Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 14
Vikublað 7.–9. júlí 201514 Fréttir Erlent „Það er skrítið að vera heilaÞvegin“ n Lee Hyeon-seo flúði frá Norður-Kóreu n Vill upplýsa um mannréttindabrotin Þ egar Lee Hyeon-seo ólst upp efaðist hún aldrei um vald stjórnarherrans í Norður-Kóreu. Henni fannst ekki skrítið að fólk hyrfi um miðjar nætur og tilmælum stjórn- valda fylgdi hún af sannfæringu. Hún taldi að þeir sem byggju annars stað- ar væru vondir þrælar og að Norður- Kóreubúar væru þeir einu sem voru raunverulega frjálsir. Það var ekki fyrr en hún flúði til Suður-Kóreu, þá sautján ára, með fjölskyldu sinni sem hún áttaði sig og skildi þær aðstæður sem hún hafði alist upp við. Hún ferð- ast nú um heiminn og vekur athygli á mannréttindabrotum í Norður- Kóreu. Hún óttast stöðugt um líf sitt og veit að þeir sem hafa flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu hafa verið teknir af lífi í skjóli nætur. Trúðu því Hún var aðeins 14 ára þegar hún yfir- gaf Norður-Kóreu og bjó sem ólögleg- ur innflytjandi í Kína. Hún var þar í um 10 ár og flúði svo til Suður-Kóreu. Þegar til Suður-Kóreu kom þurfti Lee í raun að læra á lífið upp á nýtt. Ægi- valdi stjórnvalda naut ekki við leng- ur og það reyndist erfitt að jafna sig á áralöngum heilaþvotti. „Fyrir mömmu mína er það enn erfitt,“ segir hún. „Það er skrítið að vera heila- þvegin, mamma bjó í Norður-Kóreu í yfir 50 ár. Það er til dæmis erfitt fyrir hana að skilja raunverulega sögu Kóreustríðsins,“ segir hún og bætir því við að viðtekin venja sé að tala um að upphaf stríðsins megi rekja til þess að Bandaríkjamenn hafi hafið árás um miðja nótt á meðan að íbúar Norður-Kóreu voru í fasta svefni. „Við trúðum því staðfastlega.“ Ástandið versnað Lee gaf nýverið út bók sem fjallar um lífið í Norður-Kóreu, ógnarstjórnina og flóttann. Bókin heitir Stúlkan með nöfnin sjö. Þar má lesa um erfitt lífs- hlaup hennar. Hún var aðeins sjö ára gömul þegar hún sá aftöku í fyrsta sinn. Hún segir það vera skyldu barna að horfa á aftökur og sé það jafnvel gert á skólatíma. Hún segir ástandið þó mun verra núna en þegar hún var barn. „Nú skjóta þeir fólk bara, eins og ekkert sé, á miðjum degi,“ segir hún. Hún segir að Kim Jong-un vilji að allir séu meðvitaðir um völd hans og að þeir eigi að ekki að koma fram við hann eins og barn. „Hann myrðir fólk til að sýna því og öðrum í tvo heim- ana: „Ekki koma fram við mig eins og barn.“ Morðin eru ekkert annað en áróður.“ Hún segir frá vinkonu sinni sem missti bróður sinn eftir að hann reyndi að smygla hrísgrjónum frá Kína. Hann var tekinn af lífi. „Þetta er skammarlegt. Þeir segja að restin af heiminum sé í þrældómi, en við erum þrælarnir. Því meira sem ég læri um landið mitt því reiðari verð ég,“ segir hún. Sjálf segist Lee vona að Kim Jong- un, leiðtogi Norður-Kóreu og ein- ræðisherra, verði ekki langlífur. „Ég vona að hann deyi bráðum,“ segir hún. Vonarglæta varð að engu Kim Jong-un tók við af föður sín- um, Kim Jong-il, árið 2011. Lee segist hafa vonað að leið- togaskiptin yrðu til þess að líf- ið í Norður-Kóreu yrði betra fyrir íbúa landsins. Lee segist hafa vonað að hann væri mýkri einstak- lingur en fað- ir hans. Svo hefur ekki orðið. „Hann er eiginlega öfgakenndari en faðir hans,“ segir hún. Hún segir að í Norður-Kóreu sé fólk bundið við ýms- ar takmarkanir. Sumir hlutir, sem telj- ast eðlilegir annars staðar, séu ólög- legir. Það er til að mynda óheimilt að lita á sér hárið, þunglyndi er ekki til og verður því aldrei greint og ef þú yfir- gefur heimili þitt án nælu sem vísar til föðurlandsins er hægt að lögsækja þig. Hvert og eitt heimili á innrammaða ljósmynd af leiðtoganum fyrrverandi, Kim Il-sung , og hefur fengið afhent- an sérstakan klút til að þurrka af með. Tvær máltíðir á dag Þegar Lee var tólf ára fóru stjórn- völd í herferð til að fá íbúana til að borða aðeins tvær máltíðir á dag, ekki þrjár. Ástæðan var í raun yfir- vofandi hungursneyð, en var sögð vera af heilsufarsástæðum. „Ég hélt að þeir sem stjórnuðu væru guðir. Ég hélt að þeir færu aldrei á salernið, þeir drykkju ekki eða reyktu eða stunduðu kynlíf. Ég trúði þessu, vegna þess að frá því að maður fæðist er maður heilaþveginn með áróðursefni. Ég er viss um að yfir 90 prósent íbúa trúa þessu öllu,“ segir hún. Lee segist hafa hugsað sem barn að það væri kannski dálítið einkennilegt að fólk hyrfi alltaf að næturlagi, en aldrei að degi til. „Fullorðna fólkið vissi að það var verið að flytja það í fangabúðir, hvers vegna var þá verið að fela þetta?“ segir hún. „En þetta var eðlilegt líf fyrir okk- ur. Ég held að við höfum ekki haft forsendur til þess að hugsa, er þetta slæmt eða illgjarnt? Við héldum að þetta væri bara eins og allir aðrir hegðuðu sér. Við gerðum allt sem stjórnvöld vildu,“ segir hún. Árið 2008 fluttist hún til Suður- Kóreu. Þar segist hún hafa loksins fræðst um mannréttindi. „Ég vissi ekki hvað mannréttindi voru,“ segir hún. Hún er meðvituð um hættuna sem fylgir því að segja frá því sem er að gerast í Norður-Kóreu. „Það versta sem þeir geta gert er að myrða mig,“ segir hún og segist íhuga að fá hæli í Bandaríkjun- um. n Skrifaði bók Lee gaf nýverið út bók sem fjallar um lífið í Norður-Kóreu, ógnarstjórnina og flóttann. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Blekking Lee Hyeon- seo segir að fólkið sé blekkt og heilaþvegið „Ég vona að hann deyi bráðum Hæ sæti hvað færð þú að borða? Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.