Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
minni mönnum stóð ógn af. Næst afhenti Gestur sína ull og
slapp hann sömuleiðis við frádrátt af ullinni með staðfastri
neitun. Fór hann svo einnig sína leið. Þá var komið að ung-
lingnum Hjörleifi, en þá hundsaði kaupmaðurinn öll mótmæli
og dró af ullinni eins og honum líkaði. Fullum fimmtíu árum
síðar, er Hjörleifur sagði þeim sem þennan þátt tekur saman,
þessa sögu, mátti glöggt finna sárindi hans yfir samstöðuleys-
inu í þessum litla hópi, þar sem þeir sem meira máttu sín fóru
sína leið og unglingurinn varð því einn að glíma við óbilgirn-
ina og bíða lægri hlut. Hvort þetta atvik varð til þess að vekja
áhuga hans á samstöðu og samvinnu skal ósagt látið, en hitt er
víst að sem ungur maður, fullþroska, hvetur hann æskufólkið
mjög til samvinnu og samstöðu í baráttunni fyrir framförum
og betra lífi og réttlátari skiptum. Það er vart tilviljun að fyrsta
Ijóðið í bók hans Mér léttir fyrir brjósti hvetur til samstöðu æsk-
unnar. „Hvöt“ er fyrsta ljóðið, flutt á ungmennasamkomu, og
fylgir það síðar í þætti þessum.
Hjörleifi Jónssyni er svo lýst, í Skagfirskum ceviskrám 1910-
1950, III, bls. 149: „Hjörleifur var ekki ýkjahár vexti, ennis-
breiður og höfuðstór með smá, lífmikil augu og rauðlitað al-
skegg, er varð hæruskotið með aldrinum og breiddist yfir
bringuna. Hann var sonur dalsins og dvaldist í faðmi hans,
meðan þrek og heilsa leyfðu, en hlaut þó að vera mörg síðustu
árin á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og dó þar. Hann var jarðaður
á Silfrastöðum að viðstöddu fjölmenni.“
Hjörleifur Jónsson var harðvítugur léttleika- og kjarkmaður
sem æðraðist lítt þótt á móti blési. Hann var sundmaður all-
góður sem verið hafði Jón faðir hans. Var næsta fátítt á þessum
árum fyrir og eftir 1900 að menn lærðu sund. Föður sínum
líktist hann og um veiðimennsku. Skaut rjúpur bæði heima og
í Hamraheiði og nágrenni Sölvaness, en þaðan mun hann hafa
gengið til veiðanna. Klettamaður var hann svo orð fór af. Ólaf-
ur Bjarnason frá Stafni í Svartárdal orti vísur um flesta bændur
í framanverðum Akrahreppi. Um Hjörleif kvað hann:
10