Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Síða 22
Vikublað 7.–9. júlí 201518 Sport Fjarðargötu 19, Hafnarfirði (í húsi Innrammarans) • Sími 568 0400 • www.fabrik.is tölvuviðgerðir Fullt verð 12.250,- FABRIK TÖLVUÞJÓNUSTA · Ástandsskoðun · rykhreinsun · vírushreinsun · Óæskilegur hugbúnaður fjarlægður Sumartilboð 4.990,- Hröð og góð þjónusta! Full yfirferð (Windows-tölvur) S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . bilo@bilo. is • w w w. b i l o. i s Skoðaðu heimasíðuna okkar ww w. bi lo .is Ef þú er t í b ílahugleiðingum? ... með okkur! FRÁ KR. 48.900 Skemmtikraftur tennisvallarins n Dustin Brown slær í gegn á Wimbledon n Seldi gistingu í húsbílnum og gerði við tennisspaða D ustin Brown er nafn sem er á vörum margra íþrótta- áhugamanna eftir sigur hans á Rafael Nadal, einum besta tenniskappa heims, á Wimbledon-mótinu sögufræga í tennis. Það er óhætt að segja að leið Dustins að atvinnumennsku í tennis hafi verið öðruvísi en flestra keppi- nauta hans. Á meðan margir efnilegir tennisspilarar æfa við fullkomnar að- stæður í rándýrum íþróttaskólum þá æfði Brown sig með því að spila við vini sína í almenningsgörðum á Jamaíku. Útlitið og leikstíllinn vekur athygli Hann vekur athygli á tennismótun- um sem hann keppir í. Ekki síst fyrir útlitið í íþrótt þar sem keppendur eru sífellt einsleitari. Hann er dökkur á hörund og skartar eftirtektarverðum „dreadlocks“-fléttum, en hann hefur ekki skert hár sitt í meira en áratug. Stíll hans er einnig, að sögn kunn- ugra, ólíkur stíl annarra því hann er þekktur fyrir glæfralegt sóknarspil og oft ber kappið hann ofurliði í þeim efnum. Hann velur yfirleitt flottari kostinn frekar en þann skynsamlega sem er kannski merki um það hann hefur ekki notið leiðsagnar þjálfara í gegnum árin. Harður af sér Dustin Brown er þrítugur að aldri. Hann er fæddur í borginni Celle í Þýskalandi en faðir hans er frá Jama- íku en móður hans er þýsk. Hann var hæfileikaríkur íþróttamaður og æfði fjölmargar íþróttir en ákvað að einbeita sér að tennis átta ára gam- all. Á ellefta ári flutti hann til Jama- íku ásamt foreldrum sínum. Þar var umhverfið talsvert öðruvísi, illa hirt- ir vellir í almenningsgörðum og að- búnaður slæmur enda tennisíþróttin ekki háttskrifuð þar í landi. Haft er eftir honum að þessi reynsla hafi gert hann harðan af sér og að hann hafi þurft að hafa fyrir hlutunum. Útsjónarsamur í fjármálum Þegar Dustin var 19 ára, árið 2004, þá flutti fjölskyldan aftur til Þýskalands til þess að koma tennisferli hans á skrið. Foreldrar hans, sem ekki voru sérstaklega efnaðir, tóku lán til þess að fjárfesta í forláta Volkswagen-hús- bíl en í bílnum voru þrjú rúm og kló- settaðstaða. Dustin ferðast um alla Evrópu í bílnum til þess að taka þátt í mótum minni spámanna í tennis- íþróttinni og sparaði sér þannig hót- elkostnað. Hann hafði lítið sem ekk- ert milli handanna og þurfti því að vera útsjónarsamur. Fólk tengt mót- unum bauð honum stundum í mat og stundum leigði hann út rúm í bíln- um sínum til annarra spilara og náði því að öngla saman pen- ingum fyrir næsta mót. Hann fjárfesti í vél til að gera við netið í tennisspöð- unum og bauð öðr- um keppendum upp á þá þjónustu; 5 evrur á spaða. Á meðan aðr- ir keppendur hvíldu sig í hótel herbergjum sínum þá vann hann við viðgerðirnar langt fram á nótt. Sigurinn á Nadal tryggir 14 milljónir Markmiðið var komast í hóp 100 bestu tennisleikara heims og það tókst. Í dag er hann í 80. sæti með- al sterkustu tennisleikara heims og hefur það nokkuð gott. Sigurinn á Nadal tryggir honum verðlaun upp á að minnsta kosti 14 milljónir en því miður endaði ferðalag hans þegar Serbinn Viktor Troicki bar sigurorð af honum í 3.umferð mótsins. Þrátt fyrir nokkra velgengni, sem hefur gert það að verkum að Dustin er far- inn að gista á hefðbundnum keppn- ishótelum, þá hefur gamli lífsstíll- inn blessunarlega haft áhrif á hann. Í viðtali við Independent í fyrra vakti athygli að hann fór sjálfur á þvottahús til að þvo búninginn sinn eftir leik- dag. „Þvottahúsið á keppnisstaðnum ætlaði rukka 220 krónur fyrir stakan sokk, það er bara rugl,“ sagði Dustin Brown. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Á flugi Brown er þekktur fyrir glæfralegan sóknarleik og reynir oft hið flotta og óvænta í stað þess að velja skyn- samlega kostinn. Dustin Brown Leið hans að atvinnumennsku í tennis hefur averið sérstök. MyND BPI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.