Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 6

Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 6
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þó að enn sé skráður búrekstur á 37 af 45 lögbýlum í Vopnafirði samkvæmt upplýsingum frá hreppnum, segja staðkunnugir að einungis sé fullur búrekstur á um tíu bújörðum. Þetta má að mestu leyti rekja til kaupa á fjölda jarða sem eiga veiðirétt að Selá, Hofsá, Sunnudalsá og Vesturdalsá auk þess sem margir bændur hafa minnkað umsvif sín mikið og látið rentur af laxveiðiánum duga að hluta eða öllu leyti. Ekki bjartsýnn á búrekstur Bræðurnir Björn og Gauti Hall- dórssynir ásamt Halldóru Andrés- dóttur eru með stærsta búið á svæðinu en þau eru með nautgripa- rækt, mjólkurbú, sauðfjár- og minkarækt í Engihlíð og Vatns- dalsgerði. „Ég er ekkert sérstak- lega bjartsýnn á að búrekstur verði á jörðum hér í kring í framtíðinni,“ segir Björn, spurður um horfur í landbúnaði í Vopnafirði. Að mati hans er sorglegt að eins gott land til matvælaframleiðslu og er í Vopnafirði sé ekki nýtt til landbúnaðar. „Þessi þróun er ekki bara einhverjum kaupum auð- manna á jörðum að kenna. Það er mun auðveldara líf að lifa af veiði- tekjunum og á mörgum jörðum er sáralítill hvati til að sinna stórum búskap. Eins gerist það eðlilega að fullorðið fólk situr á jörðunum þó að það bregði búi því það hefur örugga framfærslu af veiðinni,“ segir Björn. Þróunin verið hröð Í Hofsárdal, þar sem Björn stundar búskap, var búið á um 20 jörðum fyrir tíu árum en nú er ein- ungis búrekstur á 12 jörðum á svæðinu. Að sögn Björns er ein- hver rekstur á öllum jörðum en hann er í mörgum tilfellum lítill. Til marks um það er samanlögð velta reksturs búanna Engihlíðar og Vatnsdalsgerðis meiri en hinna búanna til samans. Umræða um kaup auðmanna sem falast eftir veiðiréttindum í laxveiðiánum í Vopnafirði er ekki ný af nálinni. Í Morgunblaðinu var sagt frá því í ágúst 2006 að jarða- kaupmenn væru að safna atkvæða- réttindum í veiðifélögum með jarðakaupum. Nokkra athygli vakti í síðustu viku þegar Austurglugginn sagði frá því að breskur auðjöfur, Jim Ratcliffe, hefði í gegnum félag keypt þrjár jarðir í Vopnafirði í október. Er hann sagður eiga þær í gegnum félög í sinni eigu í Veiði- klúbbnum Streng ehf. sem aftur á átta jarðir í Vopnafirði að hluta eða í heild. Umsvifamestur í kaupum á jörð- um sem liggja að laxveiðiánum er Jóhannes Kristinsson sem hefur fjárfest í ám í Sunnudal, Hofsárdal, Vesturárdal og Selárdal. Er hann m.a. sagður eiga 23 af 70 jörðum í Vopnafirði og m.a. veiðiréttindi í Sunnudalsá að nær öllu leyti. Ekki náðist í Jóhannes við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum hefur Jóhannes gefið bændum tækifæri til að leigja jarðir í hans eigu undir búskap. Raunar hafi hann lagt sig fram um að leigja út jarðir á sanngjörnu verði til að reyna að halda uppi búskap á svæðinu. Björn telur þó að slíkt fyrirkomulag hamli því að hægt sé að byggja upp stórbúskap á svæð- inu. „Það er ekki hægt að byggja neitt upp nema maður eigi það sjálfur. Þú þarft leyfi til að veð- setja til að fjárfesta. Ef þú ætlar að koma upp einhverjum alvöru- rekstri þarftu að fjárfesta fyrir tugi eða nokkur hundruð milljónir og það er snúið ef menn eiga ekki jörðina sjálfir,“ segir Björn. Að mati hans hefur að mestu verið sátt í veiðifélögunum um þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Blómatíma búrekstrar lokið  Landbúnaður í Vopnafirði hefur látið á sjá  Telur ekki hægt að kenna jarða- kaupum auðmanna um  Rentur af veiðitekjum letja fólk að stunda stórbúskap Morgunblaðið/Golli Selá Fjárfestar hafa keypt jarðir með veiðiréttindi í Vopnafirði undanfarin ár. Erlendur auðmaður keypti þrjár jarðir, sem hafa veiðiréttindi, í október í gegnum félög í hans eigu. Landbúnaður hefur minnkað til muna á svæðinu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Gísli Ásgeirsson er framkvæmdastjóri Strengs, veiði- félagsins sem sér um sölu veiðileyfa í laxveiðiánum í Vopnafirði auk Hafralónsár í Þistilsfirði. Hann segir að skrif fjölmiðla um kaup Jim Ratcliffe og almenn kaup á jörðum hafi vakið tortryggni hjá sumum. ,,Hann (Jim Ratcliffe) er orðinn félagi í veiðifélaginu og hans mark- mið snúast eins og okkar hinna í kringum áhuga á lax- veiði. Kaupin á þessum jörðum eru ekki svo ábatasöm ef menn eru að velta því fyrir sér. Rentan er tiltölulega lág og þetta er fyrst og fremst spenna um aðkomu að því að byggja þessar ár upp. Það hefur verið unnið með heimamönnum í fullri sátt hingað til,“ segir Gísli. Telur tortryggni gæta KAUPIN EKKI SVO ÁBATASÖM Gísli Ásgeirsson Farið með svarið í ferðalagið Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 • Vegakort • Þéttbýliskort • Ítarlegur hálendiskafli • 24 síðna kortabók • Vegahandbókar App • Þjóðsögur • Heitar laugar o.fl. o.fl. GAGNLEG GJÖF App Snjalltækjaútgáfa (App) fylgir bókinni en í henni er að finna alla þá staði sem eru í bók- inni ásamt þúsundum þjónustuaðila um land allt. Fjöldi kennara í Njarðvíkurskóla, Réttarholtsskóla og Seljaskóla hef- ur dregið uppsagnir sínar til baka undanfarna daga. Þetta staðfestu skólastjórnendur þessara skóla við mbl.is í gær. Um 90 kennarar höfðu sagt starfi sínu lausu áður en samn- inganefnd Félags grunnskólakenn- ara og Sambands íslenskra sveitar- félaga undirrituðu nýjan samning um síðustu mánaðamót, sem sam- þykktur var af félagsmönnum í fyrradag. Meirihluti þeirra 20 kennara sem höfðu sagt upp í Njarðvíkurskóla í síðasta mánuði hefur dregið það til baka. „Staðan hefur breyst mikið og til batnaðar,“ sagði Ásgerður Þor- geirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkur- skóla, í samtali við mbl.is. „Það er þó ekki útséð með það hvort allir kennarar dragi uppsagnir sínar til baka.“ Mismunandi eftir skólum Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, sagði að tólf af þeim 21 sem þar sagði upp störfum hefðu dregið uppsagnir sínar til baka und- anfarna daga. „Talan hjá mér stendur núna í níu,“ sagði hann. Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla, þar sem átta kennarar sögðu upp, sagði sjö hafa dregið það til baka. Í Dalskóla fékkst ekki uppgefið hvort þeir sex kennarar sem þar sögðu upp hefðu dregið það til baka. Enginn þeirra kennara sem sögðu upp í Hóla- brekkuskóla hefur dregið uppsögn sína til baka og ekki náðist í skóla- stjórnendur í Norðlingaskóla þar sem 12 kennarar sögðu upp. annaei@mbl.is Morgunblaðið/Golli Í skóla Nokkur fjöldi kennara hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Kennarar hætta við að hætta  Staðan er breytt, segir skólastjóri Sigurjón Sveinar Jónsson Bláfeld, fyrrverandi loðdýra- ráðunautur og bóndi, lést á heimili sínu í Reykjavík 12. des- ember síðastliðinn. Hann varð 77 ára gamall. Sigurjón fæddist 3. mars 1939 á Vað- stakksheiði á Snæ- fellsnesi. Lengst af starfaði hann sem loðdýraráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, ásamt því að stunda búskap á Ingólfs- hvoli í Ölfusi. Hann starfaði einnig sem yfirdýrahirðir í Húsdýragarð- inum í Reykjavík og við kennslu við Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri. Eiginkona Sigur- jóns var Ragnhildur Valgerður Johns- dóttir. Hún lést árið 2003. Sigurjón eignaðist tvö börn með henni, John Snorra og Kristínu, og stjúp- dóttur, Karen Krist- jánsdóttur. Barna- börnin eru sex. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju fimmtudaginn 22. des- ember klukkan 13. Andlát Sigurjón Bláfeld, fv. loð- dýraræktarráðunautur Hælisleitandinn frá Makedóníu, sem lést af völd- um brunasára eftir að hafa kveikt í sér í hús- næði hælisleit- enda í Víðinesi, er sagður hafa ósk- að eftir hjálp áður en hann veitti sjálfum sér skaða. Gagnrýnt hefur verið að talsverður misbrestur sé á því að hælisleitendur sem hingað koma fái nægilega geðheilbrigðis- þjónustu. Þannig taki t.d. langan tíma að fá þjónustuna eftir að henn- ar er óskað. Fjöldi Makedóníumanna sem sótt hafa um hæli hér á landi hefur stór- aukist síðustu mánuði. Í október sóttu til dæmis 200 manns um hæli og var rúmur helmingur make- dónskir ríkisborgarar. Útlend- ingastofnun hafði afgreitt mál 85 hælisleitenda frá Makedóníu á fyrstu tíu mánuðum ársins. Óskaði eft- ir aðstoð Landspítalinn ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.