Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 19
Vikublað 7.–9. júlí 2015 Kynningarblað - Grillsumarið 3 Angus-, Limosin- og Galloway- steikur frá fjölskyldubúi Ekkert toppar beint frá býli Reka eitt frumlegasta kaffihús landsins í Garði í Eyjafjarðarsveit V ið erum að selja nauta- kjöt beint frá býli og erum með okkar eigin vottuðu kjötvinnslu heima á bæn- um,“ segir Einar Örn Aðal- steinsson bóndasonur. Ásamt því að selja nautakjöt beint frá býli reka þau Einar og eigin kona hans, Sesselja Barðdal, eitt frumlegasta kaffihús lands- ins, staðsett í stærstu fjósbyggingu landsins að Garði í Eyjafjarðar- sveit einungis tíu kílómetra sunn- an við Akureyri, á móti Hrafnagili og Jólahúsinu víðfræga Kaffi Kú Kaffihúsið er staðsett á svölum yfir fjósinu, geta þá gestir fengið sér hressingu í rólegheitum á meðan fylgst er með hátæknivæddri starf- seminni. Kýrnar ganga um frjálsar og leyfa róbótanum að mjólka þær eftir eigin hentugleika á meðan kálfarnir leika sér á þar til gerðu svæði. Segir Einar í samtali við DV að vegna vinsælda þurfi brátt að stækka staðinn sem var opnað- ur í september 2011. „Viðtökurn- ar hafa verið frábærar og við erum mjög þakklát heimamönnum,“ segir Einar en stór hluti þeirra sem heimsæki staðinn er Íslendingar sem gjarnan nýta heimsóknina til að kaupa nautakjöt í leiðinni. Einar segir að hugmyndin um kaffihúsið hafi komið af sjálfu sér því um leið og byrjað var að mjólka í fjósinu fór fólk að koma og vildi sjá hvað væri um að vera þarna inni og sjá þessa fimm róbóta sem sjá um erfiðisvinnuna í fjósinu. „Við pabbi hefðum aldrei þorað að fara af stað með svona rekstur ef ekki hefði verið fyrir það að hún Sesselja er lærður þjónn og þekkti því vel til þess sem þurfti að gera, svo skemmdi ekki fyrir að syst- ir hennar og maður hennar reka Sauðárkróksbakarí en þaðan kem- ur margt af sætabrauðinu sem er á boðstólum á kaffihúsinu.“ Opið er alla daga á sumrin en um helgar á veturna en alltaf er hægt að hafa samband og kaupa kjöt á staðn- um. Engin verksmiðja Boðið er upp á fría heimsendingu af kjöti hvert á land sem er. bæði ferskt og frosið, allt saman án allra aukaefna. „Ég sel ekki kjöt nema það sé búið að meyrna í tíu daga að minnsta kosti, helst tvær vikur,“ segir Einar, en þetta gerir að verk- um að hægt er að skella því beint á grillið. Hamborgararnir eru mjög vinsælir enda er um að ræða ekta 120 gramma borgara. Einar segir að allt þeirra nauta- kjöt sé selt beint frá býli og reynt sé að afgreiða pantanir um leið og þær berast en bæði vegna mikillar eftirspurnar og þess að einnig þarf að ala gripina þá getur mynd- ast smá biðlisti eftir kjötinu. „Við erum með fastakúnna um allt land, sendum mikið á Siglufjörð, Neskaupstað og auðvitað líka til höfuðborgarinnar,“ segir Einar og kunna viðskiptavinir hans vel að meta ferskt kjöt án aukaefna. Er- lendir ferðamenn eru einnig mjög hrifnir af framtakinu og eru dug- legir að taka með sér kjötbita. Helst eru það þó heimamenn sem koma reglulega í heimsókn enda er það öðruvísi stemning að borða steik sem þú veist hvaðan kemur. Viðskiptavinum standa til boða fjölmargir pakkar flestir um 10 kíló að þyngd sem hægt er að finna á heimasíðunni nautakjot.is. „Við sáum ákveðna möguleika í því að bjóða upp á minni magninn- kaup en hafa þekkst í verslun á nautakjöti beint frá býli og ná þannig frekar til ört stækkandi hóps sem vill kaupa nautakjöt án íblöndunar efna, einnig getur við- skiptavinur sett saman sinn eig- in pakka eins stóran og hann vill,“ segir Einar að lokum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.