Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Síða 24
Vikublað 7.–9. júlí 201520 Lífsstíll M ér finnst einstaklega gam- an að sjá hvað stelpur eru orðnar duglegar við að lyfta og viljugar að vinna að því að móta skrokkinn enn frekar. Fyrir nokkrum árum var það ekki eins algengt og það er í dag. Eitt það heitasta í lyftingaæfing- um hjá stelpum í dag eru rassæf- ingar og eitt algengasta markmið þeirra, sem skrá sig í þjálfun hjá okk- ur í Betri árangri, er að fá flottan aft- urenda ásamt öðru að sjálfsögðu. Ég tel að rassadrottningin Kim Kar- dashian hafi komið þessari tísku- bylgju af stað, enda einna helst þekkt fyrir að vera með stóran og lögulegan afturenda. Mér finnst langskemmtilegast að lyfta rass og ham (aftanverð læri). Þess vegna tek ég á þessum líkams- pörtum yfirleitt tvisvar til þrisvar í viku, allt eftir því hvernig líkaminn er stemmdur. Ég er mjög meðvituð um að hlusta á líkamann, þannig að ef ég hef ekki jafnað mig af harðsperrum frá seinustu æfingu, hvíli ég. Ökklalóð og teygjur Rassæfingarnar hafa þróast mikið frá því að ég byrjaði að huga að bættum lífsstíl. Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvernig atvinnubikiníkeppendur erlendis þjálfa þessa vöðvahópa og finn flestar nýjar æfingar hjá þeim á Instagram. Teygjur og ökklalóð er mikið notuð. Mér finnst það algjör snilld til að brjóta æfinguna upp og nota þessi tól mikið sjálf og á æfing- arplönin hjá Betri árangri. Ég byrja gjarnan á æfingu í tæki sem ég tek mjög þungt og fer svo beint í æfingu með teygjum og ökklalóðum, sem ég geri þá oftar og léttar. Gott að vita Það er einstaklega mikilvægt að ein- beita sér að þeim vöðvum sem þú ert að æfa hverju sinni. Að sama skapi spilar líkamsstaðan mjög mikið inn í hvernig æfingin skilar sér. Ef þú beit- ir líkamanum ekki rétt verður árang- ur æfingarinnar ekki eins mikill. Nokkrar hugmyndir að rassæfingasúpersettum Ég fékk leyfi frá Tinnu, stöðvarstjóra World Class í Egilshöll, sem er minn æfingastaður, til þess að taka mynd- ir af æfingum og deila með lesend- um. Áður en við dembum okkur í þetta er mikilvægt að viðkomandi skilji hugtakið súpersett. Hvað er súpersett? Súpersett er þannig að tvær æfingar eru framkvæmdar saman, án þess að hvíla á milli. Sem sagt ef við tökum sem dæmi æfingu eitt í dálkinum sem fylgir, þá byrj- ar þú á Jane Fonda og ferð beint í teygjuæfinguna með spörkun- um, án þess að stoppa. Eftir að hafa framkvæmt þær tvær einu sinni hvora, hvílir þú og endurtekur leik- inn svo fjórum sinnum eins og ég ráðlegg með þeirri æfingu. Þangað til næst, Ræktardurgurinn n 7 ára nuddbaðkar “TIGRIS” frá Sturta.is. Stærð: 182x132x77,5. Kostar nýtt 405.000. Ásett verð 140.000 Skoða tilboð. Sími 863-9608. Combi Camp ValenCia tjaldvagn árgerð 2005. Mjög vel með farinn. Fortjald og svefnkálfur. Verð 750.000. Sími 891-9154. Gefins 30 ára rúta sem er staðsett á Þórisstöðum í Hval- firði og hefur verið notuð sem sumarbústaður. Sími 863-9608. Rassæfingar í boði Ræktardurgsins n Rassæfingar eru mjög vinsælar í dag n Teygjur og ökklalóð n Kim Kardashian „trendsetter“ rassæfinga 1 Æfing -súpersett: Jane Fonda fótaréttutæki 4x15 eins þungt og hægt er: -Byrjað er á Jane Fonda í tæki sem vanalega er notað fyrir fótaréttur. Þú smeygir þér undir púðann og staðsetur hann hjá náranum og leggst með bakið á sætið. Fæturnir eru staðsettir í axlabreidd og eina sem hreyf- ist upp og niður eru mjaðmirnar. Rassinn fer djúpt niður og þegar upp er komið er mikilvægt að halda góðri spennu í tvær sekúndur og kreista rassinn eins og rúsínu. Farið er beint í næstu æfingu. Hnébeygjur m/afturspörkum 4x10 á hvorn fót, sem sagt 20 allt í allt: -Veljið teygju eftir þeim styrkleika sem þið teljið henta og staðsetjið hana rétt fyrir ofan ökklana, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Byrjað er á hnébeygju og sparkað aftur fyrir til skiptis. Halda spennunni vel og kreista rassinn í spark- inu. Ótrúlega lúmsk og góð æfing, ein af mínum uppáhalds þessa dagana. 2 Æfing - súpersett: Afturspörk í trissu 4x12 á hvorn fót, sem sagt 24 allt í allt: -Bekknum er komið fyrir hjá trissunni og réttum aukabúnaði komið fyrir á tækinu til að framkvæma æfinguna. Mér finnst best að stilla bekkinn þannig að ég geti nýtt stuðning frá tækinu og held jafnan í bekkinn og trissuna, eins og sjá má á myndinni. Fóturinn er dreginn að kviðnum og honum svo sparkað aftur á bak, eins hátt og mögulegt er. Mikilvægt er að spenna vel þegar fóturinn er uppi og halda þeirri stöðu í um tvær sekúndur. Einnig er mjög mikilvægt að snúa ekki upp á mjöðmina í leiðinni, heldur láta hana vísa beint fram. Færa þarf bekkinn til þegar skipt er um fót. Afturspörk með teygju 4x20 á hvorn fót, sem sagt 20 allt í allt: -Þessi hentar einstaklega vel með trissu- æfingunni. Mér finnst mjög gott að vera með frekar sterka teygju og tylla henni fyrir ofan ökklana. Ég nota mjög litlar og snöggar hreyfingar og passa jafnframt að mjöðmin snúi fram og kreisti vel þegar fóturinn fer aftur. 3 Æfing - súpersett: Hnébeygja í trissu 4x15, hægt að nota stöng eða handfang: -Hér er gamla góða hnébeygjan gerð í trissunni, sem er fínasta tilbreyting og mjög skemmtileg æfing. Í hnébeygjunni er mikilvægt að hnén vísi út, aðeins meira en axlarbreidd, brjóstkassinn út og bakið spennt. Utanverð læri m/ökklalóðum 4x15 á hvorn fót: - Hér er ökklalóðunum komið fyrir og fínt að halda í trissuna, hún veitir þér stuðning. Best er að byrja með fótinn fyrir framan sig og hreyfa hann hægt og rólega til hliðar og að sjálf- sögðu spenna rassinn vel. Fínt að halda spennunni í svona tvær sekúndur og fara svo hægt og rólega til baka. Núna er bara að fara beinustu leið í rækt- ina og taka á því eftir þennan lestur ;) Heitast í rassæfingum í dag Ég fann loksins ökklalóð í Músík og Sport Hafnarfirði eftir mikla leit. Ég valdi mér tveggja kílóa lóð hvort á sinn fótinn og fékk teygjurnar þar sömuleiðis. Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.