Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
Sagan geymir fátt eitt um búskaparlag og fjárhöld hinna
fornu Goðdæla og þeirra, er síðar byggðu Vesturdal. Það er
fyrst á ofanverðri 19. öld að svolítið fer að rofa til í því efni.
Hér verður gripið ofan í frásagnir Hjálmars Þorlákssonar, er
fyrr bjó að Þorljótsstöðum, og áður er til sögu nefndur. Kuldar
voru óvenju miklir veturinn 1880—1881. Hann var kallaður
ýmsum nöfnum, svo sem frostaveturinn mikli, grimmi vetur,
klaki. Þann vetur mældist frost nálega 40 stig á Celcius.
Haustið 1880 vantaði af fjalli 10—20 sauði frá bæjum í Vestur-
dal, þar á meðal frá Hofi:
Þá bjó á Hofi móðir mín, Þórey Bjarnadóttir, ekkja. Hjá
henni var bróðir hennar, Hannes. Hann gekk á beitar-
hús, um klukkutíma gang frá Hofi. ... Um haustið var
einhver grunur um, að sauðahópur mundi hafa sloppið í
göngum einhvers staðar nálægt Miðhlutardrögum. Eitt-
hvað var leitað um haustið, en án árangurs, enda oft
slæmar aðstæður til leita, þar sem þetta var frostavet-
urinn, og Miðhlutará alla tíma auð.
Síðan getur Hjálmar þess, að Hannes ákvað að fara frá beitar-
húsunum í sauðaleitina. Venja var að fara af stað á beitarhús
fyrir dögun og koma á húsin fyrir sauðlýsing. Bjartviðri var, er
Hannes lagði af stað í leitina á milli jóla og nýárs. Þá var rúm-
lega 20 gráðu frost í byggð, og löng ganga fram á öræfin,
„nálægt því 3ja klukkutíma gangur af Hamarsgerði (svo hétu
beitarhúsin) í Miðhlutardrög, og yfir fjall að fara.“
Hannes komst á ís yfir Miðhlutarkvíslar, eins og hann hafði
vænzt vegna frosthörku, og kom bráðlega auga á sauðina, sem
voru sigraðir eftir nokkurn eltingarleik, og eftir það „voru þeir
öruggir í rásinni.“ Þegar Hannes kom aftur að Miðhlutará,
reyndist hún alauð, „ekki svo mikið sem grunnstingull."
Rokkið var og enginn tími til að reka hópinn langt fram
í drög. Hannes tók því það til ráðs „að reka sauðina í ána,
152