Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 29
Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.“ Óskar var í Víðistaðaskóla, Grunnskólanum á Akranesi, stund- aði nám við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi og lauk þaðan sveinsprófi í húsasmíði 1989. Hann flutti síðan í bæinn og stundaði húsasmíðar í nokkur ár á höf- uðborgarsvæðinu. Árið 1992 lagði Óskar land undir fót, hóf nám í útivistarfræðum við La Trope University í Ástralíu og lauk þaðan BA-prófi 1994. Hann lauk síðan MBA-prófi við HR 2008. Heim kominn frá Ástralíu stofn- aði Óskar fyrirtækið Ultima Thule, ásamt félaga sinum, Baldvini Krist- jánssyni. Baldvin hætti síðan í rekstrinum en Óskar hefur starf- rækt fyrirtækið síðan og hefur það verið vaxandi rekstur frá stofnun. Óskar stofnaði síðan fyrirtækið Adrenalín 2005 og hefur auk þess verið framkvæmdastjóri þess: „Það má kannski segja að Utima Thule sé hefðbundnara ferðaþjónustu- fyrirtæki en Adrenalín er með Adr- enalíngarðinn á Nesjavöllum, ásamt ýmsum ævintýra-dagsferðum fyrir erlenda ferðamenn. Auk þess býður Ultima Thule upp á fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir Íslendinga út um allan heim. Þar erum við í sam- vinnu við breska ferðaþjónustufyr- irtækið Exodus sem kann til verka í þeim efnum, rétt eins og við hér heima.“ Óskar var stofnfélagi og sat í stjórn Hjálparsveitar skáta á Akra- nesi og sat skamma hríð í stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Hann sat í ferðaskrifstofunefnd hjá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og situr nú í umhverfisnefnd SAF. Það þarf vart að spyrja Óskar um áhugamál en þau snúast að sjálf- sögðu helst um útivist, gönguferðir, fjallgöngur, reiðhjólaferðir og skíðaferðir. „Ég hef haft áhuga á útivist frá því á unglingsárunum. Við vorum nokkrir félagar á Skaganum sem höfðum gaman af því fara í göngu- ferðir og útilegur. Ég hóf svo að starfa með skátunum á Skaganum og síðan með starfinu í Hjálp- arsveitinni blossaði svo þessi áhugi upp og hefur verið óslitinn síðan. Ég hlusta líka töluvert á tónlist en hver gerir það ekki? Mín tónlist er einkum klassíkskt rokk, s.s. Pink Floyd, Led Zeppelin, Pixies, Doors, Dire Straits og svo ýmislegt nýrra því gott rokk er alltaf rokk.“ Fjölskylda Eiginkona Óskars er Ragnheiður Kristinsdóttir, f. 1.4. 1968, iðju- þjálfi. Foreldrar hennar: Kristinn Júlíusson, f. 27.2. 1921, d. 4.11. 2005, bóndi á Leirá í Leirársveit, og Sigurást Indriðadóttir, f. 29.6. 1928, fyrrv. bóndi á Leirá. Synir Óskars og Ragnheiðar eru Dagur Óskarsson, f. 11.8. 1998, nemi í Menntaskólanum við Sund; Hrafnkell Óskarsson, f. 9.11. 2000, nemi við Menntaskólann við Sund, og Freyr Óskarsson, f. 14.4. 2005, grunnskólanemi. Systkini Óskars eru Jóhannes Guðjónsson, f. 20.8. 1971, yfirmaður tölvumála hjá Össuri, búsettur í Reykjavík, og Elísabet Guðjóns- dóttir, f. 25.5. 1973, starfsmaður hjá Innkaupastofnun ríkisins, búsett í Reykjavík. Foreldrar Óskars eru Guðjón J. Jensson, f. 7.1. 1946, pípulagn- ingameistari í Reykjavík, og k.h., Guðrún J. Jóhannesdóttir, f. 21.8. 1947, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík. Úr frændgarði Óskars Helga Guðjónssonar Óskar Helgi Guðjónsson Þorvarðína Kolbeinsdóttir húsfreyja í Hnífsdal Pétur Níelsson sjóm., form. og smiður í Hnífsdal Elísabet Pétursdóttir húsfr. og verkak. í Rvík Jóhannes Jónsson sjóm. og verkstj. hjá Togaraafgreiðslunni Guðrún J. Jóhannesdóttir fyrrv. skrifstofumaður í Rvík Guðrún Gísladóttir húsfreyja á Þingeyri Jón Jóhannsson verkam. á Þingeyri Gylfi Jóhannesson fyrrv. landsliðsm. í handbolta Pétur Jóhannesson fyrrv. landsliðsm. í handbolta Christine Jóensen húsfreyja í Færeyjum Jóen Jacob Jóensen búsettur í Færeyjum Elsebeth Vilhjálmsson framreiðslukona og húsfreyja í Rvík Jens Vilhjálmsson sjómaður í Rvík Guðjón J. Jensson pípulagningarm. í Rvík Hólmfríður Snorradóttir húsfreyja í Vogsósum Vilhjálmur Ásmundsson b. í Vogsósum og verkam. og trillukarl í Rvík Á Snæfellsjökli Óskar á skíðum. ÍSLENDINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 90 ára Eva Magnúsdóttir Jón V. Jónsson 85 ára Anna Vernharðsdóttir Ágústa A. Valdimarsdóttir 80 ára Árni Erlendsson Hertha Wendel Jónsdóttir Kristín Gústavsdóttir Matthías Kjeld Narfi Hjörleifsson Sigrún Þórisdóttir Sigurður Eiðsson 75 ára Elín Halldórsdóttir 70 ára Anna M. Þórðardóttir Brandur Búi Hermannsson Gísli Ágústsson Guðbjörg Sigr Friðriksdóttir Guðlaug Ingvarsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Ingi Þór Björgólfsson Rakel Sigurðardóttir Sigurlaug Rakel Rafnsdóttir Sæmundur Friðbjörnsson Þórir H. Hermannsson 60 ára Arnheiður Ásgrímsdóttir Guðlaug B. Bjarnþórsdóttir Ingibjörg Ó. Þorvaldsdóttir Konráð Stefán Konráðsson Ragnheiður G. Óskarsdóttir Snorri Hildimar Jónsson 50 ára Ásta Mósesdóttir Elín V. Magnúsdóttir Ester Guðmundsdóttir Guðmundur Björnsson Helga Hassing Hörður Ólafsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Jón Hafþór Þórisson Olga Jóhanna Stefánsdóttir Ómar Þorgils Pálmason Óskar Helgi Guðjónsson Pétur Bogi Hockett Sandra Rutar Sigurbjörn Rafn Úlfarsson 40 ára Berglind Ósk Ingólfsdóttir Ekaterina Naryshkina Eygerður Margrétardóttir Helgi Hrafn Reimarsson Hólmar Logi Sigmundsson Joanna M. Chojecka Malgorzata Kijek Marius Pozniakovas Soffía Helga Valsdóttir Tristan Pétur Depenne Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 30 ára Augustin Baptise Vuillard Baldvin Jóhannsson Brynja Lind Vilhjálmsdóttir Daníel Þór Monzon Eric T. Baldvinsson Eva Suetoe Guðmundur Orri Annýjarson Guðrún Jóna Hauksdóttir Hólmfríður Birna Sigurðardóttir Jakob Bergvin Bjarnason Kamil Lukasz Kluczynski Marcin Kozaczek Ragna Sif Árnadóttir Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir Sigurður Valdimar Steinþórsson Silvia Cristina Coelho Carvalho Thelma Arngrímsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ragnhildur ólst upp í Vesturbænum í Reykjvík, býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í næring- arfræði við HÍ og starfar á vegum Barnaverndar. Maki: Örn Hólm, f. 1981, bílasmiður. Sonur: Ari Hólm Arn- arson, f. 2012. Foreldrar: María Þorleifs- dóttir, f. 1954, félags- ráðgjafi, og Hafsteinn Másson, f. 1960, tækni- stjóri á Stöð 2. Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir 30 ára Hólmfríður ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BA-prófi í félagsfræði frá HÍ, starfar hjá Síman- um og er í fæðingarorlofi. Maki: Gunnar Ágústsson, f. 1986, MSc í skipulags- fræði frá Landbúnaðarhá- skólanum. Synir: Ágúst Helgi og Sigurður Heiðar, f. 2016. Foreldrar: Sigurður Ingi Halldórsson, f. 1952, og Steinunn Helga Björns- dóttir, f. 1956. Hólmfríður B. Sigurðardóttir 40 ára Hólmar býr í Kópavogi, lauk atvinnu- flugmannsprófi og er flugmaður hjá Gæslunni. Maki: Sólveig Þórarins- dóttir, f. 1980, jógakenn- ari og rekur Jógastöðina Sólir. Börn: Karín, f. 2007; Sól- on, f. 2009, og Hákon, f. 2011. Foreldrar: Amalía Sigurð- ardóttir, f. 1945, og Sig- mundur Guðmundsson, f. 1945. Hólmar Logi Sigmundsson  Anil Pandurang Jagtap hefur varið doktorsritgerð sína í efnafræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Vatnsleys- anlegar nítroxíð tvístakeindir til mögnunar á kjarnaskautun (Water- soluble nitroxide biradicals for dyna- mic nuclear polarization). Leiðbein- andi var dr. Snorri Þór Sigurðsson, prófessor við raunvísindadeild Há- skóla Íslands. Kjarnsegulgreining (nuclear magn- etic resonance, NMR) er mikilvæg lit- rófsgreiningaraðferð sem hefur verið notuð á mörgum sviðum vísinda. Helsta takmörkun NMR er lágt næmi. Ein aðferð til að auka styrkleika NMR merkja um nokkrar stærðargráður er mögnun á kjarnskautun (dynamic nuclear polarization, DNP). Í DNP er skautunin venjulega yfirfærð frá tvístakeindum yfir á þann kjarna sem verið er að skoða með NMR. Hins vegar eru flestar þekktar tvístakeind- ir vatnsfælnar og er því ekki hægt að nota þær fyrir sýni sem eru leys- anleg í vatni. Þessi ritgerð lýsir smíði á þremur vatnsleysanlegum tvístak- eindum, bcTol, bcTol-M og cyolyl- TOTAPOL. Bæði bcTol og bcTol-M sýna mjög góðan leysanleika í vatni, miklu hærri en hjá öðrum þekkt- um tvístakeind- um, og sterk DNP áhrif. Stöðugleiki mismunandi stak- einda gagnvart afoxun var einnig rannsakaður í því augnamiði að nota þær við rafeinda- segulgreiningu (electron paramagne- tic resonance, EPR) í frumum, sem hafa náttúrlega afoxunarmiðla eins og askorbínsýru og glútaþíon. Fimm- tán stakeindir voru smíðaðar og var stöðugleiki skoðaður við mismunandi afoxandi umhverfi, þar á meðal í líf- andi frumum. Tetraetýlpyrrólidín- afleiddar nítroxíðstakeindir reyndust stöðugastar gagnvart afoxun. Tetrae- týlisoindolín-afleiddar nítroxíð- stakeindir voru einnig mjög stöðugar gagnvart afoxun og vegna auðveldrar efnasmíðar voru þær valdar til teng- ingar við kjarnsýrur. Í því skyni var ný aðferð þróuð til spunamerkingar á RNA þar sem 2’-amínó hópar í RNA voru hvarfaðir við isoþíósýaníð virknihópa á ísóindólín stakeindunum í mjög góðum heimtum. Anil Pandurang Jagtap Anil Pandurang Jagtap fæddist árið 1980 í Maharashtra-héraði á Indlandi. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í efnafræði frá Shivaji University í Kolhapur árið 2001 og lauk MSc-gráðu í lífrænni efnafræði frá University of Pune á Indlandi árið 2003. Hann vann fyrir lyfjafyrirtæki í sjö ár áður en hann hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2010. Hann er núna nýdoktor við Raunvísindastofnun HÍ. Doktor Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is 40 ára Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Stýrðu birtunni heima hjá þér Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 PLÍ-SÓL GARDÍNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.