Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 105
FORLÖGIN KALLA
nú vera í Reykjavík. Ég spurði aftur um nafn á götu og númer
á húsi því er hún væri í. „Hún á bara heima í Reykjavík," sagði
sú aldraða, eins og það væri bara eitt hús og ekki vandi að
finna kerlinguna. Við fengum kaffi og ósætt hveitibrauð, hafði
verið látið svo mikið natron í það við bökunina að það var gul-
grænt á lit. Gat ég ekki etið það, og var ég þó ekki matvönd.
En Þorsteinn hafði góða lyst og var ekki í neinum vandræðum
að koma því niður.
Þegar við vorum komin rétt norður fyrir Skinnastaði, riðum
við fram á strák er sat á lötum húðarjálk og lamdi fótastokk-
inn, en jálkurinn lifnaði lítið við það. Samt gat hann hangið á
okkur litla stund og óð elginn. Sagði hann að stúlka á næsta
bæ væri nýbúin að ala barn, sem hún kenndi manni er Jón hét
og væri kallaður andskoti. Fór nú strákur að dragast aftur úr,
því við riðum greitt. Losnuðum við þá við ruglið í honum.
Þegar við komum á Blönduós, voru Eyfirðingarnir þar og
sem fyrr búnir að fá gistingu. Fóru þeir að spjalla við Jón og
Þorstein um framhald ferðarinnar daginn eftir. Kom þeim
saman um að fara Kolhaugafjall, því það væri heppilegra fyrir
Eyfirðingana. Höfðu þeir ákveðið að fara heim til Hóla, og var
þetta þá styttri leið til Sauðárkróks og þaðan beint til Hóla.
Allir voru ókunnugir þessari leið, en ákváðu samt að láta slag
standa, og skyldu þeir hittast er farið yrði upp úr Norðurárdal.
Jón hafði ákveðið hvar við skyldum gista, var það á Neðstabæ í
dalnum hjá Albert Björnssyni, bróður Gísla frá Skíðastöðum.
Leggjum við nú á stað til Norðurárdals. Lentum við í girðing-
um en fundum ekkert hlið, endaði það með því að Þorsteinn
reif niður girðinguna hvar sem við komum að henni. Fundust
mér það ljótar aðfarir.
Alltaf rigndi og nú voru ekki einu sinni skúraskil. Riðum
við áfram uns við komum á hlaðið á Neðstabæ, þar voru senni-
lega allir sofnaðir og engin hreyfing sjáanleg. Fórum við af
baki. Var nú barið að dyrum, en enginn kom til dyra. Klifraði
Jón þá upp á bæjarvegginn og bankaði á lítinn glugga er var á
103