Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 25
10 sóknarmenn
sem gætu
bjargað
arsenal
Gonzalo Higuain
Aldur: 27 ára Félag: Napoli Líkur: 5/10
Orðrómur var á kreiki í
sumar að Napoli hefði
hafnað 43,3 milljóna
punda tilboði
Arsenal í argentínska
landsliðsmanninn.
Arsene Wenger hefur
að vísu tekið fyrir að
tilboð hafi verið lagt fram.
Í þeirri framherjakrísu sem
Arsenal virðist vera í gæti Wenger snúið sér
að Higuain sem er mikill markaskorari. Það
er þó ljóst að engin skiptimynt dugar til að
landa þessum stórlaxi.
Edinson Cavani
Aldur: 28 ára Félag: PSG Líkur: 7/10
Cavani hefur reglulega
verið orðaður við
Arsenal og það ekki að
ástæðulausu. Cavani
er frábær framherji en
hefur þurft að standa
í skugganum af Zlatan
Ibrahimovic. Cavani
skoraði 31 mark á síðustu
leiktíð og 25 mörk á leiktíðinni
þar á undan með Parísarliðinu. Þá hefur
hann skorað 27 mörk fyrir landslið Úrúgvæ.
Tilboð upp á 30–40 milljónir punda gæti
nægt til að landa þessum öfluga leikmanni.
Saido Berahino
Aldur: 22 ára Félag: WBA Líkur: 3/10
Saido Berahino er í hópi
efnilegustu framherja
Englendinga og hann ku
vilja reyna fyrir sér hjá
stærra félagi. Beiðni
hans um að vera seld-
ur frá WBA var hafnað
á dögunum en þessi 22
ára leikmaður fór fram
á það eftir að Tottenham
fór að sýna honum áhuga.
Líkurnar á að Arsenal reyni að klófesta
leikmanninn eru ekki ýkja miklar enda er
Wenger sagður vilja fá reynslumeiri mann
í framlínuna. Ólíklegri hlutir hafa þó gerst
hjá Arsenal.
Mario Götze
Aldur: 23 ára Félag: FC
Bayern Líkur: 4/10
Götze er kannski ekki hrein-
ræktaður framherji en hefur
þó oft spilað í hinni svokölluðu
„false-9“ stöðu hjá Bayern með
ágætum árangri. Samkeppnin um stöður
í Bayern-liðinu er mikil og Götze hefur
verið orðaður við önnur félög, þar á meðal
Arsenal. Götze kæmi með aukinn sköpunar-
kraft í Arsenal-liðið sem ætti að skila sér í
fleiri mörkum ef allt er eðlilegt.
Thomas Muller
Aldur: 25 ára Félag: FC Bayern Líkur: 3/10
Thomas Muller var á
dögunum orðaður við
Manchester United
en forsvarsmenn
Bayern hafa þver-
tekið fyrir það að
leikmaðurinn verði
seldur til Manchester
United. Eins og dæmin
hafa sannað er stað-
reyndin samt sú að allt er falt fyrir rétt verð.
Líklega myndu 50 milljónir punda duga fyrir
þennan ótrúlega lunkna framherja.
Zlatan Ibrahimovic
Aldur: 33 ára Félag: PSG Líkur: 3/10
Zlatan hefur spilað
á Ítalíu, Spáni og
Frakklandi en
aldrei á Englandi.
Forsvarsmenn
Parísarliðsins eru
sagðir opnir fyrir
því að samþykkja
tilboð í kappann,
Zlatan þiggur há laun og
hann á líklega ekki mörg ár eftir á toppnum.
Líklega myndi Arsenal ekki vilja bjóða hon-
um meira en eins árs samning sem Zlatan
myndi að öllum líkindum hafna.
Loic Remy
Aldur: 28 ára Félag: Chelsea Líkur: 5/10
Arsenal þarf ekki
endilega að leita
langt í framherja-
leit sinni. Loic
Remy, leikmaður
Chelsea, virðist ekki
vera framarlega í
goggunarröðinni á
Stamford Bridge og er
hann sem stendur þriðji
kostur í framlínuna á eftir Diego Costa
og Radamel Falcao. Remy er öflugur
markaskorari sem gæti verið góð-
ur – og tiltölulega ódýr – kostur
fyrir Arsenal.
Papiss Cisse
Aldur: 30 ára Félag: Newcastle Líkur: 3/10
Papiss Cisse er
nokkuð vanmetinn
leikmaður sem
gæti reynst
góð skamm-
tímalausn fyrir
Arsenal. Hann er
ekki lengur fyrsti
kostur í framlínu
Newcastle-liðsins þrátt
fyrir að skora alltaf sinn skerf af mörkum.
Hann sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð með
Newcastle og skoraði 11 mörk í 22 leikjum á
þeirri síðustu þó að meiðsli hafi sett strik í
reikninginn.
P.E. Aubameyang
Aldur: 26 ára Félag: B. Dortmund Líkur: 1/10
Talið er að Arsenal hafi
lengi haft augastað á
Aubameyang, eða allt
síðan hann sló í gegn
hjá Saint-Etienne í
Frakklandi tímabilið
2012/13. Sumarið
2013 fór þessi skotfljóti
leikmaður til Dortmund
þar sem hann hefur skorað 48
mörk í 100 leikjum, þar af 6 mörk í 6 leikjum á
þessu tímabili. Því miður fyrir Arsenal skrifaði
Aubameyang nýlega undir nýjan samning við
Dortmund-liðið og virðist ekkert fararsnið
vera á þessum öfluga leikmanni frá Gabon.
Olivier Giroud
Aldur: 28 Félag: Arsenal Líkur: 8/10
Síðasti kosturinn og
sá líklegasti fyrir
Arsenal í þessari
upptalningu er
að halda sig við
þá leikmenn sem
liðið hefur. Olivier
Giroud er í dag fyrsti
kostur í fremstu víglínu
hjá Arsenal. Frakkinn hefur
staðið sig ágætlega en stundum mátt þola
sinn skerf af gagnrýni fyrir að fara illa með fær-
in. Liðið þarf að fá framherja sem getur breytt
leikjum og unnið þá upp á eigin spýtur. Olivier
Giroud er því miður ekki þannig leikmaður.
Arsenal hefur farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni og aðeins skorað
þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Það má því jafnvel búast við fjöri á
Emirates í dag, þriðjudag, en sem kunnugt er verður lokað fyrir félagaskipti
í ensku úrvalsdeildinni í dag. Breska blaðið Telegraph tók saman lista yfir
tíu framherja sem Arsenal gæti keypt fyrir lok gluggans eða í janúar.
Nýr 2015 Renault Trafic sendibíll
Eigum á lager vel útbúna bíla
Aukabúnaður: Hliðarhurðir á báðum
hliðum - Bakkskynjari - Hraðastillir - Handfrjáls
búnaður fyrir síma - Loftkæling - USB tengi
- flottara Stereo - Plata í botni - skilrúm með
glugga - Gluggar í afturhurðum
Okkar verð 3.396 þús
á stuttum bíl án vsk.
Vikublað 1.–3. september 2015 Sport 21