Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 28
28 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Nei, ég kvíði því sko ekki að eldast. Þvert á móti fagna éghverjum afmælisdcgi, er þakklát fyrir hvern dag og þáheilsu sem maður hefur, þó maður sé auðvitað ekkert ung- lamb lengur. Við eigum að reyna að taka því sem að höndum ber með æðruleysi, vera ánægð með lífið og tilveruna og átta okkur á því að það eru forréttindi að fá að eldast,“ segir Guðlaug Björk Bjarn- þórsdóttir sem hefur verið bankamaður á Selfossi og í Hveragerði á undanförnum árum, en er nú að byrja í nýju starfi eftir áramót. Guðlaug fæddist í Hafnarfirði, bjó síðan í Hveragerði, átti heima á Egilsstöðum í þrjú ár en hefur búið á Selfossi frá 2002. Eiginmaður hennar er Davíð Jóhannesson gullsmiður og á hún tvö börn en Davíð á fjögur börn. Samtals eiga þau svo 13 barnabörn og tvö barna- barnabörn. Guðlaug var með kvennaboð sl. laugardag í tilefni afmælisins en blaðamaðurinn spjallaði við hana sl. föstudag: „Ég er nú ekki vön að gera mikið úr mínum afmælum en nú ætla ég að breyta til og bjóða til mín góðum konum. Þetta verður svona smáréttaboð í hádeginu, rétt til þess að hita upp fyrir kvöldið, fyrir þær sem eru að fara á tónleika og á jólahlaðborð á laugardagskvöldið. Í síðustu viku í að- ventu er fólk gjarnan upptekið á kvöldin við ýmsa jólaviðburði. Ég er alla vega að gera allt klárt og hlakka til afmælisins eins og ég sé enn smátelpa.“ Afmælisbarnið og eiginmaðurinn Guðlaug Björk og Davíð gullsmiður. Fagnar aldrinum og hverju afmæli Guðlaug Björk Bjarnþórsdóttir er sextug Ó skar Helgi Guðjónsson fæddist í Reykjavík 19.12. 1966 og ólst þar upp til sex ára aldurs, síðan í Hafnarfirði og loks á Akranesi frá 1979: „Við átt- um fyrst heima á tveimur stöðum í Vestubænum í Reykjavík, síðan á Hjallabraut í Hafnarfirði og á Vogabraut á Akranesi. Þetta voru allt ágætar bernskuslóðir en erfitt að bera þær saman því börn og unglingar líta ekki alltaf umhverfið sömu augum. Maður átti alls staðar góða leik- félaga og ég er enn í sambandi við gamla félaga, einkum af Skaganum en einnig úr Hafnarfirði. Ég starf- aði t.d. mikið með Hjálparsveit skáta á Akranesi frá stofnun sveit- arinnar og var síðan meðlimur Óskar Helgi Guðjónsson framkvæmdastjóri – 50 ára Útivistarfjölskyldan í fjallgöngu Óskar Helgi og Ragnheiður, ásamt sonum sínum, þeim Degi, Hrafnkatli og Frey. Sérhæfður í skemmti- legum ferðalögum Urð og grjót - upp í mót Hér eru þeir feðgar á ferðinni, Óskar og Hrafnkell. Reykjavík Tvíburarnir Ágúst Helgi Gunnarsson og Sigurður Heiðar Gunnarsson fæddust 30. ágúst 2016. Ágúst Helgi fæddist kl. 19.08, vó 3010 gr og var 51cm langur, en Sigurður Heiðar kl 19.32, vó 3020 gr og var 51cm langur. Foreldrar þeirra eru Hólmfríður Birna Sigurðardóttir og Gunnar Ágústsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón HLEÐSLUTÆKI TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur 15% jólaafslá ttur af þessum frábæru hleðslutæ kjum Tilvalin jólagjöf 12v 0,8A 12v 5,5A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.