Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 36
Vikublað 1.–3. september 201532 Fólk
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
„Þetta fer að verða gott“
Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er komin átta mánuði á leið
É
g hef það fínt en þetta fer að
verða gott,“ segir leikkonan
Halla Vilhjálmsdóttir Koppel
sem er gengin átta mánuði
með sitt fyrsta barn. Halla,
sem býr í London ásamt nýbökuð-
um eiginmanni sínum, var stödd
hér á landi nýlega en er nú farin aft-
ur út. Hún segist hafa fengið leyfi
hjá lækni til að fljúga. „Ég fór í són-
ar daginn áður en ég kom og þá var
ekkert því til fyrirstöðu. En þegar ég
kem heim set ég í bakkgír. Maður
má ekki keyra sig alveg út.“
Kvíðir fæðingunni
Halla, sem ætlar að eiga barnið í
London, viðurkennir að kvíða örlítið
komandi átökum. „Ég ætla að reyna
að gera þetta á sem öruggastan
hátt. Ég fór um daginn í svona túr
um spítalann, sem er mjög stór og
með alls konar neyðardeildum. Mér
leið aðeins betur eftir að hafa séð
það. Þarna eru líka vatnsböð, ljós,
jógamúsík og hitt og þetta en maður
er ekkert að planleggja eitthvað sem
maður veit svo ekkert hvernig fer. Ég
ætla bara að sjá hvernig mér líður
og hvernig stemmingin verður í stað
þess að vera búin að gera skriflegt
plan sem gengur svo kannski ekk-
ert eftir.“
Lúlla litla
Halla og eiginmaður hennar, Harry,
eiga von á stelpu. „Það er heljar
brussa á leiðinni, Louisa litla. Við
köllum hana Lúllu litlu. Það kom
ekkert annað en mömmunafn til
greina. Einhvern veginn verður
maður að fá konuna til að koma og
passa.“
Vantar vöggu
Hún viðurkennir að þau hjónin
bíði erfingjans með mikilli eftir-
væntingu. „Núna er spennan í há-
marki. Það snýst allt um þetta. Það
er samt enn ýmislegt sem við eigum
eftir að kaupa, til dæmis vagga, bað
og einhverjar slíkar nauðsynjar sem
ég geri mér ekki grein fyrir að ég
þurfi. Ég þyrfti eiginlega að fá lista
yfir þetta allt saman. Annars er karl-
inn minn mjög duglegur, stúderar
kerrur eins og sportbíla og hjólar í
málin. Nú fer þetta að skella á og við
erum svo tilbúin. Burtséð frá að
við erum ekki komin með vöggu,“
segir hún brosandi að lokum. n
Verðandi foreldrar Halla og Harry
gengu í það heilaga í desember.
„Annars er
karlinn minn
mjög duglegur,
stúderar kerrur
eins og sportbíla
og hjólar í málin.
Hæfileikarík Halla
starfar sem leikkona,
söngkona, dansari og
fyrirsæta.
Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson
indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Sonur Snorra og Heiðu fæddist fyrir tímann
V
ið höfum það bara nokkuð
gott. Þetta er allt á uppleið,“
segir tónlistarmaðurinn
Snorri Snorrason en hann og
Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt
sem söngkonan Heiða, eignuðust
son á dögunum eftir aðeins 33. vikna
meðgöngu.
Sá stutti var tíu merkur og bragg-
ast vel að sögn Snorra. „Hann var bara
nokkuð stór. Hann er ótrúlega dugleg-
ur. Þetta hefur gengið vonum framan,“
segir Snorri sem er nú orðinn fjögurra
barna faðir en sá litli er fyrsta barn
Heiðu. „Tvíburarnir mínir fæddust
líka fyrir tímann og voru í raun mun
verr staddir en þessi. Maður hefur því
kynnst þessu áður. Þeir urðu að vera
á vökudeild í þrjá mánuði og voru
ekki nema fimm og hálf og sex merk-
ur. Þessi er helmingi stærri og er strax
laus úr hitakassa.“ Snorri segir með-
gönguna hafa gengið vel. „Þetta gerð-
ist allt hratt. Hún fór bara af stað og
hann var fæddur tveimur tímum síð-
ar. Sem betur fer náðum við á sjúkra-
húsið og vorum alltaf í góðum hönd-
um. Hann hefur bara greinilega verið
að flýta sér í heiminn, drengurinn,“
segir Snorri sem er á fullu að undir-
búa heimkomu mæðginanna. „Ég veit
ekki hvenær hann fær að fara heim
en við vorum ekki búin að græja allt.
Við vorum aðeins byrjuð en það bjóst
enginn við þessu. Nú fer maður bara á
fullt í það,“ segir Snorri og er rokinn af
stað í ungbarnadótsleiðangur. n
indiana@dv.is
Flottur strákur Snorri á nú fjóra flotta
stráka. Mynd Úr einKasaFni
„Nú fer maður
bara á fullt“
Hamingja Litli
sonur Heiðu og
Snorra kom í
heiminn á 33.
viku.