Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
✝ SteingrímurGautur Krist-
jánsson fæddist í
Hafnarfirði 7. sept-
ember 1937. Hann
lést í Reykjavík 7.
desember 2016.
Foreldrar hans
voru (Kristine)
Gunda Imsland
Steingrímsson, f.
1914, d. 1964, og
Kristján Pétur
Steingrímsson sýslumaður, f.
1909, d. 1972.
Systkini: Pétur Gautur, f.
1934, d. 1999, (Hólmfríður) Sól-
veig, f. 1941, Sjöfn, f. 1942,
Guðný Stefanía, f. 1945, (Þór-
unn) Helga, f. 1947.
Eiginkona 8.6. 1960 Guðrún
Einarsdóttir kennari, f. 22.1.
unarfræðingur og doktor í
cognitive science.
Steingrímur ólst upp í Stykk-
ishólmi og Neskaupstað. Stund-
aði nám við Menntaskólann á
Akureyri og lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1957. Cand. juris frá Háskóla Ís-
lands 1967. Hlaut héraðsdóms-
lögmannsréttindi 1968. Starfaði
sem fulltrúi og síðar héraðsdóm-
ari hjá bæjarfógeta- og sýslu-
mannsembættinu í Hafnarfirði,
frá 1966-1979. Borgardómari í
Reykjavík 1979-1992. Héraðs-
dómari í Reykjavík 1992-1998.
Eftir það fékk hann leyfi til
málflutnings fyrir Hæstarétti og
stundaði lögmannsstörf og var
skógarbóndi á jörðinni Tjaldhóli
sem er úr landi Þóroddsstaða í
Grímsnesi. Áhugamál hans voru
fjölmörg, m.a. austurlenskur
skáldskapur, og þýddi hann
austurlensk ljóð og gaf út bókina
Austurljóð.
Útför Steingríms Gauts fer
fram frá Dómkirkjunni í dag, 14.
desember 2016, klukkan 15.
1937. Foreldrar
hennar Einar
Bjarnason, rík-
isendurskoðandi og
prófessor við HÍ, og
kona hans, Margrét
Jensdóttir.
Synir þeirra
Guðrúnar: Einar
Gautur, f. 16. júlí
1960, lögmaður í
Reykjavík, fyrri
eiginkona Auð-
björg Reynisdóttir hjúkr-
unarfræðingur, þau skildu. Syn-
ir þeirra: Sindri Gautur, f. 1997,
og Jóel Gautur, f. 1999, d. 2001.
Seinni kona Ólöf Petrína Al-
freðsdóttir, þau eru skilin að
borði og sæng.
Ragnar Gautur, f. 22.12. 1966,
búsettur í Bandaríkjunum, tölv-
Ýmsir vegir okkar liggja til
Steingríms Gauts, einkum þó
vegir ættartengsla, sem eru
margvísleg og náin.
Tengdamóðir hans var mat-
móðir nafna hans og frænda,
Steingríms Pálssonar, föður og
tengdaföður okkar, eftir komu
hans til framhaldsnáms í Kaup-
mannahöfn um miðja síðustu
öld. Þessi kona var Margrét
Jensdóttir, sem þar bjó ásamt
manni sínum, Einari Bjarnasyni,
síðar prófessor í ættfræði við
Háskóla Íslands, en hann var
jafnskyldur Steingrími Pálssyni
og Steingrímur Gautur. Einar
og Margrét áttu sem sagt Guð-
rúnu sem varð eiginkona Stein-
gríms Gauts. Til að ljúka þess-
um ættfræðiinngangi skal það
sagt að Kaupmannahafnarárin
leiddu til ævilangrar stórfjöl-
skylduvináttu. Þegar samdrátt-
ur hófst með okkur hjónum urðu
Steingrímur og Guðrún því fljót-
lega mikilvæg varða á okkar
sameiginlega vegi.
Hæst bar þar laufa-
brauðsskurð og annað jólahald.
Þar ríkti gleði og kátína, en líka
umræða sem einkenndist af því
að þetta fólk var að norðan, að
það var vel menntað úr góðum
skólum og hafði lesið klassískar
bækur. Steingrímur var enda
lögfræðingur af bestu gerð.
Hann hafði hið minnsta jafnmik-
inn áhuga á garðinum sínum og
lögfræði, sem og djúpri speki að
austan, ásamt ljóðum frá Japan
sem hann svo þýddi yfir í ís-
lensku þegar árin færðust yfir.
Steingrímur sameinaði í lífi sínu
lífsspeki, gáfur og naumhyggju
á þann hátt að til eftirbreytni er.
Og svo þökkum við honum fyrir
að hafa opnað Borgardóm á
sunnudegi, vorið 1989. Þar gifti
hann okkur og hefur fylgst með
okkur síðan. Guðirnir gripu til
sinna ráða og sendu páfann til
Íslands og hann messaði þennan
sama dag í nágrenni Borgar-
dóms.
Við þökkum bæði Steingrími
og páfanum. Báðir farnir, en lifa
vel í okkar huga.
Haukur Hjaltason,
Þóra Steingrímsdóttir.
Steingrímur Gautur var
áreiðanlega hinn ágætasti lög-
maður og dómari. Ég þekki að
vísu fátt til þeirra hluta, en öll
kynni af þeim mæta manni báru
því vitni að hann hlaut að vera
vandvirkur og hugmyndaríkur í
sínu aðalstarfi. En okkar kynni
voru þau að áratugum saman
vorum við báðir í ágætu göngu-
félagi sem lagði land undir fót á
sunnudögum og fór að jafnaði í
eina langferð á hverju sumri.
Þetta var og er skemmtilegur
hópur og það var ekki síst Stein-
grími Gaut að þakka, enda þótti
hverju okkar eftirsóknarvert að
ganga honum við hlið og reifa
tíðindi úr fjarska eða nálægð í
tíma og rúmi. Og hlusta á sögur
hans í áningarstað. Hann var
bæði fróður og hnyttinn og í öllu
tali hans kom það glöggt fram
hve mörg og oft fágæt hans
áhugamál voru og hve mikla al-
úð hann gaf þeim. Hann kunni
allan íslenskan neftóbaksfróð-
leik, ófáa þá þætti af einkenni-
legum mönnum sem margir telja
höfuðeinkenni okkar þjóðmenn-
ingar.
Og hann vissi margt um Aust-
urlönd, ekki síst það dularfulla
Tíbet, hann þýddi indversk ljóð
og kínversk – og hann skemmti
sér við að þýða á kínversku ís-
lenskar ferskeytlur eins og þá
sem svo endar:
Húnvetningar þykjast það
sem Þingeyingar eru.
Hann var sérfræðingur í
Öskubuskuþjóðsögum sem hann
sankaði að sér úr öllum heims-
hornum. Og þegar hann ákvað
að bæta stóra landspildu með
skógrækt byrjaði hann á því að
fara í garðyrkjuskóla til að geta
staðið sem best að sínu verki.
Steingrímur Gautur bauð
okkur að skoða skógrækt sína
nú í sumar. Hann var þá orðinn
mjög veikur en áhuginn og gam-
ansemin óbilandi. Hafi hann nú
heila þökk fyrir sína samfylgd
og megi skógur hans bera hon-
um fagurt vitni um langan aldur
sem og margt annað sem hann
lagði hönd að.
Árni J. Bergmann.
Mig langar að minnast góðs
vinar míns Steingríms Gauts
Kristjánssonar, lögmanns með
nokkrum orðum. Ég man fyrst
eftir að hafa komið inn á heimili
Steingríms í Hafnarfirði fyrir
rúmum 40 árum með syni hans,
síðar áttum við eftir að hittast
vegna fjölskyldutengsla og þá
mest síðustu árin. Við Stein-
grímur áttum oft löng og góð
samtöl um allt milli himins og
jarðar, þó snérist umræðuefnið
oft um ræktun trjáa. Ég hafði
afskaplega gaman af að ræða við
Steingrím, hann var fróður mjög
um ýmislegt og gaman að heyra
hvað hann hafði til málanna að
leggja og heyra um allt sem
hann hafði upplifað á langri ævi.
Mig langar að kveðja Stein-
grím með þessum fátæklegum
orðum mínum og þakka honum
fyrir samveruna og fyrir öll þau
samtöl sem við áttum saman síð-
ustu árin. Ég og kona mín
Henna, vottum eftirlifandi fjöl-
skyldu hans samúð okkar, Guð
blessi minningu Steingríms.
Kæri vinur ég þakka þér
þær stundir er við sátum.
Kærar kveðjur koma hér
að kynnast mestum mátum.
(P.Á.)
Pétur Ásgeirsson,
Hafnarfirði.
Við fyrrverandi samnefndar-
menn Steingríms Gauts vildum
gjarnan kveðja hann og þakka
fyrir ánægjulegt og gott sam-
starf í Áfrýjunarnefnd hug-
verkaréttinda á sviði iðnaðar á
árunum 2000-2011. Áratuga
reynsla hans af dómarastörfum
og síðar lögmannsstörfum kom
að góðum notum í störfum
nefndarinnar. Nefndin er ekki
fastskipuð en við áttum öll sæti
með honum í nefndinni í ýmsum
samsetningum í gegnum tíðina.
Alltaf kom reynsla hans og
þekking af fyrri störfum, stjórn-
sýslu, tungumálum og auðvitað
vörumerkja- og einkaleyfarétti
að góðu gagni. Nærvera hans
var einstaklega góð og hans
góða skopskyn og skemmtilegar
sögur einkenndu samstarfið, en
auðvitað var fyllstu fagmennsku
ávallt gætt. Við ítrekum því
kærar þakkir fyrir samstarfið,
samveruna og góð kynni.
Rán Tryggvadóttir,
Hafdís Ólafsdóttir,
Sigurður R. Arnalds,
Jón Vilberg Guðjónsson,
Margrét Sigurðardóttir,
Sigrún Brynja
Einarsdóttir,
Selma Hafliðadóttir.
Leiðir okkar Steingríms
Gauts Kristjánssonar lágu sam-
an, fyrst þegar ég var á kúrsus í
hjá sýslumanninum í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, meira
og minna undir handleiðslu
Steingríms. Síðar þegar við urð-
um borgardómarar við Borgar-
dóm Reykjavíkur og héraðsdóm-
arar við Héraðsdóm
Reykjavíkur allt til starfsloka
okkar þar og Steingrímur gerð-
ist lögmaður. Þessi tími verður
fremur talinn í áratugum en ár-
um. Við áttum ágætlega skap
saman og kynntumst náið.
Steingrímur var á sínum tíma
hörku námsmaður, hann var
stálgreindur, fjölfróður og minn-
ugur. Áhugasvið hans náði langt
út fyrir lögfræði, ekki síst til
víðerna sagnfræðinnar. Tækni-
leg viðfangsefni gátu hins vegar
valdið honum nokkrum vand-
ræðum. Einhverjir myndu telja
Steingrím hafa verið sérvitran
og má það kannski til sanns veg-
ar færa. Ég varð þó aldrei þess
var að það breytti nokkru um
samskipti og samstarf hans
hvorki við mig né aðra sam-
starfsmenn, en það er mín
reynsla að hæfileg sérviska er
miklu oftar skemmtileg en að
hún valdi leiðindum. Steingrím-
ur var ætíð skemmtinn og ræð-
inn. Hann nálgaðist viðfangsefni
sín með opnum huga og naut
þar örugglega víðtækrar þekk-
ingar sinnar, ekki aðeins í lög-
fræði heldur á ýmsum öðrum
sviðum. Þess vegna var okkur
þeim sem jarðbundnari voru
hollt að ræða við hann um
vandamál dagsins því að honum
var tamt að líta á þau frá mis-
munandi sjónarhornum áður en
komist var að niðurstöðu. Því er
samt ekki að neita að stöku
sinnum fannst mér sem rétt
væri að reyna að toga hann nið-
ur á jörðina eða að minnsta
kosti áleiðis þangað, en slíku tók
hann ætíð vel. Þessar viðræður
voru oft á tíðum hin besta lexía.
Um æðilangt skeið vorum við
saman í gönguhópi sem ýmist
gekk um byggðir landsins eða
um fjöll og firnindi. Það var fyr-
ir tilstilli Steingríms og hans
ágætu konu, Guðrúnar, að okkur
hjónunum var boðið í hópinn og
erum við ævinlega þakklát fyrir
það. Steingrímur var knár
göngumaður, léttur á fæti og
þolinn. Stundum átti hann það
til að stökkva út úr hópnum og
fara sínar eigin leiðir sér til
skemmtunar en öðrum var það
stundum til ama. Þetta kom hins
vegar ekki að sök því alltaf kom
hann fram á áfangastað og mér
finnst þegar litið er til baka að
hann hafi þá stundum verið
smáglottandi.
Steingrímur var um skeið við
nám í dómaraskóla í París undir
handleiðslu dómarans Madame
Dohet. Heimsóttum við hana tví-
vegis og voru þær heimsóknir í
senn skemmtilegar og fræðandi
Þegar ég lít yfir þessi fáu orð
hér að framan flýgur mér í hug
að sem best mætti skrifa bók
um æviferil Steingríms en það
verður eflaust aldrei gert. Þegar
komið er að síðust kveðjustund
er það eins og fyrri daginn að
manni finnst að samverustund-
irnar hefðu átt að vera fleiri en
þær voru, einkum í seinni tíð.
Því verður ekki breytt úr þessu.
Þessi orð verða að nægja sem
hinsta kveðja okkar hjóna til
trausts og einstaklega skemmti-
legs samferðamanns sem auðg-
aði tilveruna, bæði vitandi og
óafvitandi. Við Margrét vottum
Guðrúnu og sonum þeirra Stein-
gríms, Einari Gaut og Ragnari
Gaut, dýpstu samúð.
Friðgeir Björnsson.
Það var með hryggð í huga
sem við fylgdumst með baráttu
Steingríms við hinn mikla dreka
sem engu eirir fyrr en öllu er
tortímt. Við félagarnir í litla
gönguklúbbnum í Grasagarðin-
um vissum í hvað stefndi eins og
Steingrímur sjálfur.
En umræðurnar snerust um
annað og skemmtilegra. Það var
gaman að spjalla um lögfræði
Gamla testamentisins, Fyrri
ferð Sú Dongpo að Rauðanúpi
eða drykkjulæti Lí Bæ og bera
saman við alla heimsins pólitík
og hennar fáránleika. Þegar allt
kemur til alls þarf ekkert að
vera mikill munur á pólitíkinni í
dag og fyrir 2000 árum hjá
mandarínum keisarans í Kína.
Maður kom aldrei að tómum
kofunum hjá Steingrími, það var
beinlínis liður í starfi hans sem
dómari að öðlast skilning á öll-
um sköpuðum hlutum og taka
afstöðu þegar þess var þörf, en
láta það vera annars. En aðal-
áhugamál Steingríms var alltaf
náttúran. Hann var ekki í nein-
um átaksverkefnum að bjarga
alheiminum, Fjallkonunni og há-
lendinu frá hinum vonda alheim-
skapítalisma, heldur stöðugri
umgengni og aðhlynningu að
gróðrinum. Hann var nánast bú-
inn með yfirgripsmikla bók um
íslenskar jurtir þegar drekinn
birtist, og auðnaðist því ekki að
klára hana. En það hefði hann
örugglega gert, lokið bókinni og
gefið hana út, eins og stórvirkið
Austurljóð sem vitnað var til áð-
an.
Samvistin við náttúruna voru
kærustu stundir Steingríms,
hvort sem var í gróðurreitum
hans hjá sumarbústaðnum í
Grímsnesinu, eða skógræktar-
reitnum Tjaldhól þar rétt hjá.
Steingrímur aflaði sér mikillar
þekkingar um ræktunarmál með
námi, lestri og eigin tilrauna-
starfsemi. Það var gaman að
ganga með Steingrími um landið
í Grímsnesinu og sjá þá natni
sem lögð var í minningarvörð-
una um Pétur bróður hans, litlu
kapelluna á sumarbústaðalóðinni
og skipulag skógræktarinnar á
Tjaldhól.
Svo voru gönguferðirnar með
Beinageitarhópnum. Þar skrölti
maður másandi og blásandi á
eftir Steingrími sem flaug eins
og fugl á gúmmístígvélum yfir
fúamýrar og kargaþýfi jafnt og
fjallshlíðar og kletta. Og um
kvöldið gat verið kátt í höllinni á
tjaldstæðinu með jökulinn yfir
sér, fossinn undir hlíðinni og
andagiftina flæðandi um allar
koppagrundir. Ekkert jafnast á
við íslenska náttúru. Hún bjarg-
ar fólkinu með krafti sínum.
Þannig var Steingrímur, með
óvenjulegar gáfur og ríka anda-
gift sem átti til að ýta honum út
úr þessum heimi og inn í allt
aðra heima, og það var skemmti-
legt að skreppa með honum
þangað. Hann lætur eftir sig
varanlegan fjársjóð ríkra minn-
inga sem ekki mun fölna. Ég vil
votta Guðrúnu eiginkonu hans
og fjölskyldunni allri ríka samúð
og óska þeim hins besta í fram-
tíðinni.
Jónas Elíasson.
Vinur okkar í spjallhópnum á
Kaffi París, spjallhópnum í kaffi-
stofu Þjóðarbókhlöðu, í Ása-
trúarfélaginu og í Vináttufélagi
Íslands og Kanada; hann Stein-
grímur Gautur Kristjánsson; er
látinn. Þessa drengs, sem skildi
alltaf eftir góðan eftirkeim, mun
verða ljúflega minnst og sárt
saknað í okkar hópum. Okkur
væri því nokkur huggun í að
minnast hans hér.
Ég kynntist þessum bók-
menntalega lögfræðingi síðasta
áratuginn; og kunni hann vel að
meta ljóðin mín. Vil ég því fyrir
hönd okkar kveðja hann með því
að vitna í kvæði mitt er heitir
Útlausn Iðunnar; sem er varnar-
ræða Þjassa jötuns, þess er nam
burt listagyðjuna Iðunni frá Ás-
garði, í von um að hljóta af
yngingareplum hennar eilíft líf
líkt og Æsirnir; en þar segir m.
a. svo:
…
Vandinn var að þá um of
virtist mektar prjálið;
merkir Æsir með sitt hof,
mitt í jötna báli.
Eilíft þar nú eirðu guð
einatt veislu yfir,
dauðleg meðan dárar við
máttum gjalda fyrir!
Það var meinið, þetta víf
þokkadís sú fína,
Epla-Iðunn, lengir lífs,
lét nú best við sína!
Tryggvi V. Líndal.
Það var hér um árið, þegar
Steingrímur Gautur gaf út
merkilegar þýðingar sínar á
ljóðum frá Austurheimi, í bók-
inni Austurljóð (1996) að ég sló
á þráðinn til hans og falaðist eft-
ir viðtali fyrir Moggann, hvað
var auðsótt mál. Nokkuð þekkti
ég til hans fólks, enda við báðir
afkomendur séra Jóns í Reykja-
hlíð og þar af leiðandi ekki nema
rétt svona bærilega normal á
þessa heims vísu. Reyndar kom
það í ljós við fyrstu kynni að
Gauturinn þekkti meira til mín
en ég til hans, því hann hafði
gjarnan setið yfir mér kornung-
um norður á Akureyri, meðan
foreldrar mínir brugðu sér af
bæ. Er ekki að orðlengja það að
þetta viðtal leiddi til vináttu sem
aldrei bar skugga á. Og sem ég
nú sit hér við gluggann og horfi
út í garð, blasa við augum kræk-
lótt tré í Steingrímslundi, sem
ég þáði frá honum og setti niður
í garði mínum. Ekki er það að
ástæðulausu að trén eru kræk-
lótt, því það er lífstákn í Aust-
urheimi og hefur þar af leiðandi
bæði ljóðræna merkingu og
heimspekilega.
Það varð hlutskipti Stein-
gríms Gauta á hans jarðneska
rölti að gerast lögfræðingur og
dómari að auki. En í eðli sínu
var hann bóndi og leitandi hug-
ur. Ljóðræn viðfangsefni og
innri gátur mannlífsins leituðu
ekki aðeins á hug hans, heldur
ræktuðu hann, rétt eins og
moldin á þeim jarðarskikum, er
hann kom sér upp, blésu lífs-
anda í trén, sem hann ræktaði af
alúð og umhyggjusemi.
Steingrímur Gaut-
ur Kristjánsson
Um undrageim í him-
inveldi háu
nú hverfur sól og kveð-
ur jarðar glaum.
Á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niður í sæ.
Jakobína Björg
Jónasdóttir
✝ Jakobína BjörgJónasdóttir
fæddist 26. mars
1927. Hún lést 29.
nóvember 2016.
Útför Jakobínu
fór fram 10. desem-
ber 2016.
Þar rísa bjartar hallir
sem ei hrynja
og hreimur sætur fyllir
bogagöng
en langt í fjarska foldar
þrumur drynja
með fimbulbassa undir
helgum söng.
Og gullinn strengur
gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft
sumarkvöld,
þar roðnar aldrei sverð
af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
(Benedikt Gröndal)
Takk fyrir vináttuna. Hittumst
síðar, mín kæra.
Úrsula.
Minningargreinar
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum.
Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa
borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000
slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést.