Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 11

Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Sex umsækjendur eru um embætti prests í Hjallaprestakalli í Kópa- vogi, sem tilheyrir Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Umsóknar- frestur rann út 9. desember sl. Umsækjendurnir eru í stafrófs- röð; Anna Þóra Paulsdóttir guð- fræðingur, séra Ása Laufey Sæ- mundsdóttir, Bryndís Svavarsdóttir guðfræðingur, séra Fritz Már Berndsen Jörgensson, Karen Lind Ólafsdóttir guðfræðingur og María Gunnarsdóttir guðfræðingur. Kjörnefnd prestakallsins kýs á milli umsækjenda bindandi kosn- ingu. Biskup Íslands skipar í emb- ættið frá 1. janúar nk. til fimm ára í ljósi niðurstöðu kjörnefndar. Sóknarprestur Hjallasóknar er sr. Sigfús Kristjánsson. sisi@mbl.is 6 sóttu um Hjallakirkju Morgunblaðið/Jim Smart Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Eina sjoppan á Þórshöfn á Langa- nesi, Grillskáli N1, brann til kaldra kola í fyrrinótt. Eldur kviknaði í Grillskálanum rétt fyrir klukkan fjögur og ljóst var snemma að ekki væri hægt að bjarga húsinu en það var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn settu sig í töluverða hættu við að forða olíu- tanki og gaskútum af vettvangi en þegar þeir drógu olíutankinn frá húsinu sprungu nokkrir gaskútar inni í því. Slökkviðliðsstarfi var lokið á sjö- unda tímanum í gærmorgun og var húsið vaktað fram eftir degi, rann- sókn á eldsupptökum er í höndum lögreglu. Framkvæmdir hafa verið við Grillskálann og svæðið í kring und- anfarið og meðal annars verið að skipta um olíutanka. Vegna fram- kvæmdanna var stór olíutankur við húsið en slökkviliði tókst að draga hann frá eldinum og kæla. Engin slys urðu á fólki en mikill svartur reykur lá í morgun yfir Þórs- höfn enda milt veður á Langanesi í fyrrinótt. Kapítóla Jónsdóttir hefur rekið skálann ásamt föður sínum, Jóni Stefánssyni, síðustu tvö ár. „Þetta er bara hræðilegt, vægast sagt hræðilegt,“ sagði Kapítóla í samtali við mbl.is í gær. Hún var á vettvangi um nóttina og horfði á Grillskálann verða að rústum einum. Kapítóla segir of snemmt að segja til um hvað taki nú við hjá þeim feðg- inum. Þau séu ekki byrjuð að velta fyrir sér hvort Grillskálinn verði opnaður á nýjum stað eða hvort starfsemi verði til bráðabirgða í ein- hverju öðru húsnæði á Þórshöfn. Þá segir hún enn óljóst hvernig rekstr- arstöðvunin muni snerta þau fjár- hagslega. „Við eigum eftir að skoða það. En allt sem tengist þessu er far- ið. Það er bara þannig.“ Sex manns störfuðu í Grillskálan- um, að þeim feðginum meðtöldum. Um nokkuð stóran vinnustað var því að ræða á mælikvarða Þórshafnar. „Þetta er alveg svakalegt áfall,“ segir Kapítóla. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Alelda Ljóst var snemma að ekki væri hægt að bjarga húsinu. Grillskálinn er gjörónýtur  Eldur kviknaði í Grillskálanum á Þórshöfn á Langanesi í fyrrinótt  Brann til kaldra kola og ekkert varð við ráðið  Sex manns unnu í Grillskálanum  „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kapítóla Jónsdóttir Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Endurnýjun Framkvæmdir hafa verið við Grillskálann undanfarið. Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? majubud.is Frábært úrval af sloppum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun Innigallar fyrir konur á öllum aldri margir litir og stærðir S-XXXXL Fallegar jólagjafir Töskur, hanskar, silkislæður, loðkragar, skart, peysur, bolir, buxur, ponsjo, kjólar, snyrtivörur, ilmir, gjafakassar o.fl. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Velúrgallar Verið velkomin Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.