Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 208
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1867 kom fram tillaga á Alþingi íslendinga um að
fræðsia heyrnarlausra barna yrði eftirleiðis á Islandi. I at-
hugasemdum með tillögunni kom fram að þingmönnum þótti
það óæskilegt fyrir börnin að þau lærðu danska tungu í
tengslum við hið svokallaða „bendingamál“13, það var mál
heyrnarlausra:
... af því að þau í átthögum sínum geta mjög svo lítið,
opt jafnvel alls ekki komið dönsku við, og geta ekki í
umgengni við vandamenn sína gjört sig skiljanlega
nema með bendingum, þá hljóti þau að verða eins aum-
lega einstæðingsleg innan um fólkið, sem þau eru með
samvistum, og þó þau hefðu enga menntun öðlazt, og
þar að auki muni þau bráðlega týna niður því, sem þau
kunnu í dönsku og þá um leið þeirri þekkingu, sem þau
hafa öðlazt af henni, í stað þess að þekking þeirra ætti að
fara vaxandi; að öðru leytinu: að í skólanum, þar sem
þeim er kennt, sé allt svo ólíkt því, sem þau áður hafa
vanizt og aptur eiga að hverfa til, að sjálfsagt fá af þeim
muni geta orðið eins ánægð og nýt til sýslunar sinnar,
eins og þau hefðu getað orðið, ef þeim hefði ekki verið
svipt burt úr átthögum sínum; og við þetta bætist loks,
að það gegnir furðu, hversu margir mállausir og heyrn-
arlausir frá Islandi deyja í skólanum, því af þeim 24
Islendingum, sem hafa komið í skólann frá því 1820,
hafa ekki færri en 8 dáið meðan þeir voru þar.14
Markús hóf nám við Heyrnleysingjaskólann 14. september
1863- Ólíkt mörgum öðrum löndum sínum gekk honum vel í
námi. Hann útskrifaðist frá skólanum 21. júlí 1869- Við náms-
lok fékk hann tilboð um að verða nemi í skraddaraiðn. Því til
staðfestingar er eftirfarandi bréf, sem Jón Jónsson bóndi að
13 Mál heyrnarlausra hefur verið í stöðugri þróun. Nú heitir það táknmál.
14 Tíöindi um stjómarmálefni íslands, bls. 463-64.
206