Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Upplýst hefur verið hvaða níu kvik- myndir komust í gegnum forval Óskarsverðlaunanna í verðlauna- flokknum Besta erlenda kvikmynd- in. Myndunum verður að vanda í framhaldinu fækkað niður í fimm og tilkynnt um allar tilnefningar þann 24. janúar, en verðlaunin sjálf verða afhent við hátíðlega athöfn 26. febrúar í Dolby-leikhúsinu í Hollywood þar sem Jimmy Kimmel verður kynnir kvöldsins. Myndirnar níu eru A Man Called Ove frá Svíþjóð; It’s Only the End of the World frá Kanada, Land of Mine frá Danmörku, My Life as a Zucchini frá Sviss, Paradise frá Rússlandi; Tanna frá Ástalíu; The King’s Choice frá Noregi; The Salesman frá Íran og Toni Erd- mann frá Þýskalandi. Síðastnefnda myndin hlaut einn- ig nýverið tilnefningu til Golden Globe-verðlaunanna sem besta er- lenda myndin. Tanna hlaut áhorf- endaverðlaunin á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum. It’s Only the End of the World hlaut Grand Prix- verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tvær norrænar kvikmyndir á listanum Föst Sandra Huller og Peter Simonischek handjárnuð í Toni Erdmann. Í fyrsta sinn á ferli sínum mun Julia Roberts leika aðalhlutverk í sjón- varpsþáttaröð. Serían byggist á skáldsögunni Today Will Be Differ- ent eftir Maria Semple sem út kom í september. Semple mun sjálf skrifa handrit þáttanna, en framleiðslufyr- irtæki Roberts, Red Om Films, framleiðir þættina. Frá þessu er greint á vef BBC. Fram til þessa hefur Roberts aðeins verið gesta- leikari í sjónvarpsþáttum á borð við Vini og Law & Order. Today Will Be Different fjallar um Eleanor Flood sem skipuleggur hlutina vel til þess að upplifa besta dag ævi sinnar, en þarf að horfast í augu við að framtíðin sem bíður hennar er allt öðruvísi en hún hafði gert sér í hugarlund. „Mig svimar við tilhugsunina um að Julia Roberts muni blása lífi í Eleanor Flood … Þetta á eftir að verða skemmtilegt ferðalag,“ segir Semple í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Samkvæmt frétt BBC er enn óljóst hvaða sjónvarpsstöð muni frumsýna þættina. Roberts hlaut árið 2001 Óskars- verðlaun sem besta leikkonan í aðal- hlutverki fyrir túlkun sína á Erin Brockovich í samnefndri kvikmynd. AFP Vinsæl Julia Roberts leikkona. Julia Roberts í aðal- hlutverki í nýrri seríu Hús hans hafa mótað um-hverfi okar í rúma öld oghaft áhrif á aðra semkomu á eftir,“ skrifar Björn G. Björnsson í innganginum að myndarlegri bók sinni, Fyrsti arki- tektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans. Rögnvaldur fæddist í Dýrafirði ár- ið 1874 og lést úr berklaveiki árið 1917, aðeins 42 ára að aldri, í Vífils- staðaspítala sem var stærsta bygg- ing sem hann teiknaði. Rögnvald- ur lauk prófi frá Lærða skólanum árið 1901 og hélst þá til náms í húsagerðarlist. Vegna berklanna sem skertu lífsgæði hans verulega frá því hann var á þrí- tugsaldri lauk hann ekki námi en engu að síður varð hann fyrsti Íslend- ingurinn sem gerði hönnun húsa að ævistarfi. Starfstíminn varð skamm- ur, aðeins tólf ár, en Rögnvaldur varð árið 1906 ráðunautur landsstjórn- arinnar um opinberar byggingar og eftir hann liggja á fjórða tug kirkna, fjöldi skólabygginga og annarra húsa víða út um landið. Meðal þekktustu bygginga hans má nefna Húsavík- urkirkju, Pósthúsið í Reykjavík, Sól- eyjargötu 1 – Staðastað, Búnaðar- skólana á Hvanneyri og Hólum, Kennaraskólann við Laufásveg og Ráðherrabústaðinn – auk fjölda kirkna sem setja svip á kaupstaði, þorp og sveitir landsins. Í upphafi bókarinnar er fjallað á yfirgripskenndan hátt um bakgrunn Rögnvaldar, uppvöxt og nám í Reykjavík og í Danmörku, og síðan starfsumhverfið í Reykjavík. Annar kafli bókarinnar fjallar um kirkjur hans úr timbri, sá þriðji um önnur timburhús hans, og þá eru kaflar um barnaskólahús úr timbri, bruna mið- bæjar Reykjavíkur, kirkjur úr stein- steypu, önnur steinsteypuhús, barna- skólahús úr steinsteypu, og svo óbyggð hús og tillögur Rögnvaldar að húsum. Bókinni lýkur með umfjöllun um ævilok arkitektsins, skrá yfir verk hans og dæmum úr bréfasöfn- um. Þetta er fyrst og fremst ljós- myndabók sem gefur kærkomið og mikilvægt yfirlit yfir verk þessa merka frumkvöðuls íslenskrar bygg- ingarlistar. Í inngangi skrifar Björn að eftir að hafa kynnst verkum Rögn- valdar og hrifist af þeim við gerð sjónvarpsþátta á níunda áratug lið- innar aldar, hafi hann tekið að afla sér heimilda um manninn og verkin. Bókin sé afrakstur 20 ára áhuga á verkum hans „og ótal ferða um landið til að ljósmynda og kanna hús hans og veita þannig innsýn í merkilegt ævistarf“ hans. Um sumar bygginganna er fjallað á einni síðu, í tveimur til þremur myndum og knöppum texta, aðrar fá opnu eða tvær og þá getur einnig að líta ýmsar teikningar arkitektsins. Pétur H. Ármannsson arkitekt og rit- höfundur skrifar stuttan inngang, á einni síðu, þar sem verk Rögnvaldar eru skýrð og sett í samhengi og sakn- ar þessi lesandi að sjá ekki slík fræði- leg tök með skýringum við helstu byggingar í bókinni og um hvernig verkin þróast. Þá vantar myndatexta að mestu og er það bagalegt því í verki sem þessu eru þeir mjög mik- ilvægir, fylla út í heildarmyndina og leiða lesanda áfram við að skoða og lesa. Höfundur tekur vissulega fram, að ekki sé „ætlunin að meta verk Rögn- valdar út frá byggingarfræðilegu sjónarhorni“ og er bókinni frekar ætlað að vera „ljósmyndabók með fróðleik en fræðirit með myndum.“ Uppleggið er því skýrt og verkið vel unnið út frá því, en það sem vart er að vænta annarrar bókar um feril Rögn- valdar hefði verið fengur að fræði- legri upplýsingum við einstök hús. Þessi bók er þó mikilvægt og þarft verk. Á síðustu árum hafa komið út bækur um aðra merka arkitekta okk- ar og þessari má skipa beint í þann flokk. Merkur frumkvöðull Fræði Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans bbbmn Eftir Björn G. Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2016. Innbundin, 240 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ljósmynd/Björn G. Björnsson Íslensk klassík Í Stóra-Núpskirkju sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði árið 1909. Rýnir segir bók Björns G. Björnssonar „mikilvægt og þarft verk“. Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 2, 4.30 SÝND KL. 7 SÝND KL. 10 SÝND KL. 2, 3, 6, 9 í 2D - SÝND KL. 5 , 8, 10.45 Í 3D TILBOÐ KL 2 OG 3 TILBOÐ KL 2 OG 4.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.