveðna þróun í ljóðagerð sinni. „Með árunum hef ég orðið óhræddari við að gera grín að sjálfri mér,“ segir hún. „Í fyrstu ljóðabók minni sem kom út þegar ég var 24 ára var ég ógurlega dramatísk. Ég tók sjálfa mig svo hátíðlega á þeim árum. Síð- an verður maður eldri og lærir að takast á við hlutina með húmorinn að vopni. Íslendingar eru jú frekar kaldhæðin þjóð og kunna að gera grín að hlutum. Þegar maður er að glíma við alls konar áföll og vanda- mál er oft góð leið að gera grín að þeim. Sú aðferð er mikið notuð í Jökuldalnum, allt sem er erfiðast í lífi manns er dregið upp og gert grín að því á þorrablótinu.“ Hætt að kunna að daðra Ljóð Ingunnar gerast mörg í Jökul- dalnum þar sem hún ólst upp eða úti á landi í náttúrunni. „Ís- land mótar alla Íslendinga, líka þá sem alast upp í Reykjavík. Það er svo stutt að fara í nátt- úruna og þangað fara allir. Ég held að öllum Íslendingum þyki mjög vænt um landið sitt,“ segir hún. „Sveitin mín er langt frá höfuðborgarsvæðinu og ég var sextán ára þegar ég kom suð- ur til að fara í skóla og var fjarri fjölskyldu minni. Það má segja að ég hafi átt ástar-hatursam- band við Reykjavík. Þegar ég fór svo að kynnast öðrum en þeim sem voru í Jökuldalnum gerði ég mér grein fyrir því að fólkið í sveitinni minni er að mörgu leyti mjög sérstakt. Það er mjög gaman að skrifa um sérstakt fólk. Og auðvitað er það að finna miklu víðar.“ Náttúran og mannlífið eru algeng yrkisefni en einnig ástin. „Í ljóðum mínum er ástin oft í líki fjarveru: ást sem er langt í burtu, ást sem var, ást sem er gengin mér úr greipum. Þetta er ást sem er utan seilingar. Mér finnst svo gaman og spennandi að vera ástfangin og ég lifna öll við. Stundum verð ég ástfangin af ástinni og bý til eitthvað úr engu af því að mig langar svo til að vera ástfangin.“ Spurð um einkalíf sitt segir hún: „Ég hef verið gift karli og konu en það er langt síðan ég hef orðið ástfangin, ég er líklega orðin svona vandlát. Ég er búin að vera ein síðan ég skildi við konuna mína árið 2009, er orðin 44 ára, sérvitur og vön að hafa allt eftir eigin höfði. Ég er mjög frjáls. Fljótlega flyt ég af landi brott og þarf ekki að hafa samráð um það við neinn, get bara farið. En stund- um spyr ég sjálfa mig: Af hverju vill mig enginn? Ég spjalla við karl- menn og konur og misles öll skila- boð og er algjörlega hætt að kunna að daðra.“ Kveður Ísland Ingunn er að flytja til Írlands ásamt dóttur sinni, en segist ekki vita hversu löng sú dvöl muni verða. Hún er ekki ánægð með ástand mála hér á landi. „Ég er að bugast af ástandinu í stjórnmálum hér á landi, er eiginlega ósammála öllu sem stjórnvöld eru að gera hérna og mér finnst forgangsröðin vera svo kolröng. Ég tek þetta verulega inn á mig. Ég er ekki mikið að pósta hugs- unum mínum á samfélagsmiðlum en ef ég væri að því stæði ég í því allan daginn og yrði bitra konan sem væri alltaf æst – og það er ekki ýkja skemmtileg kona.“ Hún kveður Ísland og segir skilið við kennslu sem hún hefur stund- að lengi, í Reykjavík, Borgarfirði og fyrir austan. „Ég er búin að kenna í nokkur ár og er orðin dálítið þreytt,“ segir hún. „Kennslan er lýjandi og öll vinna við hana hefur aukist á síðustu árum. Mér finnst óskap- lega gaman að kenna og vera með unglingum og ég held að ég sé að standa mig jafnvel í starfi og áður, en ég finn ekki alveg sama neist- ann. Ég verð að taka mér hlé og hlaða batteríin. Ég og dóttir mín sem er fimmtán ára erum á leið til Dublin þar sem ég er skráð í ljóða- kúrs á meistarastigi. Ég ætla einnig að vinna við þýðingar og vitanlega yrkja ljóð. Vonandi kemur bara eitthvað gott út úr því. Við erum tilbúnar í ný ævintýri.“ n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Mér finnst svo gaman og spennandi að vera ástfangin og ég lifna öll við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.