Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 1.–3. september 20152 Gæludýr - Kynningarblað
Skemmtilegur vettvangur fyrir gæludýraeigendur
G
æludýr.is er sérverslun
með gæludýravörur og
fagnar nú í október fimm
ára afmælinu sínu. Gælu-
dýr.is rekur verslan-
ir á Smáratorgi og Korputorgi en
einnig er rekin stór vefverslun.
Markmið fyrirtækisins er að leggja
kapp á að bjóða hagstætt verð til
viðskiptavina sinna og er traust,
hagkvæmni og þjónusta gildin
sem ávallt eru höfð að leiðarljósi.
Fyrirtækið leggur mikinn metnað í
starf sitt og hefur ætíð unnið náið
með Dýrahjálp, hundaræktunar-
félögum og öðrum sem láta vel-
ferð dýra sig varða. Hjá Gæludýr.is
eru öll dýr alltaf velkomin.
Hágæðavörur
í úrvali
Hjá Gæludýr.is
færð þú gæða-
vörur í miklu
úrvali. Hægt er
að fá fjölbreytt
fóður fyrir alls
konar gælu-
dýr, stór og smá
á öllum aldri.
Fæðubótarefni
og vítamín eru
einnig í úrvali
sem og bein, kex
og nammi þegar
gera á vel við
dýrin. Einnig má
finna nauðsyn-
legar vörur eins
og kattasand og kassa, búr, ólar
og beisli svo og leikföng og þjálf-
unarvörur. Á Smáratorgi er stór
fiskadeild sem geymir fjölbreytta,
fallega og litríka fiska. Miðviku-
dagar eru fiskadagar og þá er
20% afsláttur af fiskum og lifandi
plöntum.
Hundasnyrtisofa og
hundaleikskóli
Í versluninni á Smáratorgi er
líka rekin hundasnyrtistofa fyrir
bæði sýningar- og heimilishunda.
Hundasnyrtistofan er í huggulegu
og rólegu umhverfi þar sem fag-
menn fara mjúkum höndum um
hundana og baða þá, klippa, blása
og greiða. Snyrtistofan er
opin alla virka daga milli
9.00–17.00 og er hægt að
panta tíma í síma 842-
5600. Þriðjudagar eru
sérstakir baðdagar á Smáratorgi en
þá geta hundaeigendur komið án
þess að eiga bókaðan tíma og boð-
ið hundunum sínum upp á dekur,
bað og blástur á aðeins 2.900 krón-
ur. Á Korputorgi er hundaleikskóli
sem er opinn milli 7.30 og 16.30
virka daga. Þangað geta hunda-
eigendur komið með hundana
sína og leyft þeim að slaka á eða
leika sér í skemmtilegu og líflegu
umhverfi meðan þeir sinna störf-
um og erindum. Gott er að bóka
tíma daginn áður því leikskólinn
er mjög vinsæll og oft ekki all-
ir sem komast að. Símanúmerið í
hundaleikskólanum er 659-8043.
Fóður í áskrift
Auk þess að bjóða viðskiptavinum
sínum upp á fría heimsendingu á
höfuðborgarsvæðinu og á Akur-
eyri er einnig boðið upp á fóður í
áskrift. Fóður í áskrift er hugsað
fyrir þá sem vilja spara sér sporin
og fyrirhöfn við svokölluð vana-
kaup. Vanakaup geta verið allt frá
fóðri fyrir gæludýrin í kattasand,
vítamín, bætiefni eða hvað sem
gæludýrið þarfnast með reglulegu
millibili. Það er einfalt og þægilegt
að skrá sig í áskrift og hver sending
er afgreidd sem sérstök pöntun sem
þýðir að aðeins er greitt fyrir hverja
pöntun fyrir sig en ekki óafgreidd-
ar pantanir fram í tímann. Þannig
er auðvelt að velja greiðsluleið sem
hentar hverju sinni og eins breyta
eða hætta við pöntun. Viðskipta-
vinurinn velur hvaða dag hann vill
fá vörurnar sendar og svo eru þær
keyrðar heim að dyrum virka daga
milli 17.00–21.00.
Spurðu dýralækninn
Á vefsíðu Gæludýr.is er að finna
stóran upplýsingabrunn um allt
sem viðkemur gæludýrahaldi og
umönnun. Á síðunni er að finna
fróðleik um hunda, ketti, nagdýr,
fugla og fiska og er síðan kjörinn
vettvangur fyrir gæludýraeigendur
og tilvonandi gæludýraeigendur
sem leita svara við spurningum
sínum. Ef spurningum um gælu-
dýrið er enn ósvarað þá má skilja
eftir skilaboð til dýralæknis sem
svarar eins skjótt og auðið er.
Verslanir Gæludýr.is eru á
Smáratorgi og Korputorgi og eru
opnar virka daga frá 11.00–18.30,
laugardaga frá 11.00–18.00 og
sunnudaga frá 12.00–18.00. Vef-
verslunina er að finna á slóðinni
www.gaeludyr.is og er hún auð-
vitað opin allan sólarhringinn en
keyrt er út alla virka daga á höfuð-
borgarsvæðinu og á miðvikudög-
um á Akureyri. Viðskiptavinir eru
einnig hvattir til að nýta þjónustu-
símann, 773-888, sem er opinn frá
8.30–18.30 virka daga. n
Allt fyrir gæludýrin
Ingibjörg Salóme
Sigurðardóttir Fram-
kvæmdastjóri Gæludýr.is
Mynd ÞorMar VIgnIr gunnarSSon