Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Netverð á mann frá kr. 66.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. janúar í 9 nætur.Jólapakki Gran Canaria & Tenerife Gefðu jólapakka í vetrarsól Frá kr. 66.995 Bókanlegt til 24. des. Brottfarir 2. janúar til 24. mars Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Lífeyrisfrumvarpið verður tekið út úr nefnd á morgun, mánudag,“ segir Brynjar Níelsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, í samtali við Morgunblaðið í gær og fer frumvarp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins því í aðra um- ræðu á þinginu í dag. Ef engar breyt- ingartillögur koma fram er óvíst hvort frumvarpið fer í nefnd að um- ræðu lokinni eða beint í atkvæða- greiðslu. „Þetta er mjög nauðsynlegt og mikilvægt mál sem er til bóta fyrir alla,“ bætir Brynjar við og á einnig von á að frumvarp um Kjararáð fari úr nefnd í dag og í aðra umræðu. Þá eru engar breyt- ingar fyrirhugaðar á hinum svokallaða bandormi, eða frumvarpi um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis fundar aftur í dag en kom ekki saman um helgina. Fjárlaganefnd fundaði hins vegar yfir helgina en þar er til umræðu fjárlagafrumvarp 2017. Loksins breytinga að vænta Mikill fjöldi umsagna barst varð- andi lífeyrisfrumvarpið þrátt fyrir knappan skilafrest og reyndust skipt- ar skoðanir á meðal umsagnaraðila um hvort styðja ætti frumvarpið í núver- andi mynd. Alþýðusamband Íslands ítrekar að samræma þurfi lífeyrisréttindi á al- mennum og opinberum vinnumarkaði en það sé forsenda fyrir samtali milli aðila vinnumarkaðarins varðandi nýtt samningalíkan. Grundvallarbreyting hafi verið gerð frá fyrra frumvarpi en nú er gert ráð fyrir áframhaldandi rík- isábyrgð á óbreyttum réttindum allra núverandi elli-, örorku- og makalífeyr- isþega og sjóðfélaga sem náð hafa 60 ára aldri. Alþýðusambandið geldur þó varhug við því að ekki hafi verið gerð greining á fjölda sjóðfélaga sem þessi breyting nær til, tímarammanum eða tryggingafræðilegum áhrifum eða kostnaðaráhrifum á ríkissjóð. Viðskiptaráð Íslands fagnar því að loks standi til að stíga skref til breyt- inga á lífeyriskerfi opinberra starfs- manna og telur afar mikilvægt að frumvarpið nái brautargengi á þing- inu. Nái það ekki fram að ganga kunni það að hafa alvarlegar afleiðingar fyr- ir ríkissjóð og stöðugleika á vinnu- markaði. Félag íslenskra náttúrufræðinga styður hins vegar ekki breytingar á lífeyriskerfinu sem fela í sér skerð- ingu á réttindum eða kjörum núver- andi eða framtíðar-félagsmanna og Bandalag háskólamanna telur frum- varpið ekki í fullu samræmi við efni samkomulags ríkis, sveitarfélaga og opinberu bandalaganna þriggja og það geti því ekki mælt með afgreiðslu frumvarpsins í óbreyttri mynd. Lífeyrisfrumvarp úr nefnd  Nauðsynlegt og mikilvægt mál, segir varaformaður Efnahags- og viðskipta- nefndar  Viðskiptaráð Íslands fylgjandi frumvarpinu en BHM og FÍN hafna því Brynjar Níelsson Uppsteypa á fjögurra hæða sjúkrahóteli á Landspítalareitn- um er langt komin. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, er innivinna hafin á neðstu hæðinni. Þá er verið að ganga frá tengibygg- ingum í K-bygginguna svokölluðu og yfir í kvennadeildina. Stefnt er að því að verkinu ljúki í byrjun sumars, en þá hefj- ast framkvæmdir á bílastæðum og torgi á milli sjúkrahótels og kvennadeildar. Á hótelinu verða 75 herbergi í 3.500 fermetra rými. Byggingin er alls 4.258 fer- metrar að stærð með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hót- elinu. Það mun tengjast barna- spítala og kvennadeild um tengi- gang í kjallara. Gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður nýs sjúkrahótels verði um tveir millj- arðar króna með lóða- og hönnunarkostnaði vidar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Uppsteypa langt komin Sjúkrahótel Uppsteypa nýs sjúkrahótels stendur yfir þessa dagana. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í hádeginu í gær voru 98 skip og bátar, flestir litlir, á kortum Landhelg- isgæslunnar. Á venjulegum degi hefðu þau verið um 300, en þarna kemur til að fiskiskipaflot- inn er í höfn vegna verkfalls sjó- manna gagnvart Samtökum fyrir- tækja í sjávar- útvegi, SFS, sem skall á í síðustu viku. Sjómenn frá Bolungarvík voru meðal þeirra sem sóttu sjó í gær, en verkfallið nær ekki til smábátasjó- manna. Bátarnir Fríða Dagmar, Jón- ína Brynja, Guðmundur Einarsson og Einar Hálfdánarson fóru allir út í gær- morgun og komu í land síðdegis. Ágætlega fiskaðist „Við vorum í mynni Ísafjarðardjúps og það fiskaðist ágætlega, þorskur og ýsa því sem næst til helminga. Ýsan fer á fiskmarkaðinn og vonandi fæst gott verð fyrir aflann núna, því fram- boðið er lítið,“ sagði Egill Jónsson, skipstjóri á Jónínu Brynju ÍS, í sam- tali við Morgunblaðið. Í komandi viku, þeirri síðustu fyrir jól, sagði hann að menn myndu sækja á sjó eins og veður leyfði, en spáin væri ekki góð. Þá var báturinn Þorlákur ÍS frá Bolungarvík á sjó. Útgerð bátsins er á vegum áhafnar og nær verkfallið því ekki til hennar. Frystitogari Samherja, Oddeyrin EA, er væntanlegur til Akureyrar á þriðjudag af miðunum í Barentshafi, hvaðan er sex daga sigling hingað heim. „Þetta er grábölvað, núna erum við með átta skip bundin við bryggju og bráðum það níunda,“ sagði Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. „Landvinnslan er stopp og auðvitað getur þetta haft áhrif á viðkvæman markað. Þar get ég nefnt til dæmis Norðmenn sem fara á fullt eftir nýárið þegar nýtt kvótaár hefst.“ Um 100 skip voru á sjó í gær  Verkfall sjómanna á fiskiskipum bítur  Oddeyrin að koma úr Barentshafi Ljósmynd/Haraldur Guðfinnsson Sjósókn Útgerð smærri línubáta er uppistaðan í útgerðinni í Bolungarvík. Hér sést landað úr bátum við Brjótinn. Egill Jónsson Köldu lofti úr vestri og norðri sem leggja mun að landinu á miðvikudag og fimmtudag fylgir éljagangur og ekki eru líkur á að snjó sem þá kann að falla taki upp í síðari hluta vik- unnar. Margt bendir því til þess að á aðfangadag verði hvít jörð víðast hvar á landinu. Veðráttan framan af vikunni verð- ur fremur kaflaskipt. Í dag, mánu- dag, voru líkur á að snjór yrði víða um landið sunnan- og vestanvert og allt norður í Skagafjörð. Fylgt gætu dimm él víða, svo fólk sem er á ferð- inni þarf að huga vel að færð. Á morgun, þriðjudag, má gera ráð fyrir hlýindum, en eftir það verða breyt- ingar – og þá kemur vottur af vetri. „Sú hlýja tíð sem verið hefur meira og minna í allt haust virðist vera komin á enda. Hlýtt loft sunnan úr Atlantshafi hefur streymt hingað norður, en nú leggur það fremur að Bretlandseyjum, Norður-Evrópu og Skandinavíu. Þar er fínt veður þessa dagana,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Metið fellur ekki Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði um helgina á bloggsíðu sinni að ólíklegt væri, miðað við spár næstu daga, að árið 2016 yrði það hlýjasta sem vitað væri um á landinu. Núna væru líkur á að hitinn yrði um 6,0 stig, sem skilar þó einu toppsætanna hvað hlýindi áhrærir. Þannig er árið 2003 það hlýjasta sem mælst hefur, þá var 6,06 gráðu meðalhiti, og næst á eftir því 2014 með 5,99 gráður. sbs@mbl.is  Hlýindin á enda Morgunblaðið/Eggert Seltjarnarnes Ekki hefur verið ama- legt að fá sér göngutúr í blíðunni. Vaxandi líkur á hvít- um jólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.