Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 35
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
Hrólfs, alveg einstök óþekktarskepna, og þegar Hrólfur náði
Fjallabotnu þá hábatt hann hana. Það er í eina skiptið sem ég
hef séð hábundið. Það var gert þannig að hann batt snæri utan
um lærið á henni, rétt ofan við konungsnefið, helvíti fast svo-
leiðis að hún gat ekki notað þann afturfót, hélt honun jafnvel
uppi eða allavega var hún draghölt á honum. Hann hábatt
Fjallabotnu í öryggisskyni til að við misstum hana ekki. En
mér fannst þetta svolítið glannalegt því ef við misstum hana
þrátt fyrir hábindinguna þá yrði það ennþá verra. Svo rekum
við þessar kindur út að Hvítá nema lömbin tvö sitja eftir uppí
fjallsbrún, þessi sem höfðu farið í sjálfhelduna, en hinar kind-
urnar rekum við út að Hvítá og út fyrir Hvítá, en þá er hestur-
inn eftir. Þá bættist hesturinn í hópinn. Þó að við gætum eigrað
hestinum áfram svona á venjulegu landi, þá var hann alveg
óskaplega óburðugur þegar við komum í grjót. Og yfir Hvítá
þá urðum við að taka saman höndum undir kviðinn á honum
og hreinlega bera hann yfir Hvítá. Á þessu sést hvað hesturinn
var orðinn magur. Eins höfðum við það yfir Tinná, gátum
eigrað honum samt svona áfram alla leið út í Ábæ og kindun-
um líka. En bæði yfir Tinná og Ábæjará bárum við hann
svona. Bara með því að halda höndunum saman undir kviðinn
á honum. Það var alveg vonlaust að hann fengist til að ganga
þar sem árnar voru, fyrst og fremst vegna þess að hann var svo
hóflaus, hann var genginn upp í kviku. Svo fórum við heim
með þessar kindur. Svo nokkru seinna fórum við frameftir að
sækja lömbin sem voru í sjálfheldu. Þá bættust í hópinn Jó-
hannes heitinn á Merkigili og Kristján sonur Hrólfs, fórum
fjórir saman. Þá kom það í minn hlut að fara í bandi niður til
lambanna. Mér þótti það svolítið ömurlegt, bjart nokkuð uppi
en þoka niðri. Maður sá svona ofan í þokuna og þar voru hrafn-
ar að krunka niðri í þokunni. Eg man að Jóhannes heitinn á
Merkigili var þybbinn klettamaður og hann fór svona lengst
niður, hinir, þeir feðgar, héldu í bandið uppi á fjallsbrún en Jó-
hannes var svona dálítið neðar. Og ég man að þegar ég kom
3 Skagfirðingabók
33