Fréttatíminn - 22.07.2016, Qupperneq 6
„Þetta er það sem þarf að vara sig
á,“ segir Helga og ítrekar að fyrir-
tæki fái oft mjög víðtækar og óljósar
heimildir til þess að sækja sér um-
fangsmiklar upplýsingar sem fyrir-
tæki selja svo jafnvel áfram án sam-
þykkis neytandans.
Persónusníða upplýsingarnar
„Það þarf í raun vitundarvakningu.
Við þurfum að vega og meta hvort
maður vilji nota tæknina, og þá vera
tilbúin til þess að gefa eftir af frið-
helgi einkalífsins,“ segir Helga.
Spurð hversvegna í ósköpunum
Pokémon Go þurfi svona víðtækar
heimildir svarar Helga: „Ég hef ekki
svarið við því. Ég gef mér að það sé
verið að rýna í einkalíf einstaklinga
til þess að búa til betri leiki, eins
og að greina persónuna, til dæmis
hvort þú sért áhættufíkinn og svo
framvegis. Það er í raun verið að
persónusníða upplýsingarnar og
selja.“
Aðspurð varðandi samspil kerfa,
til að mynda notkun einstaklings á
Google, og svo auglýsingu á Face-
book, svarar Helga því til að kerfin
tali saman. „Þarna er
verið að rýna og lesa,
til að mynda í aug-
lýsingaskyni, og
þannig næst heil-
mikill árang-
ur í beinni
markaðs-
setningu.
En persónu-
snið eru bönnuð í lög-
gjöfinni, en þó ekki með
nægilega skýrum hætti,“
segir Helga.
Helga segir að með nýju
lögunum sé ábyrgðinni í
raun snúið við. „Nú færist
ábyrgðin yfir á það
sem vinna með upp-
lýsingarnar. Og til
þess að ná athygli fyrirtækja eru
sektarheimildir auknar.“
Hún segir grundvallarhugsun-
ina vera þá að einstaklingurinn
hafi hingað til staðið berskjaldað-
ur gagnvart þessari tækni og hraðri
framþróun hennar. „Neytandinn á
því aukinn rétt á því að vita hvernig
farið er með hans persónuupplýs-
ingar,“ segir Helga og bendir á að
samkvæmt skoðanakönnunum þá
voru 70% svarenda andvígir því að
vera söluvara í þessum iðnaði.
„Og því er sterkasta setningin
þessi: „Ef þú borgar ekki fyrir vör-
una, þá ertu líklega varan.“
Þínar upplýsingar
Helga segir að einstaklingar veiti
mjög víðtækan aðgang að sínum
upplýsingum í gegnum þjónustur og
smáforrit á netinu. „Og fyrirtæki eru
að mala gull á vitneskjunni, enda
greina þau upplýsingarnar og selja
áfram. Með nýju lögunum verður
það algjörlega óheimilt án upplýsts
samþykkis,“ segir Helga og bætir
við: „Þetta eru þínar upplýsingar og
því átt þú rétt á því að stjórna þeim
betur.“
Þetta eru þó ekki einu
breytingarnar, því með
nýju lögunum verð-
ur auðveldara fyrir
einstaklinga að færa
viðskiptasögu sína á milli
fyrirtækja; nokkuð sem hefur
verið nánast vonlaust hingað
til. Upplýsingarnar eru engu að
síður eign neytandans, eins og
ESB lítur á það, og því
er fyrirtækjum skylt að
færa viðskiptasöguna
með einföldum hætti á
milli, óski neytandinn
eftir því.
„Það er eitthvað sem ís-
lensk fyrirtæki þurfa til að
mynda aðlaga sig að,“
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016
HOMELINE
náttborð
Eik/hvítt – Fullt verð: 15.900
12.720 kr.
INFINITY
náttborð
Hvítt – Fullt verð: 13.900
9.900 kr.
SUPERNOVA
náttborð
Hvítt – Fullt verð: 29.900
17.940 kr.
Aðeins 24.430 kr.
Stílhreinn og fallegur
hægindastóll. Ljós- og
dökkdrátt slitsterkt
áklæði.
Fullt verð: 34.900 kr.
RIO
hægindastóll
30%
AFSLÁTTUR
Aðeins 48.930 kr.
SILKEBORG
hægindastóll
Stillanlegur hægindastóll.
með skemli. Dökkgrátt
slitsterkt áklæði.
Einnig fáanlegur í leðri
Fullt verð: 69.900 kr.
30%
AFSLÁTTUR
Afgreiðslutími sjá
www.dorma.is
Holtagörðum, 512 6800
Smáratorgi, 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafjörður
Sumar-
útsalan
nú á fjórum stöðum
Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Eins og flestir þekkja, þá hefur orðið
gífurleg tæknibylting, með tilkomu
fyrirtækja eins og Facebook, Twitt-
er og Google sem gera út á ókeypis
þjónustu. Það er þó ekkert ókeyp-
is, eins og Helga Þórsdóttir, forstjóri
Persónuverndar segir: „Það er ágæt-
is regla að hugsa þetta svona; ef þú
borgar ekki fyrir þjónustuna, þá ert
þú söluvaran.“
þessi fyrirtæki, ásamt fleiri, safna
ótrúlegu magni persónuupplýsinga
um neytendur, allt frá kaupsögu yfir
í heilsufarsupplýsingar, sem svo eru
jafnvel seldar til tryggingafélaga án
þess að neytandinn sé nokkurn tíma
spurður.
Upplýst samþykki
Því voru það merkileg tíma-
mót í apríl síðastliðnum þegar
ný persónuverndarlög í Evrópu
voru samþykkt en mikilvægasta
breytingin sem þau hafa í för með
sér, er sektarákvæði sem stofn-
anirnar geta beitt. Þannig getur
Persónuvernd sektað fyrirtæki um
allt að 4% af ársveltu fyrirtækis
séu brotin alvarleg. Þegar ársvelta
Google eða Facebook er sett í þetta
samhengi, þá geta sektirnar numið
milljörðum.
„Það er nýbúið að samþykkja
lögin sem hafa verið í fjögur í ár í
undirbúningi,“ segir Helga sem
varð forstjóri Persónuverndar á
síðasta ári. Hún segir lögin marka
tímamót í sögu persónuverndar í
Evrópu enda fyrstu breytingarnar
í 20 ár á löggjöfinni.
Hún segir snjalltækjabyltinguna
kollvarpa núgildandi lögum, „en nú
er hægt að safna svo geysimiklum
upplýsingum um einstaklinga á ör-
skömmum tíma í óljósum tilgangi,“
segir Helga en stærsta og líklega
áhrifaríkasta breytingin með nýjum
lögum, sem taka þó ekki gildi fyrr en
eftir tvö ár, er sú að fyrirtæki þurfa
nú upplýst samþykki neytenda ætli
þeir sér að selja upplýsingar áfram.
Flestir kannast líklega við að hafa
hakað í box þegar þeir ná sér í smá-
forrit með löngum og jafnvel óskilj-
anlegum texta. „Þar má oft lesa um
óljós markmið um að hagnýta upp-
lýsingar með einhverjum hætti,“
segir Helga og útskýrir að hingað til
hafi fyrirtækjum nægt að einstak-
lingar hökuðu í kassann og í kjöl-
farið máttu þeir sækja og ráðstafa
persónuupplýsingum með ýmsu og
jafnvel vafasömu móti.
Pokémon Go áhyggjuefni
„Til þess að setja þetta í enn nær-
tækara samhengi þá má líta til eins
vinsælasta tölvuleiks dagsins í dag;
Pokémon Go,“ segir Helga. Þannig
hefur Persónuvernd umtalsverð-
ar áhyggjur af leiknum sem krefst
þess að fá aðgang að Google-reikn-
ingi þess sem spilar leikinn. Þar með
hafa framleiðendur leiksins aðgang
að öllum myndum á reikning við-
skiptavinarins, tölvupósti og Google-
skjölum.
„Og þó að fyrirtækið, Niantic, hafi
gefið út yfirlýsingu um að þeir muni
laga þetta og draga úr aðgangin-
um, breytir það ekki því að þeir
hafa aðgang að upplýsingum þeirra
sem skráðu sig í gegnum Google-að-
ganginn snemma eða fljótlega eftir
að leikurinn kom út,“ segir Helga.
Þetta þýðir að þeir sem sóttu sér
strax leikinn, og heimiluðu fyrirtæk-
inu aðgang að Google-reikningnum
sínum, hafa gefið forsvarsmönnum
fyrirtækisins mjög óljósa og víðtæka
heimild til gagnaöflunar. Ekki er ljóst
hvað verður gert við upplýsingarnar.
Ef þú borgar ekki, ertu söluvaran
Fyrir sextán árum hafði 1% mannkyns aðgang að internetinu en í dag er sú tala komin upp í
40%. Á þessum tíma hafa sömu lög gilt um persónuvernd í Evrópu en þau voru sett á árið
1995. Dæmi er um að heilsufarsupplýsingar gangi kaupum og sölu.
Lykilbreytingar
1 Rétturinn til þess að gleymast. Með nýju lögunum munu einstaklingar eiga kost á að gögn um sig, meðal annars í leitarvélinni Google, verði eytt, séu
engar forsendur fyrir því að halda þeim til haga. Reglan er hugsuð til þess að
valdefla einstaklinga en ekki til þess að endurskrifa söguna eða fela atburði úr
fortíðinni.
2 Auðveldara aðgengi að upplýsingum um þig sjálfan, svo sem viðskiptasögu og aðrar upplýsingar sem fyrirtæki kunna að hafa safnað um einstaklinga.
Eins verður rétturinn til þess að færa viðskiptasögu á milli fyrirtæki tryggður.
3 Upplýst samþykki. Ef fyrirtæki hyggst færa upplýsingar um þig í hendur þriðja aðila, þá þarf fyrirtækið upplýst samþykki. Fyrirtækjum nægir því
ekki lengur að neytandinn haki í box og gefi þar með fyrirtækinu fullt frelsi til
þess að ráðstafa upplýsingunum.
4 Fyrirtæki þurfa að upplýsa þig um gagnaleka innan 74 klukkustunda. Eins þurfa fyrirtækin að upplýsa persónuvernd í sínu landi um lekann.
5 Sektarheimildir. Persónuvernd getur sektað fyrirtæki um allt að 4% af árs-veltu ef brotið er alvarlegt. Þessar upphæðir geta því hlaupið á milljörðum.
Helga Þórsdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún segir að mörgu að huga
þegar kemur að friðhelgi einkalífsins á internetinu.