Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 27
Vikublað 7.–9. júlí 2015 Menning 23
Minnistöflur
www.birkiaska.is
Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem
er undir álagi og fæst við flókin verkefni.
Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og
nemendum í prófum. Dregur úr streitu,
eykur ró og bætir skap.
Bodyflex
Strong
Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur
úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði
burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki
laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Birkilaufstöflur
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva-
jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og
dregur úr bólgum.
Evonia færir hárrótinni næringu og styrk
til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin
bætiefnum sem næra hárið og gera það
gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
notaði íslenska ull og litaði með jurtum
sem hún tíndi sjálf hér heima á sumr-
in. Hún var með fjórar til fimm konur
í vinnu við að vefa, en hún litaði ullina
og gerði fyrirmyndir sem þær ófu eftir.“
Kynnin af aðferðum og fagurfræði
veflistarinnar telur Hrafnhildur enn
fremur að hafi haft áhrif á það hvernig
Júlíana nálgaðist málverkið. „Áður var
það línan og teikningin sem voru ríkj-
andi í málverkunum frekar en liturinn
– hún aðskilur formin. En það hvern-
ig áferðin virkar í vefnaðinum, hvern-
ig litirnir blandast og það er ekki einn
litur hér og annar þar. Það er þetta sem
gerist í málverkinu hjá henni, það verð-
ur mýkra og fyrir vikið verður það ljóð-
rænna,“ segir Hrafnhildur og nefnir til
dæmis mynd af Heklu frá árinu 1936.
„Litirnir ganga yfir hver í annan og það
verður einhver þoka, dalalæða eða ég
veit ekki hvað. Þetta verður svo ljóð-
rænt. Maður veit ekki hvort þetta eru
kindur eða heysátur í forgrunninum,
það er óljóst en skiptir ekki öllu máli.“
„Svona er ég“
„Júlíana og Ruth áttu það líka sameig-
inlegt að vera svolítið fælnar. Þær vildu
ekki láta horfa á sig. Þegar Júlíana mál-
aði í Vestmannaeyjum faldi hún sig á
milli steina og þoldi ekki að fólk væri
að glápa á hana. Þannig að þær hafa
báðar verið svolítið einrænar og átt
erfitt með að expónera sig.“
Innhverfa og sjálfsgagnrýni krist-
allast í sjálfsmyndunum sem sýndar
eru á Kjarvalsstöðum. Hvorug reyn-
ir að fela eða fegra útlit sitt og sálar-
ástand. Í sjálfsmyndum Ruthar op-
inberar hún meðal annars ótta sinn
við að missa sjónina, en Júlíana mál-
ar sjálfa sig augnalausa. „Júlíana mál-
ar sig eins og hauskúpu. Það þarf styrk
til að mála svona myndir. Þetta er svo
varnarlaust, en hún segir „svona er
ég, svona lít ég út innan frá,““ útskýrir
Hrafnhildur.
Hrafnhildur mun leiðbeina gestum
um sýninguna ásamt Helgu Hjörvar
sunnudaginn 12. júlí klukkan 15.00. n
„Það er þetta sem
gerist í málverk-
inu hjá henni, það verður
mýkra og fyrir vikið verður
það ljóðrænna
Hekla (1936)
Þetta verk er gott
dæmi um hvernig
vefnaðurinn hafði
áhrif á það hvernig
Júlíana nálgaðist
myndlistina. Litirnir
ganga hver yfir í
annan og skapa
einhvers konar þoku
eða dalalæðu.
Mynd ÞorMar Vignir
gunnarSSon
ruth Smith Sjálfsmyndir
Ruthar eru alvarlegar og
uppfullar af sjálfsgagnrýni.
framleiðslu á íslensku jöklavatni.
Við hverri hreyfingu Gira bregst
hljómsveitin við. Hann lyftir upp
höndum, hann lýtur höfði, hann
stappar niður fæti og sveitin svarar.
Þarna er gítarleikari með síðan, grá-
an hökutöpp eins og satýr sem hef-
ur tekið sér bólfestu í líkama afa þíns,
rennigítarleikari sem slædar á kjölt-
unni, bassaleikari sem grúvar sömu
lúppurnar aftur og aftur, trommuleik-
ari og síðhærður, bartamikill, ber-
brjósta slagverksleikari sem ým-
ist lemur í gong eða járnpípur með
hamri, blæs einn tón í básúnu eða
sargar á eftirheimsendalega fiðlu.
Þetta er eins langt frá því að vera
glaðvær danstónlist og hugsast getur
en í kringum mig hreyfir fólk sig í takt-
föstum transi – og ég líka. Þetta er ekki
dans hinna dauðu eða illu, heldur
þeirra sem þora að stara inn í myrkr-
ið sem býr djúpt í sálinni á okkur öll-
um – myrkrið sem er betra að vera í
tengslum við en láta taka völdin. Eft-
ir einn og hálfan tíma er mig farið að
verkja í eyrun. Ég tek því því fagnandi
þegar sveitin þakkar fyrir sig og kveð-
ur – þrátt fyrir að samkvæmt dagskrá
eigi hún að spila klukkutíma lengur.
Lestu rýni um tónleika Iggy Pop,
Public Enemy og Belle & Sebastion á
DV.is/menning n kristjan@dv.is
Svanir Tónleikar Michael Gira og félaga í Swans voru einn af hápunktum ATP Iceland
tónlistarhátíðarinnar í Reykjanesbæ um helgina.
„Og Gira lyftir báð-
um höndum á loft
og stýrir flæðinu eins og
myrkrahöfðingi, tónandi
Póseidon, eða vondur
iðnjöfur sem handstýr-
ir framleiðslu á íslensku
jöklavatni.