Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
Æsispennandi eltingarleikur
Bangsi litli í sumarsól
bbbbn
Texti og myndir: Benjamin Chaud.
Íslensk þýðing: Guðrún Vilmundar-
dóttir.
Angústúra, 2016. 32 bls.
Bangsi litli í sumarsól eftir
Frakkann Benjamin Chaud er
fyrsta barnabókin sem nýja bóka-
útgáfan Angústúra gefur út. Um er
að ræða hluta af bókaröð höfundar
um bangsafeðga og fjölbreytileg
ævintýri þeirra. Bókin, sem er í
óvenjulega stóru broti, er ætluð
yngstu lesendunum. Sagan er ein-
föld og hvílir á skemmtilegu mynd-
efni, en aðeins
eru þrjár til
fjórar línur af
texta á hverri
síðu.
Bókin hefst í
snæviþakinni
Parísarborg
þar sem
bangsafeðg-
arnir leita
skjóls innan-
dyra til að
leggjast í híði. Þeim finnst tilvalið
að slást í hóp með fjölda annarra
sofandi bangsa en átta sig ekki á
því að um er að ræða bangsadeild
leikfangaverslunar. Ekki fá þeir að
hvílast lengi, því bangsapabbi
hrekkur upp af værum blundi
stuttu eftir að lítill strákur hefur
keypt Bangsa litla, enda fallegasti
bangsinn í búðinni.
Strax á fyrstu opnu geta les-
endur skemmt sér við að rekja slóð
bangsanna í snjónum og þar með er
tónninn sleginn, því höfundur býð-
ur lesendum í spennandi ferðalag
um myndheim sinn þar sem
Bangsapabbi reynir að missa aldrei
sjónar af Bangsa litla í eftirför
sinni. Lesendur þurfa, líkt og
Bangsapabbi, að rýna vel í um-
hverfið til að finna Bangsa litla, því
myndirnar eru hlaðnar alls kyns
skemmtilegum smáatriðum. Húm-
orinn í bókinni er góður eins og sjá
má um borð í stóra skemmti-
ferðaskipinu þar sem farþegar
horfa á Titanic sér til skemmtunar.
Bangsi litli í sumarsól er falleg og
vönduð bók. Vonandi rata fleiri
bækur úr seríunni út á íslensku.
Ímyndunaraflið tekur völdin
Búðarferðin
bbbbn
Texti: Ósk Ólafsdóttir.
Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Töfraland, 2016. 32 bls.
Búðarferðin er einnig ætluð
yngstu lesendunum með litlu texta-
magni og áhugaverðum myndheimi.
Hún fjallar um Blæ og hundinn
Buslu, sem fá það verkefni að fara
út í búð að kaupa mjólk án þess að
vera í fylgd með fullorðnum. Bókin
hefst í hversdagslegu umhverfi en
strax á annarri opnu tekur ímynd-
unaraflið
völdin þar
sem hund-
urinn
breytist í
dreka,
köttur í
ljón, bíll í
hestvagn
og hús í
höll. Ósk
Ólafsdóttir og Bergrún Íris Sæv-
arsdóttir vinna á bæði skemmti-
legan og frumlegan hátt með sam-
spil texta og mynda.
Textinn lýsir hversdagslegum at-
höfnum á borð við það að halda
jafnvægi á gangstéttarbrún, bíða
eftir græna karlinum til að komast
yfir götuna, ganga upp brekku,
leita að mjólk í matvörubúð og
rétta búðarmanni pening en mynd-
irnar sýna okkur jafnvægislist á
trjágrein, siglingu yfir á, klettaklif-
ur, leit í völundarhúsi og tröllkarl
sem tekur á móti fjársjóðskistu.
Með því að stilla þessum tveimur
ólíku heimum saman eru lesendur
minntir á hversu ævintýralegur og
ógnvekjandi hversdagsleikinn get-
ur virst ungum borgurum. En jafn-
framt brýnir bókin fyrir okkur
mikilvægi ímyndunaraflsins.
Líf í breyttum heimi
Flökkusaga
bbbmn
Texti og myndir: Lára Garðarsdóttir.
Lára Garðarsdóttir, 2016. 40 bls.
Flökkusaga er frumraun Láru
Garðarsdóttur sem rithöfundur, en
hún hefur um árabil unnið við
teiknimyndagerð og myndskreyt-
ingu bóka. Sagan fjallar um ís-
bjarnarhúninn Ísold, sem ásamt
mömmu sinni neyðist til að yfirgefa
fyrri heimkynni sín í norðri vegna
veðurfarsbreytinga. Eftir margra
daga sundferð yfir hafið koma þær
að landi þar sem allt er skógi vaxið.
Þar kynnist Ísold Kolbirni, sem er
brúnn skógarbjörn. Pabbi Kol-
björns og
önnur dýr
skógarins
taka ís-
bjarnar-
mæðgunum
hins vegar
illa sökum
föls lit-
arhafts
þeirra. Það
er ekki fyrr en Ísold bjargar Kol-
birni frá drukknun að dýrin taka
þær í sátt.
Höfundur tekst í bókinni á við
ýmis aðkallandi vandamál í sam-
tímanum, s.s. áhrif loftslagsbreyt-
inga, flóttamannavandann og for-
dóma í garð útlendinga. Styrkur
bókarinnar felst í fallegum og vel
útfærðum myndum. Myndefnið er
fjölbreytt, andlit dýranna tjáning-
arrík og litanotkunin vel útfærð.
Sem dæmi er snjallt að láta hinn
bláa heim Ísoldar og græna heim
Kolbjörns mætast með áhrifaríkum
hætti í björgunarsenunni sem öllu
breytir. Þó að textinn sé reglulega
brotinn upp með örstuttum sam-
tölum er sögumannsröddin áber-
andi. Hún verður á köflum aðeins
of predikandi og hefði farið betur á
því að koma boðskap sögunnar og
tilfinningum til skila með fínlegri
hætti, t.d. í gegnum samtölin. Eftir
stendur að Flökkusaga er hugljúf
saga með fallegum boðskap.
Að beisla ofurkrafta
Ofur Kalli
bbbnn
Texti: Camilla Läckberg.
Myndir: Millis Sarri.
Íslensk þýðing: Sigurður Þór
Salvarsson.
Sögur útgáfa, 2016. 32 bls.
Sænski höfundurinn Camilla
Läckberg hefur á síðustu árum get-
ið sér gott orð sem reyfarahöf-
undur og hafa ófáar bækur hennar
komið út á íslensku. Þegar hún
gekk með þriðja barn sitt fékk hún
hugmyndina að ofurhetjunni Ofur
Kalla og hefur frá árinu 2011 sent
frá sér fjórar barnabækur um þetta
óvenjulega afkvæmi.
Í fyrstu bókinni útskýrir höf-
undur hvernig Kalli öðlaðist ofur-
krafta sína, en þegar hann lá ný-
fæddur í vöggu sinni á spítalanum
dreifðist yfir hann örfínt stjörn-
uryk við árekstur tveggja stjarna.
Áhrif ryksins verða þau að hann
kann að tala þótt ungbarn sé, nota
klósettið eins og fullorðið fólk, og
síðast en ekki síst að fljúga. Fyrir
utan flughæfileikana hugsar og
hagar Ofur
Kalli sér eins
og fullorðin
manneskja í
barnslíkama.
Hann gerir sér
fljótt grein
fyrir því að
hann þarf að
þykjast slefa
og babla til að
koma ekki upp
um raunverulega líkamsfærni sína.
Reyndar kemst amman á snoðir um
ofurkrafta barnabarns síns en
ákveður að halda upplýsingunum
fyrir sig, án þess að höfundur geri
neinar tilraunir til að útskýra hvers
vegna.
Litríkar teikningar Millis Sarri
eru skemmtilegar og bæta heil-
miklum upplýsingum við textann.
Lesendur fá góða innsýn í hvers-
dagslíf fjölskyldu Ofur Kalla, sem
samanstendur af foreldrum, tveim-
ur eldri systkinum, afa og ömmu.
Þó að fullorðna fólkið sé allt af-
skaplega vingjarnlegt og brosmilt
er það iðulega niðursokkið í lestur
bóka og dagblaða, sem skýrir
mögulega hvers vegna það fer að
stórum hluta framhjá því hversu
niðurlútur eldri sonurinn er. Dótt-
irin útskýrir að hann verði fyrir
einelti eldri stráks sem býr í næsta
húsi en fullorðna fólkið lætur sér
það sem vind um eyru þjóta. Þá
kemur til kasta Ofur Kalla, sem
ákveður að taka málin í eigin hend-
ur. Þar sem hrekkjusvínið heldur
því fram að það sé prumpulykt af
stóra bróðurnum ákveður Ofur
Kalli að maka innihaldi kúkableyju
sinnar á hrottann, með þeim afleið-
ingum að hann getur ekki lengur
strítt eldri bróðurnum. Þó að kúk-
og piss-húmor falli iðulega vel í
kramið hjá yngri lesendum verður
að segjast að það er vægast sagt
vafasamur boðskapur að besta leið-
in til að takast á við einelti sé að
hefna sín á gerandanum.
Ímyndunaraflinu
sleppt lausu
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar
og þýddar barnabækur
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Ævintýri Söguhetjan Blær, sem getur hvort heldur sem er verið stúlka eða
strákur, ásamt Buslu í Búðarferðinni eftir Ósk og Bergrúnu Írisi.
Miðasala og nánari upplýsingar
SÝND KL. 6, 9
SÝND KL. 5.40
SÝND KL. 8, 10
SÝND KL. 8, 10.45
SÝND KL. 5.40