Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Qupperneq 4
4 Fréttir Vikublað 7.–9. júlí 2015
Kvendýrin þurfa blóð
n Enn ekki sannað að um lúsmý sé að ræða n Sýni hafa ekki verið send utan til rannsókna
E
nn hafa ekki verið send nein
sýni utan til rannsókna. Ég
er enn að bíða eftir upplýs
ingum um sérfræðing sem
gæti skoðað mýið,“ segir
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hann segir lúsmýið, sem í
deiglunni hefur verið undanfar
ið, ekki endilega vera nýjan land
nema: „Ég hef ekki trú á því að
þetta sé nýtt. Í síðustu viku sköpuð
ust einfaldlega sérstakar aðstæð
ur og skilyrði fyrir lúsmýið til að ná
sér í blóð og verpa. Hlý austanáttin
datt niður og við það hlýnaði enn
meira vestanlands. Svo virðist vera
sem það hafi hentað mýinu afar vel
en fyrir utan það þarf gott skjól og
á bakvið skjólveggi sumarhúsa er
auðvitað logn.“
Á kvöldin fara smádýr á kreik
„Þær eru virkastar á hlýjum og
kyrrum kvöldum þar sem skjól er
gott. Þegar ein fer af stað, leyfir sér
að drekka blóð, fara allar hinar af
stað líka.“
Hann segir ástæðu þess ein
faldlega þá að á kvöldin fari margt
í smádýraríkinu á kreik. „Sá tími
hentar mörgum svöllurum vel.“
Erling bætir því við að lúsmýið
sé allt annars eðlis en bitmýið:
„Bitmýið er miklu stærra á meðan
lúsmýið er minna og heldur sig í
stærri hópum. Menn verja sig því
ekki því þeir verða þess ekki varir.
Bit lúsmýsins eru því ekki svæsnari
heldur fleiri.“
Kvendýrin þurfa blóð
Hann segir mýið ekki deyja þegar
það bíti önnur dýr. Það væri ekki til
mikils að bíta bara og deyja. „Kven
dýrin bíta en ekki karldýrin. Kven
flugurnar þurfa blóð til að fram
leiða eggin sín og koma þeim frá
sér. Karldýrin þurfa það ekki, þeir
hafa næga orku til að gera sitt.“
Hann bætir því við að erfitt sé að
segja hvort lúsmýinu muni fjölga
en lúsmýið virðist hafa dreifst á
suðvestanverðu landinu: allt frá
Hafnarfjalli, austur á Laugarvatn
og suður í Hafnarfjörð.
Tilvalin máltíð
Sigurður Valgeirsson, upplýsinga
fulltrúi Fjármálaeftirlitsins og einn
gagnrýnenda Kiljunnar, var bit
inn illa af mýi fyrir nokkru í gamla
bænum í Hafnarfirði. Hann telur
að um lúsmý hafi verið að ræða en
segist sjaldan hafa verið stunginn
af mýi.
„Ég fór í ferðalag þessa helgi og
gisti rétt hjá Akureyri, fór síðan að
eins austur og kom svo heim. Ég
varð var við kláða að morgni mánu
dags á leið minni í vinnuna og hélt
að það væri þurrkur. Í vinnunni
klæjaði mig svo mikið að ég leit í
spegil og sá þá að þetta voru fjöl
mörg bit.“
Hann segir sig hafa verið tilvalda
máltíð þar sem hann lá á maganum
ofan á sænginni með opinn glugga
aðfaranótt mánudagsins.
Trymblar landsins fórnarlömb
„Annars er ég með ákveðna kenn
ingu varðandi fórnarlömb mýsins.
Það er nefnilega þannig að Karl
Tómasson, sem lenti svo illa í mý
inu þarna um daginn, var trommari
í hljómsveitinni Gildrunni, sem var
starfrækt hér á árum áður. Sjálfur
var ég trommari í hljómsveitinni
Spöðunum. Mýið virðist því herja á
trommara landsins,“ segir Sigurður
að lokum og hlær. n
Birna Guðmundsdóttir
birna@dv.is
Lúsmýið heldur
sig í stærri
hópum „Þær eru
virkastar á hlýjum
og kyrrum kvöldum
þar sem skjól er
gott.“ Mynd www.
edGefLyfishinG.coM
sigurður Valgeirsson Hefur sjaldan
verið stunginn af mýi.
erling Ólafsson Segir að enn hafi ekki
verið send sýni utan til rannsókna. Mynd
siGurdur sTefan Jonsson
„Mýið virðist
því herja á
trommara landsins
dreift um suðvestanvert landið
Lúsmýið virðist hafa dreifst á suðvestanverðu
landinu: allt frá Hafnarfjalli, austur á Laugar-
vatn og suður í Hafnarfjörð.
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
FYRIRTÆKJA
ÞJÓNUSTA
Við sækjum og sendum
endurgjaldslaust.
Sparaðu starfsfólki tíma og fjármuni.
Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki.
ÚRVAL
FÆÐUBÓTAREFNA
Glæsibæ & Holtagörðum
Netverslun: www.sportlif.is
Sterkustu
brennslu-
töflur í
Evrópu