Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 14

Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta voru sannkallaðar drauma- aðstæður fyrir svifryk, ef svo má að orði komast, þurrviðri, algjört logn, þétt umferð og hitastigið skipti einn- ig máli,“ segir Svava S. Steinars- dóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, en svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík sl. laugardag. Heilbrigðiseftirlitið er með nokkr- ar mælistöðvar í borginni og við Grensásveg fór mengunin hæst í 823 míkrógrömm á hvern rúmmetra um kl. 18 en sólarhrings heilsuverndar- mörk eru 50 μg/m3, þannig að meng- unin sl. laugardag var meira en sext- ánföld á við það sem heilnæmt þykir. Á öðrum mælistöðvum mældist tölu- vert minni mengun en við Grensás- veg, en þær eru staddar fjarri helstu umferðargötum. „Þó að ekki hafi verið slegið met þarna á laugardaginn þá var þetta með allra mesta móti,“ segir Svava og nefnir helst gamlárskvöld til samanburðar til að finna viðlíka mengun í borginni. Gamlárskvöldið árið 2010 fór svifryksmengun mest í 1.575 μg/m3 í höfuðborginni en veð- urskilyrði um áramót geta eins og aðra daga dregið úr áhrifunum, eða allt niður í 200-400 μg/m3, eins og mælingar hafa sýnt á seinni árum. Aðgerðir komu til tals Mengunarskýið við stærstu um- ferðaræðar, eins og Miklubraut, fór ekki framhjá neinum. Þykkt ský lá yfir hluta borgarinnar og fundu margir fyrir óþægindum í öndunar- færum og augum. Svava segir það hafa komið til tals að grípa til að- gerða, eins og að bleyta götur eða gefa út sérstaka viðvörun, en þegar horft var til veðurspár þótti ekki ástæða til þess. Veðurstofan hafði spáð úrkomu strax um kvöldið og nóttina, sem gekk eftir og meng- unarskýið hvarf. Hefði spáin sýnt áframhaldandi þurrviðri og logn hefði þurft að fara í einhverjar að- gerðir, að sögn Svövu. Eins og áður segir voru kjör- aðstæður fyrir mengun þennan dag. Eftir votviðri í nokkra daga náðu göturnar að þorna og Svava bendir á að helgarumferðin aukist jafnan í desember. Í logni og mikilli umferð þyrlist rykið upp og hangi í loftinu þar sem fínasta rykið sé lengur að falla. Síðastliðinn laugardag hafi mengun strax aukist um morguninn þegar strætisvagnar og önnur öku- tæki fóru af stað og þyrluðu rykinu upp. „Þegar leið á daginn hækkaði köfnunarefnisdíoxíð líka og þá var umferðin farin að þyngjast. Að lok- um náði þetta hámarki um sexleyt- ið,“ segir Svava en Grensásstöðin er rétt við Miklubraut, þar sem sólar- hringsumferð er að meðaltali um 65 þúsund bílar. Stöðugar mælingar Hún segir að við þessar aðstæður eigi fólk sem viðkvæmt er í öndunar- færum helst ekki að vera á ferðinni. Heilbrigðiseftirlitið fylgist grannt með menguninni og gefur út viðvar- anir ef þurfa þykir. Á vef borgar- innar er hægt að fylgjast með mæl- ingum jafnóðum á þremur mælistöðvum og þar eru loftgæðin metin sérstaklega og eru viðmiðin góð (grænn litur), sæmileg (gulur) eða slæm (rauður). Við lítil loftgæði er þess getið að einstaklingar með ofnæmi og/eða alvarlega hjarta- og lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti við, einkum nærri helstu umferðargötum. Viðbragðsteymi til taks Sérstakt viðbragðsteymi, skipað fulltrúum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar, lét á sínum tíma gera tilraunir með rykbindingu á götum borgarinnar, til að draga úr mengun, en Svava segir það ekki hafa gefið alltof góða raun. Einnig sé metið hvort ástæða sé til að vökva göturnar þegar mengunin fer langt yfir mörkin, að öðru leyti sér Heil- brigðiseftirlitið um daglegt eftirlit. „Annars vantar okkur tækin sem mörg lönd í kringum okkur hafa til að minnka mengunina, eins og um- ferðarstýringu. Þannig var gripið til þess ráðs í París nýlega að banna umferð bíla sem enda á oddatölu í bílnúmerinu. Einnig er oft dregið úr umferðarhraða tímabundið eða þungaumferð takmörkuð. Hér á landi eru engar heimildir í lögum eða reglugerðum til að grípa til um- ferðarstýringar,“ segir Svava. Hún segir það jafnframt áhyggju- efni að notkun nagladekkja sé að aukast á ný. Naglarnir skemmi göt- urnar og auki rykið. „Við höfum hvatt ökumenn til að nota frekar aðrar leiðir, eins og harðkorna dekk sem fengið hafa góða einkunn.“ Mengun á við gott gamlárskvöld  Svifryksmengun í Reykjavík sl. laugardag sextánfalt meiri en heilsuverndarmörk  Kjöraðstæður mynduðust  Fólk fann fyrir óþægindum  Heilbrigðisfulltrúi hefur áhyggjur af nagladekkjunum Morgunblaðið/RAX Svifryk Mengunarský myndaðist yfir Miklubraut og nágrenni sl. laugardag. Mengunin var langt yfir mörkum. Svifryksmengun í Reykjavík - laugardaginn 10. desember - Grensásstöð Heimild: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur μg /m ³ 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 00:00 06:00 12:00 18:00 00:00 Svifryksmengun í höfuðborginni er að miklu leyti rakin til notkunar nagla- dekkja yfir vetrartímann. Spæna naglarnir malbikið upp og geta mynd- að mengunarský líkt og gerðist sl. laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá dekkjaverkstæð- um kom kippur í dekkjaskipti þegar fyrsti snjórinn lét á sér kræla en síð- an þá hefur verið mjög rólegt, enda göturnar marauðar svo vikum skiptir. Afar fátítt er hins vegar að ökumenn komi með nagla- dekkin aftur og skipti yfir á sumar- dekk eða ónegld vetrardekk. „Ég man í fljótu bragði eftir ein- um,“ segir Gunnar S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar, sem tel- ur algengara að ökumenn hafi farið úr ónegldum vetrardekkjum yfir í negld. Annars telur Gunnar að stór hluti öku- manna á höfuðborgarsvæðinu sé ekki kominn á vetrardekk. Þannig sé Sóln- ing enn með hátt í þriðjung af svo- nefndum geymsludekkjum í sinni vörslu, þ.e. dekk sem fyrirtækið hefur tekið að sér að geyma fyrir sína við- skiptavini. „Þetta er ótrúlega hátt hlutfall ennþá, miðað við árstíma. Þessi dekk eru síðan sett undir þegar fólk sér ástæðu til, það er ekki að koma og kaupa ný dekk,“ segir Gunn- ar. Hann kallar eftir faglegri umræðu um nagladekk og svifryksmengun og er ekki sáttur við stefnu borgaryfir- valda í þeim efnum. Prófanir hjá FÍB hafi sýnt að þau vetrardekk, sem borgin hafi bent á sem arftaka nagla- dekkja, komi ekki vel út. Dæmi sé um 16 metra mun á hemlunarvegalengd, miðað við 60 km ökuhraða, nagla- dekkjunum í vil. Gunnar telur að mengunina megi einnig rekja til þess að göturnar séu ekki þrifnar nógu vel, nema þá helst í miðbænum og þar sé mengunin varla sjáanleg. Ekki dugi að þrífa göturnar einu sinni á ári, að vori eða sumri til. Þá megi einnig skoða hráefnið í mal- bikinu og hvort það sé nógu slitþolið. Gunnar minnir á að í efri byggðum borgarinnar geti myndast glerhálka á morgnana og þá séu naglarnir það eina sem grípi. „Ég er ekki að segja að naglar séu eina lausnin en það má ekki láta fólki líða þannig að það upp- lifi sig sem umhverfissóða fyrir það eitt að vilja hugsa um öryggi fjöl- skyldu sinnar.“ bjb@mbl.is Kippur við fyrsta snjó en síðan rólegt  Stefna borgarinnar gagnrýnd Unnið að dekkjaskiptum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.