Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
Samræmd próf í les-
skilningi og læsi á
stærðfræði og nátt-
úrufræði, sem kallast
PISA, hafa verið lögð
fyrir 15 ára unglinga í
tugum landa á þriggja
ára fresti frá aldamót-
um. Árangur íslenskra
unglinga á prófinu sem
var lagt fyrir 2015 er
heldur dapurlegur.
Þeir standa sig verr en
jafnaldrar annars
staðar á Norðurlönd-
unum og útkoman er
líka lakari en verið hef-
ur hjá nemendum hér
á landi. Árið 2009 var
einkunn íslenskra
nemenda til dæmis
skárri að jafnaði en
meðaltal OECD-landa,
en nú var hún síðri.
Um þetta má lesa í
skýrslu sem liggur
frammi á vef Mennta-
málastofnunar (https://mms.is/).
Ég veit ekki fremur en aðrir hvað
veldur þessari hraklegu útkomu.
Mér finnst ekki ótrúlegt að hún
standi í einhverju sambandi við
hreyfingarleysi og óholla lífshætti.
Ég get mér samt til að önnur ástæða
vegi þyngra. Áður en ég greini frá
tilgátu minni ætla ég að rifja upp
svolitla sögu.
Þegar PISA-könnun var fyrst
lögð fyrir árið 2000 héldu flestir sem
höfðu skoðun á málinu að finnskt
skólakerfi væri frumstætt. Fjárútlát
til þess voru með minna móti og
kennslustundir sem nemendur
fengu á ári færri en víða annars
staðar. Finnar höfðu ekki breytt
skólum sínum í samræmi við nýjustu
tísku í opinberum rekstri, þar sem
átti að líkja eftir samkeppni á mark-
aði. Það bættist svo við annan út-
kjálkabrag hjá þeim að kennarar og
skólar höfðu sjálfræði um námsefni
og námsmat. Lítið var um stöðlun og
aðhald af hálfu stjórnvalda. Það kom
því verulega á óvart að finnskir ung-
lingar voru í efsta sæti og stóðu sig
betur en jafnaldrar í öðrum löndum.
Um þetta má lesa í bók eftir Pasi
Sahlberg sem heitir Finnish Les-
sons og kom út árið 2011.
Sahlberg hóf feril sinn sem kenn-
ari í stærðfræði og raungreinum við
finnskan menntaskóla en gegnir nú
prófessorsstöðum í menntavísindum
við háskóla bæði í Finnlandi og
Bandaríkjunum. Hann er einn
þeirra fræðimanna sem mest hafa
rannsakað niðurstöður PISA-
kannana. Í The Handbook of Global
Education Policy sem kom út fyrr á
þessu ári (2016) er kafli eftir hann
þar sem segir meðal annars að
PISA-prófin hafi ýtt undir viðleitni
stjórnvalda til „umbóta“ í mennta-
málum, eða það sem hann kallar
„the Global Education Reform
Movement“ og skammstafar
GERM. Þessi skammstöfun er orða-
leikur því „germ“ getur merkt sýkil
og Sahlberg líkir umræddri viðleitni
við plágu sem herjar á menntakerfi
heimsins.
Hann segir að helstu einkenni
þessarar umbótaplágu séu að
stjórnvöld: Noti samræmdar mæl-
ingar á árangri til að veita skólum
aðhald; Staðli námskröfur og
kennsluhætti; Komi á samkeppni
milli skóla; Auki áherslu á lestur,
stærðfræði og náttúrufræði á kostn-
að annarra greina; Noti aðferðir
sem hafa mótast hjá fyrirtækjum á
markaði til að innleiða breytingar. Í
stuttu máli lýsir hann þessum far-
aldri svo að hann auki á ýmis ein-
kenni sem finnska skólakerfið hafði í
minni mæli en skólakerfi flestra
annarra landa þegar í ljós kom að
það skaraði fram úr. Og hver er ár-
angurinn? Greining Sahlbergs sýnir
að í löndum þar sem mest kveður að
„umbótum“ af þessu tagi fara ein-
kunnir á PISA-prófum lækkandi.
Samkenni þessa stjórnunarlega
bægslagangs sem spillir árangri
skóla virðist vera lítið traust til
kennara, tilraunir til að veita þeim
aðhald, passa að þeir innleiði réttar
breytingar og þar fram eftir göt-
unum. En víða þar sem niðurstöður
PISA eru með betra móti, segir
Sahlberg, hafa kennarar faglegt
sjálfstæði og ákveða bæði hvað er
kennt og hvernig árangur nemenda
er metinn.
Það er svo sem gömul saga og ný
að traust og virðing laða fram það
besta sem í mönnum býr. Það er líka
gömul saga og ný að það er ekki
hægt að kenna öðru vísi en eftir eig-
in höfði og fáir gera það vel undir
mikilli pressu. Í skóla þarf að vera
slaki á tímanum, ráðrúm til að
endurtaka og byrja upp á nýtt, grípa
óvænt tækifæri sem upp koma,
bregða á leik og fara alls konar útúr-
dúra.
Þetta var sagan og nú kemur til-
gátan. Ég get mér til að vandi okkar
sé sama umbótaplágan og herjar á
menntakerfi margra landa. Þessi
plága er ráðríki, ofstjórn og van-
traust. Allt þetta er borið fram í
bland við kröfur um að kennsla sé
löguð að þankagangi sem á kannski
við í fyrirtækjum sem framleiða
vörur og þjónustu í samkeppni um
hylli kaupenda, en minnkar hvorki
kostnað né bætir árangur í skólum.
Mér þykir þessi tilgáta sennileg
vegna þess að mín takmarkaða
reynsla kemur þokkalega heim við
það sem Sahlberg segir. Mér hefur
sýnst að kennarar lagi starf sitt að
þörfum nemenda þegar þeir geta
treyst því að það sem þeir byggja
upp í dag verði ekki jafnað við jörðu
með einhverjum miðstýrðum stór-
framkvæmdum á morgun.
Ef kennarar á hverjum stað fá að
gera sínar umbætur í friði fyrir
stjórnvöldum er von til að kerfið
mjakist smám saman í rétta átt.
Fyrsta skref út úr ógöngum skól-
anna gæti til dæmis verið að fjar-
lægja stimpilklukkurnar. Þær eru
sýnilegustu táknin um að litið sé á
kennara sem lítilþæga undirsáta
fremur en fagmenn sem við
treystum.
Umbótaplágan
Eftir Atla
Harðarson »Árangur 15 ára ung-
linga á PISA-prófi
2015 vekur spurningar um
hvort „umbætur“ séu að
eyðileggja íslenska skóla.
Atli
Harðarson
Höfundur er heimspekingur
og kennari við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands.
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
TAKTU ÞÁTT Í AÐ BYGGJA
BRUNNA Í AFRÍKU
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK!
SENDU HJÁLP NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ
- greiða valgreiðslu í heimabanka – 2500 kr.
- hringja í söfnunarsíma 907 2003 – 2500 kr.
- leggja til framlag á framlag.is
- gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is
- leggja inn á söfnunarreikning okkar
0334-26-50886, kt. 450670-0499
PIPAR\TBW
A
-SÍA
-165297