Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 145
GOÐDÆLA
Þessi hömrum girta dalskvompa er aðeins um 20 km frá Hofs-
jökli, eins og fyrr greinir. Hann kann að hafa skriðið fram,
verið fjarlægari fyrir 1000—1100 árum. Það er samt að vonum,
að ótrúlegt þyki, að hér hafi verið búið að staðaldri í fyrnd-
inni. Ymislegt bendir til þess, að svo hafi verið. Ekki tjóir að
einblína á aðstæður á seinni tímum, er meta skal landgæði á
Hofsafrétt og búnaðarviðhorf í árdaga Islands byggðar. Skinin
og kræklótt trjárengla hér og þar og vænn rofahnaus gróinn í
kolli er til vitnis um forna gróðursæld. I eldfjalla- og jarð-
skjálftalandi verða miklar breytingar á skemmri tíma en þús-
und árum. Bústaðavali hafa trúlega ekki eingöngu ráðið land-
gæði fyrr á tíð, heldur og náttúrufegurð eða náttúrutöfrar og
sitthvað fleira. Það er eitthvað, sem seiðir og heillar inni á
öræfum. Svo hefur mörgum farið, sem lagt hafa leið inn í botn
Vesturdals. Aður en lengra er haldið mannvistarsögunni, þykir
hlýða að fara nokkrum orðum um gróðurvinjar á Hofsafrétt og
matarholur þar, en þær eru margar.
Fyrst má geta þess, að niður undan Þorljótsstöðum falla
margir lækir í Hofsá. Bætist henni þar mikið vatnsmagn. „Þar,
sem þeir falla ofan í gilið, myndast bergvatnsós eða síki. Þar
var stundum fullt af silungi, svo að ausa mátti upp í ílátum.
Var þar drjúga björg að fá fyrir Þorljótsstaðabónda og þá aðra,
sem gátu sinnt þeirri veiði.“76
Lax og silungur gengur alla leið upp undir Runufoss, sem er
spölkorn norðan við Klaustur. A afréttinni eru allmörg stöðu-
vötn. Sum hafa verið og eru enn, fiskauðug. Eitt er Reyðarvatn
(Reyðarvötn). Nafnið segir það, sem segja þarf um veiðisæld.
Önnur veiðistöð heitir Asbjarnarvötn. Mætti svo lengur telja.
— Fuglatekja mun og hafa reynzt arðsöm.
Það skýtur skökku við, er síra Jón Benediktsson segir í lýs-
ingu Goðdalasóknar: „Hlunnindi eru slétt engin með nokkurt
slag, en kræki- og bláber spretta víðast í góðum grasárum, og
getur þó ekki talizt af þeim stór búbætir. Annars er spóna-
matur kryddaður með berjum, margra lostæti.“77
143