Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 1.–3. september 2015 Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is ALLAR GERÐIR LÍMMIÐA Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 ýmsu smálegu hnuplað. Í flestum tilvikum var um að ræða bíla sem voru opnir að næturlagi þó að það væri alls ekki algilt. Um var að ræða tæplega 50 tilvik undan- farna mánuði en í langflestum til- vikum voru brotin ekki tilkynnt til lögreglu. Í kjölfar fréttarinnar hafa nokkrar ábendingar borist úr öðrum hverfum um sams kon- ar athæfi óprúttinna aðila. Í upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði kemur fram að flestar tilkynningar um grun- samlegar mannaferðir komi úr Garðabæ og því hafi þessi um- fjöllun DV komið á óvart. Ná- grannavarsla í Garðabæ sé öflug og bærinn haldi vel utan um skipulag hennar, til dæmis með sérstökum verkefnastjóra. Þó að bæjarfélagið og bæjarbúar geri vel í þessum efnum þá sé hins vegar greinilega aldrei of varlega farið og áréttar lögregla að mikil- vægt sé að geyma ekki verðmæti í bílum og ef það sé nauðsynlegt sé mikilvægt að hafa þau í hvarfi. n borgarsvæðinu það sem af er ári 9 8 Grafarvogur 9 innbrot 19.000 íbúar Árbær/Grafarholt 8 innbrot 17.000 íbúar Mosfellsbær 4 innbrot 9.000 íbúar 4 InnbrotIn algengust í breIðholtI Bæjarfélag/Hverfi Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Samtals Breiðholt 6 5 2 10 2 3 6 5 39 Kópavogur 1 3 3 2 4 10 8 2 33 Laugardalur 1 3 4 1 3 5 1 2 20 Hlíðar 0 2 1 2 1 1 2 6 15 Grafarvogur 0 0 2 1 0 2 3 1 9 Miðborg 0 3 0 0 3 2 0 0 8 Árbær 0 2 1 0 1 0 3 1 8 Háaleiti 0 1 1 0 0 3 0 2 7 Vesturbær 0 0 1 1 0 0 1 3 6 Garðabær 0 0 0 1 2 1 1 1 6 Hafnarfjörður 0 0 0 3 2 0 0 0 5 Mosfellsbær 0 0 1 0 0 2 0 1 4 Seltjarnarnes 0 0 0 0 0 0 1 0 1 Skráð innbrot í ökutæki það sem af er 2015 Tafla: Fjöldi skráðra innbrota í ökutæki það sem af er árið 2015, eftir mánuði og svæðum í umdæminu. HeiMild: löGreGlAn Á HöFuðBorGArSvæðinu, upplýSinGA- oG ÁæTlAnAdeild Hjartnæm samstaða Íslendinga Hundruð Íslendinga bjóða fram aðstoð sína við að taka á móti flóttamönnum Y fir tíu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í hóp á samfé- lagsmiðlinum Facebook fyrir þá Íslendinga sem vilja rétta fram hjálparhönd þegar kemur að því að taka á móti flóttamönnum. Mikil reiði braust út á Íslandi þegar í ljós kom að Íslendingar ætl- uðu einungis að taka við fimmtíu flóttamönnum og benti til dæmis blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson á það að Landhelgisgæslan hefði hagnast umtalsvert á verkefnum er snúa að flóttamannastraumi yfir Miðjarðarhafið. Hann benti á tveggja milljarða hagnað árin 2010 og 2011 með hreinan rekstrarhagnað upp á 680 milljónir króna. „Einhvern veginn hefur þessi gróði gleymst þegar rætt er um hetjulegar björgunaraðgerðir gæslu- manna í Miðjarðarhafinu. Það ætti að huga að honum þegar menn deila myndum af sjóreknum líkum barna. Það ætti að ræða þessar fjárhæð- ir í samhengi við þá mannúð sem stjórnvöld opinbera við ákvörðun um sýrlenskan flóttamannakvóta. Eða erum við sem þjóð bara sátt við að græða á eymdinni?“ spyr Kristinn á Facebook-síðu sinni. En þótt það standi á íslenskum stjórnvöldum þá er allt annað uppi á teningnum hjá íbúum landsins sem nú flykkjast inn í umræddan hóp á Facebook og bjóða allt frá íbúðum yfir í föt og uppihald. n Kristinn Hrafns- son„Erum við sem þjóð bara sátt við að græða á eymdinni?“ spurði Kristinn á Face- book-síðu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.