Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 17
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 7. júlí 2015 Grillsumarið Kynningarblað Grillpylsurnar skara fram úr þegar kemur að bragði og úrvali S igurður Haraldsson kjöt- iðnaðarmeistari stofnaði Kjötpól í desember 2004 ásamt Ewu Kromer og byrj- uðu þau smátt við lítinn tækjakost. Þetta hefur undið upp á sig og nú eru fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu og framleiða þau yfir 40 tegundir af pylsum og skinku. Markmið þeirra er að framleiða vörur sem eru lausar við öll auka- efni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt. Bjóða þau upp á fjöl- breytt úrval af gómsætum pylsum og skinku frá öllum heimshornum, um er að ræða vandaða vöru sem er eingöngu unnin úr íslensku hráefni. Snakkpylsur á borð við hinar banda- rísku Slim Jims og pólsku Mysliska er kjörið að hafa með sér í ferðalag. Grillpylsurnar skara fram úr þegar kemur að bragði og úrvali. Allt frá feitari pylsum á borð við Zwyczajna, sem krydduð er með hvítlauk og svörtum pipar, til fitu- minni tegunda á borð við Slaska og Torunska. Eyvindur heitir íslenska pylsan, en hún er úr lambakjöti. Þeir sem vilja kitla bragðlaukana geta fengið sér Rosiwska, sem hægt er að fá með annaðhvort nauta- eða svínakjöti. n Pylsur eru meira en bara pylsur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.