Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Síða 25
Vikublað 7.–9. júlí 2015 Lífsstíll 21 Efnið í hálsmenunum Viðarhringurinn er úr burstuðum hlyn og á hann er borin lífræn kókosolía til að loka viðnum og gefa honum fallegra útlit og mýkri áferð. Hringirnir eru svo merktir Inima með brennipenna. Að auki er svo hægt að fá áletrað til dæmis nafn barnsins/barna á menið – en það á bara við um viðarmenin. Lituðu perlurnar eru úr silíkoni án allra eiturefna (svo sem BPA, latexi, PVC, þung- málmum, Cadmium, þalötum (pthalates) og blýi). Bandið er slitsterkt silkiband, og men- inu er lokað með öryggisfestingu en hún virkar þannig að sé togað mjög fast, að þá opnast smellan. Hannar barnvæn hálsmen n Bjartey notar aðeins hrein og örugg efni n Börn mega naga og toga í hálsmenin Þ etta er fyrst og fremst ótrúlega gaman en viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Bjart- ey Ásmundsdóttir sem byrj- aði í fyrra að hanna og útbúa falleg hálsmen sem hafa þá sérstöðu að vera einstaklega barnvæn. Þó að menin séu ekki hugsuð sem leikföng eru þau hönnuð þannig að börnum er óhætt að toga í þau og naga að vild án þess að þau skemmist eða börnin hljóti skaða af. Hönnunina kallar hún Inima, en orðið er rúmenskt og þýð- ir hjarta. „Hjarta á ágætlega vel við vegna þess að börnin okkar eru næst hjarta okkar – og hálsmenin liggja við hjarta okkar,“ segir hún einlæg. Tók málin í sínar hendur „Þegar sonur minn var nokkurra mánaða þá áttaði ég mig á því að ég var eiginlega hætt að vera með hálsmen. Ég var auðvitað mikið með lítið barn í fanginu sem greip og tog- aði í allt og stakk upp í sig.“ Þau hálsmen sem Bjartey átti voru þannig gerð að ekki var óhætt fyrir son hennar að toga mikið í þau eða stinga upp í sig. Hún fór að líta í kringum sig en fann engin barnvæn hálsmen sem henni leist á. Í kjölfarið fór hún að hugsa hvort hún gæti kannski bara búið til hálsmen sjálf. „Eitthvað sem sonur minn gæti togaði í að vild án þess að það skemmdist eða væri hættulegt fyrir hann að stinga upp í sig. Ég fór að skoða alls konar efni, bæði á netinu og í föndurbúðum. Ég fann ekkert hér á landi sem mér leist á, þannig að ég hef pantað allt að utan. Ég vildi hafa efnið eins öruggt og lítið meðhöndlað og mögulegt var,“ útskýr- ir hún. Svipað efni og í snuðum Fyrir valinu varð ómeðhöndlaður hlynur sem hún ber kókosolíu á sjálf, og silíkonperlur framleiddar úr svip- uðu efni og snuð og pelatúttur. Efnið í perlunum er ekki ólíkt því sem not- að er í silíkoneldhúsvörur og fyrir vik- ið eru þær mjög slitsterkar. „Ég skoðaði meira að segja leik- föng sonar míns og hafði þau í huga þegar ég var að leita að rétta efn- inu. Mér fannst mjög gaman að spá í þetta,“ segir hún og viðurkennir að hafa fengið hugmyndina að hálsmen- unum og leitina að réttu efnunum gjörsamlega á heilann. Vildi selja örugga vöru Allt efni í hálsmenunum er skoðað og vottað erlendis samkvæmt ör- yggisstöðlum um barnavörur, en Bjartey lagði líka áherslu á að fá vott- un hér á landi. „Ég vildi láta skoða vöruna á Íslandi sem hálsmen, sem eina heild, en ekki bara sem litlar perlur eins og gert var úti.“ Hún leitaði því til fyrirtækis- ins Norm ráðgjöf ehf. sem tekur að sér að meta öryggi vöru, hvaða efni mega vera í vörum fyrir börn og hvaða leiðbeiningar þurfa að fylgja vörunum. „Þau hjá Norm gerðu ít- arlega skýrslu um hálsmenin og leiðbeindu mér hvað ég þyrfti að gera til að þau væru hæf til að fara á markað. Mér fannst nauðsynlegt að gera þetta enda vildi ég ekki selja vöruna nema hún væri alveg örugg.“ Í sölu í þremur verslunum Í upphafi ætlaði Bjartey bara að út- búa hálsmen fyrir sjálfa sig en það vatt fljótlega upp á sig. „Ég pantaði svolítið mikið af perlum í upphafi og gerði nokkur hálsmen fyrir mig. Svo fóru vinkonur mínar að prófa, en margar þeirra eru með börn á svipuðum aldri og ég. Fljótlega setti ég upp Facebook-síðu og þá fór boltinn að rúlla.“ Hálsmen Bjart- eyjar fengu strax góðar viðtökur á Facebook og seldi hún mikið í gegn- um síðuna. Hún ákvað því að útbúa heimasíðu, sem líka er vefverslun, til að auðvelda aðgengi og pöntun á vörunum. Systir hennar hefur ver- ið henni innan handar í verkefn- inu og meðal annars aðstoðað hana með heimasíðuna. Þá eru hálsmen- in komin í sölu í þremur hönnun- ar- og gjafavöruverslunum; Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði, Útgerðinni í Vestmannaeyjum og versluninni Jötu í Hátúni í Reykja- vík. n Fór að útbúa hálsmen Bjarteyju fannst vanta barnvæn hálsmen á markaðinn svo hún ákvað að búa þau til sjálf. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Litríkt Perlurnar sem Bjartey notar eru úr silíkoni, ekki ósvipuðu efni og snuð og pelatúttur. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon notar brennipenna Bjartey merkir öll hálsmenin með brennipenna, en það er líka hægt að fá nafn barns áletrað á viðarhringina. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Sólrún Lilja ragnarsdóttir solrun@dv.is nokkrar gerðir Bjartey hefur útbúið nokkrar gerðir af hálsmenum. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.