Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 13

Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 13
Gaman saman Fólk á öllum aldri við fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á Látrabjargi, en þar er mikið fuglalíf. ljósmyndun sé ólík annarri ljós- myndun og ýmislegt þurfi að hafa sérstaklega í huga. Frjálsir og margvíslegir Fuglavernd eru frjáls félaga- samtök um verndun fugla og bú- svæði þeirra og er aðili að samtök- unum BirdLife International, sem vinna að verndun fugla og náttúru- svæða í 120 löndum. En hvers vegna þurfum við Fuglavernd? „Af því að við mannfólkið erum hluti af náttúrunni, rétt eins og fugl- arnir, þetta er allt ein heild. Ef einn hlekkur í lífskeðjunni brestur getur það haft áhrif á alla aðra hlekki. Þess vegna skiptir máli að vernda fugla. Þó að við mennirnir teljum okkur tróna á toppnum erum við hluti af heildinni. Náttúruvernd og fugla- vernd eru af sama meiði, rétt eins og loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar hefur áhrif bæði á fuglana og okkur mannfólkið. Þar fyrir utan eru fugl- ar falleg og skemmtileg dýr, það er svo heillandi hversu frjálsir þeir eru og margvíslegir og hegðun þeirra misjöfn og engir tveir einstaklingur eins innan sömu tegundar.“ Jóhann Óli segir að Fuglavernd hafi verið stofnuð 1963 í kringum verndun arnarins. „Örninn var alveg að hverfa af manna völdum en Fuglavernd tók að sér að bjarga þessum tignarlega fugli. Fuglavernd er eitt af elstu og fjölmennustu náttúruverndar- félögum á Íslandi. Við vorum frum- kvöðlar að því að umræðan um endurheimt votlendis fór af stað. Félagið hefur komið að ýmsu öðru er varðar náttúruvernd.“ Bein Gaman er að safna fuglabeinum, hér eru fjórar hauskúpur og ein löpp. Ljósmyndir/Jóhann Óli Með unga sinn Heiðlóuna elskum við og hana er gaman að gaumgæfa. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Fræðslurit Fugla- verndar, Væri ég fuglinn frjáls – Fyrstu skrefin í fuglaskoðun, er skrif- að fyrir 4.-5. bekk- inga en höfðar þó til allra sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu skemmtilega og fræðandi áhugamáli, jafnt heima sem í skóla. Á kápusíðum bókarinnar eru myndir af algengustu fuglum á Ís- landi. Þeim er skipt niður í sex flokka eftir búsvæðum, skyldleika og lífsháttum: sjófuglar, vaðfuglar, máffuglar, landfuglar, vatnafuglar og spörfuglar. Þessi flokkun gerir ungum og áhugasömum fugla- skoðurum kleift að greina flesta þá fugla sem þeir sjá á förnum vegi. Í bókinni er að finna verkefni eftir árstíðum, t.d. að fylgjast með farfuglum á vorin, því koma far- fuglanna er stór hluti vorkom- unnar. Þá er fjallað um hvað þarf til fugla- skoðunar, hvert hægt er að fara, fóðrun fugla til að laða þá að görð- um og fuglavernd. Ritið er fáanlegt í bókaversl- unum Pennans/Eymundsson, For- lagsins og á skrifstofu Fuglavernd- ar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Nánar á heimasíða Fuglaverndar og fésbókarsíðu: www.fuglavernd.is Facebook: Fuglavernd FYRSTU SKREFIN Í FUGLASKOÐUN Væri ég fuglinn frjáls Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.