Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skrokkurinn er eitthvað aumur eftir átök síðustu daga. Gott nudd eða heiti potturinn getur bætt þar úr. Vinur í vanda leitar til þín, þú veist hvað þér ber að gera. 20. apríl - 20. maí  Naut Væntingar fólks almennt, þínar líka, eru of miklar í dag. Róm var ekki byggð á einum degi. Þolinmæði er dyggð og þig skortir hana, viðurkenndu það og reyndu að bæta úr því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst gaman að taka áhættu. Temdu þér víðsýni og reyndu að sjá hlutina í víðara samhengi áður en þú ákveður næstu skref. Þú færð fréttir af fjölgun í fjölskyld- unni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú snýst til varnar samstarfsmann- eskju þinni í dag. Engum tekst að slá þig út af laginu þegar þú ert í þessum ham sem þú hefur verið í síðustu daga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú stendur frammi fyrir svo mörgum möguleikum að það er úr vöndu að ráða. Láttu það samt ekki aftra þér frá því að skreppa í frí. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur staðið á beit að undanförnu og nú er komið að því að halda í við sig og hreyfa sig aðeins meira. Ekki kvíða því að taka fyrsta skrefið í uppgjöri við fjölskylduna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Búðu þig undir að þurfa að leggja heil- mikið á þig á komandi mánuðum. Þú ert á fullu í félagslífinu og mættir aðeins hægja á þér. Þú ættir að hugsa betur um heilsuna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þeir eru margir sem dást að þér og starfi þínu og meðan þú heldur þínu striki þá áttu hrósið skilið. Veldu vel þá sem þú vilt umgangast í framtíðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Af hverju ættir þú að flýta þér þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara? Sjálfstraustið er í góðu lagi og þú ert jafn- framt hress. Hvað er hægt að biðja um meira? 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru margir lausir endar, sem þú þarft að hnýta, áður en þú getur slakað á. Hlustaðu á ráð sem þér eru gefin, þú þarft ekki að fylgja þeim samt sem áður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sköpunargáfa þín vekur athygli fólks. Leitaðu innlifunar í bækur, vini, músík eða ferðalög. Komandi ár verður gott. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður sífellt meðvitaðri um mátt orða þinna. Ekki taka mikilvægar ákvarðanir næstu daga, kyrr hugur vinnur best. Hér er dýrt kveðið hjá Ólafi Stef-ánssyni. Hann skýrir vísuna svo að „hjón úr næstu sveit, koll- egar okkar, héldu upp á afmæli á ferðalagi erlendis og fengu vísu að því tilefni. Vísan var í dýrari kant- inum, rétt eins og kampavínið sem þau veittu. Þetta er langhenda, oddhent og flughent. Örn í Túni, efnum búni, aldrei lúni’ á ferð um heim, og svanninn brúni á svanadúni, seint mun fúna ást hjá þeim. „Haustvísu á ýli“ risti Arnþórr (Helgason) leirskáld í Leirinn: Ennþá niður lafir laust lítið tól að framan. Tekur nú að nálgast haust, nætur dvínar gaman. „Hvað er að heyra, Arnþór?“ spyr Helgi Zimsen: Ekki rærðu inni í naust. Ertu að hvíla tólin? Haldin samt er hátíð traust hrútanna um jólin. Arnþórr leirskáld aftur: Fengitíminn fer nú að, fýsnir vorar magnast. Er nú best að þekkja það þegar ánum gagnast. Ingólfur Ómar er með á nót- unum: Hátíð nálgast helg og skær hefst þá frí í skólum. Fengitíminn færist nær fylgir bústang jólum. Og loks er Helgi Zimsen með „vangaveltur í desember“: Líkt og hamstur hjóli í horfi á árið líða. Löngu er sumars farið frí, finnst þó sumarblíða Þessi skemmtilegu orðaskipti urðu á Boðnarmiði. – Stefán Rögn- valdsson: Þegar nálgast lífsins lok lækkar sólarbaugur. Eftir mikið amstur, rok endar þú sem draugur. Ágústa Ósk Jónsdóttir svaraði: Í gröf vil sofa í góðum reit genginn er lífsins stigi, þessir draugar, það ég veit þeir eru bara lygi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vangaveltur og fengitíminn fer í hönd Í klípu „ÉG BAÐ UM FEGRUNARYFIRHALNINGU – STÍLISTA, EKKI STÍL.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GELTIÐ HANS ER VERRA EN BITIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að reyna að laga kramið hjarta. ÉG VAR EINU SINNI HNULLUNGUR, NÚ ER ÉG STEIN- VALA ÞAÐ ER LÓÐIÐ! VEÐRUNAR- KÚRINN! HVERNIG LÍÐUR KARLI? BETUR! HANN SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT HONUM HVATNING TIL ÞESS AÐ LIFA! Í ALVÖRU?! JAFNVEL EFTIR AÐ ÉG SENDI HANN Í ÞESSA FYRIRSÁT! JÁ! HANN VILL LIFA TIL ÞESS AÐ GETA KYRKT ÞIG! Víkverji hefur aldrei haft mikinnáhuga á herjum og veltir því oft fyrir sér hve miklu mætti koma til leiðar til að bæta mannlífið ef allur sá tími og peningar sem fara í að reka heri færi í brýnni verkefni. x x x Einn er þó sá her, sem Víkverjigetur ekki fengið af sér að gagn- rýna. Hjálpræðisherinn hefur lagt áherslu á að styðja þá sem minnst hafa á milli handanna. Hjálpræðis- herinn hefur verið fastur punktur í miðbæ Reykjavíkur og haft höfuð- stöðvar sínar í Kirkjustræti 2 í rúma öld. Það verða viðbrigði þegar hann flytur í nýjar höfuðstöðvar á Suður- landsbraut. x x x Hjálpræðisherinn leggur áherslu áað hjálpa þeim, sem eru heim- ilislausir og utangarðs. Hann hefur rekið súpueldhús í Kirkjustræti, en því þurfti að loka þegar húsnæðið var selt. Nú eru uppi hugmyndir um að fara nýjar leiðir og er í þeim efn- um horft til fordæma annars staðar, súpurútu, sem rekin hefur verið í Ósló, og eldhúsbíla í Bandaríkj- unum. x x x Jólaveislan á aðfangadagskvöldhefur verið fastur liður hjá Hjálpræðishernum í fjöldamörg ár. Í veislunni er lesið jólaguðspjall, borðaður jólamatur og dansað kringum jólatréð með jólasveinum, sem koma í heimsókn. Að lokum eru gestir leystir út með gjöfum. Eins og fram kemur í nýjasta tölublaði Her- ópsins voru um 200 manns skráðir í mat bæði sem sjálfboðaliðar og gest- ir þegar veislan var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrra. Er það fjöl- mennasta veisla Hjálpræðishersins frá upphafi. x x x Jólaveislan verður einnig haldin íRáðhúsinu á aðfangadagskvöld þessi jól. Í Herópinu kemur fram að jafnvel sé búist við fleiri gestum nú um jólin, einkum vegna aukins fjölda hælisleitenda hér á landi. vikverji@mbl.is Víkverji Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni. (Jóhannesarguðspjall 10:27-28) STUÐNINGSSOKKAR FYRIR FERÐALAGIÐ mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.