Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir
A
rion banki bauð völdum
viðskiptavinum í þrjár lax-
veiðiferðir í sumar og voru
farnar fleiri slíkar boðs-
ferðir nú en í fyrra. Hjá Ís-
landsbanka var farið í eina veiðiferð
með viðskiptavinum auk þess sem
nokkrum viðskiptavinum verður
boðið utan á knattspyrnuleik. Engar
boðsferðir voru eða eru fyrir hugaðar
á vegum Landsbankans. Þeir bankar
sem bjóða viðskiptavinum sínum
í ferðir segja að áhersla sé lögð á að
hófs sé gætt og er íburður þeirra allt
annar og minni en hann var á árun-
um fyrir hrun þegar milljörðum var
veitt í risnu.
Ferðum fjölgar
Í svari Arion banka við fyrirspurn DV
segir að bankinn telji almennt ekki
rétt að upplýsa um samskipti sín við
viðskiptavini. Hins vegar hafi áður
verið veittar upplýsingar um fjölda
veiðiferða vegna mikils áhuga fjöl-
miðla á efninu. „Í ár voru farnar þrjár
slíkar ferðir en fjöldi stanga var jafn
mikill og í fyrra þegar farnar voru tvær
ferðir,“ segir í svari Haraldar Guðna
Eiðssonar, forstöðumanns sam-
skiptasviðs bankans. Ekki er gefið upp
hvert var farið í veiði eða hver fjöldi
stanga var. Sem kunnugt er á íslenska
ríkið 13 prósenta hlut í Arion banka í
gegnum Bankasýslu ríkisins á meðan
kröfuhafar Kaupþings eiga rest. Arion
banki er því aðeins að litlu leyti í eigu
íslenska ríkisins og skattborgara.
Veiði- og fótboltaferðir
Íslandsbanki upplýsir í svari sínu að
farið hafi verið í eina veiðiferð með
viðskiptavini bankans í ár en að ein
ferð sé fyrirhuguð á knattspyrnuleik
erlendis.
„Íslandsbanki gætir hófs í boðs-
ferðum og hefur sett sér skýrar
verklagsreglur um viðskiptatengsl.
Regluvörður bankans tryggir að
þeim sé framfylgt. Í ár var farið í
eina veiðiferð með viðskiptavini.
Nokkrum viðskiptavinum verður
boðið erlendis á knattspyrnuleik.
Aðrar ferðir eru ekki fyrirhugaðar,“
segir Edda Hermannsdóttir, sam-
skiptastjóri Íslandsbanka. Ekki fæst
gefið upp hvaða knattspyrnuleik
er um að ræða. Bankinn er í
meirihlutaeigu Glitnis banka hf.
sem fer með 95 prósent af hlutafé í
gegnum dótturfélög sín fyrir hönd
kröfuhafa. Íslenska ríkið á síðan 5
prósent í gegnum Bankasýslu ríkis-
ins.
Ríkisbankinn býður ekki
Kristján Kristjánsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsbankans, segir að
fyrir spurn DV sé fljótsvarað. „Bank-
inn býður ekki eða hefur boðið í
boðsferðir hérlendis eða erlendis á
þessu ári, hvorki til veiða né í öðrum
erindagjörðum.“ Íslenska ríkið á um
98 prósent í Landsbankanum sem
fyrir hrun var leiðandi í peninga-
útlátum til hvers kyns boðsferða.
Ríkis bankinn heldur hins vegar að
sér höndunum nú og býður ekki í
veiði frekar en í fyrra.
Boðsferðir gagnrýndar
Íburðarmiklar boðsferðir bankanna
voru algengar á árunum fyrir hrun
en þær sættu síðar gagnrýni á árun-
um eftir það, meðal annars í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis. Þar
er ein birtingarmynd óhófsins í
góðærinu sögð vera þessar boðs-
ferðir til handa völdum viðskipta-
vinum og viðvera fulltrúa lífeyris-
sjóðanna gagnrýnd. Í skýrslunni
segir: „Í gögnum Kaupþings um lax-
veiðiferðir kemur fram að fulltrú-
um lífeyrissjóða hefur verið boðið
í nokkrar ferðir. Þá fóru lykilstjórn-
endur með viðskiptavinum sínum
í fjölmörgum ferðum yfir sumarið í
ýmsar af bestu laxveiðiám landsins.“
Auðvelt að eyða 200.000 á dag
Samkvæmt upplýsingum DV getur
stöngin í góðri laxveiðiá kostað
hundrað þúsund krónur á dag.
Oft eru tveir menn um eina stöng
þannig að sá kostnaður deilist nið-
ur á þá. Ef gisting með fæði er tekin
með í reikninginn getur það kostað
30 þúsund krónur á mann á dag. Al-
gengt er að ráðinn sé leiðsögumað-
ur sem tekið getur 40 þúsund krón-
ur fyrir verkið. Út frá þessum tölum
má því áætla að kostnaðurinn fyrir
tvo, með eina stöng, í ágætri veiðiá
og öllum pakkanum geti numið um
200 þúsund krónum á dag.
Hófst á ný í fyrra
DV fjallaði um boðsferðir bank-
anna fyrir rúmu ári þar sem fram
kom að Arion banki hefði boð-
ið völdum viðskiptavinum sínum í
tvígang í laxveiði í fyrrasumar. Það
voru fyrstu laxveiðiboðsferðir bank-
ans frá hruninu 2008. Í svari Arion
banka þá kom fram að fyrirtækið
hefði ákveðið að bjóða viðskiptavin-
um sínum í laxveiði með starfsfólki
til að „styrkja viðskiptasambandið“
við þá. Landsbankinn hafði þá, líkt
og nú, ekki boðið viðskiptavinum né
starfsmönnum sínum í laxveiði. Ís-
landsbanki vildi þá hins vegar ekki
upplýsa um boðsferðir og var eini
bankinn sem bar því við að um væri
að ræða trúnaðarmál sem tengdust
viðskiptatengslum bankans.
DV greindi einnig frá því í ágúst
í fyrra að olíufélagið N1, sem er í
meirihlutaeigu íslenskra lífeyris-
sjóða, byði völdum viðskiptavin-
um sínum í tvær boðsferðir það
sumarið. Tilefni fréttaflutningsins
um boðsferðirnar voru sögusagnir,
sem síðan voru staðfestar, að boðs-
ferðir stórfyrirtækja og banka væru
að vakna úr dvala í kjölfar hruns-
ins. Svo virðist sem stóru bankarnir
gangi þó hægt um gleðinnar dyr. n
Margnota augnhitapoki
Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu
millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu
(Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris,
augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum
Augnhvilan
Augnhvílan er auðveld í notkun og
vermir í 10 mínútur í hvert sinn.
Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur
í örbylgjuofni og lögð yfir augun.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Bankar Bjóða
í laxveiði á ný
n Valdir viðskiptavinir fá glaðning n Fiskur og fótbolti í boði banka
Milljarðar í risnu
Birtingarmynd óhófs samkvæmt skýrslunni
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekinn saman risnu
kostnaður stóru bankanna þriggja á árunum 2004 til 2008.
Er kostnaðurinn sundurliðaður eftir hinum ýmsu viðburðum
en ef boðsferðir og veiði eru sérstaklega tekin út í þeirri
sundurliðun má sjá að Landsbankinn var stórtækastur fyrir
hrun.
Bankinn varði rúmlega 1.100 milljónum króna í boðsferðir
og veiði á tímabilinu. Kaupþing 267 milljónum og Glitnir tæp
lega 233 milljónum. Þó er tekið fram í skýrslunni að ekki sé
öruggt að um heildarkostnað sé að ræða, þar sem gögn frá Glitni hafi verið „ófullkomin.“
Ef allur risnukostnaður stóru bankanna þriggja á tímabilinu er tekinn saman sést að
þeir vörðu rúmum þremur milljörðum króna í boðsferðir, gestamóttöku, veiði, íþrótta
viðburði, gjafir og ýmislegt annað.
Sagður hafa
svikið 18 milljón-
ir undan skatti
Sérstakur saksóknari hefur ákært
matreiðslu- og sjónvarpsmann-
inn Völund Snæ Völundarson fyr-
ir meiri háttar brot gegn skatta-
lögum en málið verður þingfest
í Héraðsdómi Reykjavíkur á
fimmtudag.
Upphæðin í ákærunni nem-
ur tæpum 18 milljónum króna
en Völundi Snæ er gefið að sök
að hafa, sem daglegur stjórnandi
og stjórnarmaður einkahlutafé-
lagsins VH fjárfesting, ekki stað-
ið skil á virðisaukaskatt skýrslu
á lögmæltum tíma fyrir upp-
gjörstímabilið nóvember til des-
ember rekstrarárið 2013.
Þá er hann ákærður fyrir að
hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu
opinberra gjalda vegna greiðslu-
tímabilsins ágúst, september,
október og desember rekstrarár-
ið 2013 en upphæðin nemur 13
milljónum króna.
Völundur Snær er einnig ásak-
aður um að hafa ekki staðið skil
á virðisaukaskatti árið 2013 en sú
upphæð nemur 4,5 milljón króna.
Hjólaði á bifreið
Nokkuð var um umferðaróhöpp
í umdæmi lögreglunnar á
Suðurnesjum um helgina. Í dag-
bók lögreglu kemur fram að karl-
maður sem hjólaði yfir götu hafi
ekki tekið eftir bifreið sem ekið
var eftir götunni og hjólað á hana.
Hann fann til verkja eftir óhappið
og var fluttur með sjúkrabifreið á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Annar ökumaður missti stjórn á
bifreið sinni sem hafnaði á ljósa-
staur. Fjarlægja varð bifreiðina
með dráttarbifreið. Þá var bifreið
ekið í veg fyrir aðra á gatnamót-
um Reykjanesbrautar og Stekks.
Ökumenn sluppu ómeiddir.
Vikublað 1.–3. september 2015