Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.07.2016, Síða 8

Fréttatíminn - 22.07.2016, Síða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016 Frískandi Nescafé – tilbúið til drykkjar Það hefst með Sígilt bragð, hressandi kaffi og silkimjúk mjólkurslæða. Kröftugt kaffibragð með örlitlum sykri fyrir þroskaða bragðlauka. Fullkomin blanda af ljúffengu kaffi og súkkulaði. Nýjung frá segir Helga. „Fólk hefur líka oft lent í því að óska eftir að vita hvaða upplýsingar fyrirtækið á um mann sjálfan. Nú er búið að skýra rétt einstaklingsins til þess að nálgast þessar upplýsingar,“ útskýrir Helga. One shop stop Lögin breyta algjörlega umgjörð persónuverndar í Evrópu og ef vel tekst til verður þar um eitthvert um­ fangsmesta samstarf á milli stofnana í Evrópu. Helga segir svo víðtækt samstarf aðeins eiga sér fordæmi í lyfjaeftirliti, umhverfis sem hún þekkir vel eftir að hafa starfað hjá Lyfjastofnun. „Evrópsk samvinna getur verið stórkostleg þegar hún er upp á sitt besta. Þar er hægt að leiða saman helstu sérfræðinga Evrópu og það getur verið ákveðin fegurð fólgin í slíku samstarfi. Að auki myndast töluverður sparnaður fyrir fyrirtæki sem eru á mörgum mörkuðum, og þeir geta því leitað til einnar stofnun­ ar í stað þess að ganga á milli húsa,“ segir Helga. „Stóra breytingin er líka sú að ef stór fyrirtæki, til að mynda Face­ book, eru að sýsla með persónuupp­ lýsingar, þá heyrir slíkt einnig und­ ir Ísland,“ segir Helga og bætir við: „Þetta kallast one shop stop sem þýð­ ir að einstaklingar geta valið Ísland, ef svo ber undir, og beðið Persónu­ vernd hér á landi að kanna mál gegn fyrirtækinu. Það er samvinna sem við sjáum ekki einu sinni fyrir hvað gæti haft í för með sér.“ Gagnaflutningur á undanþágu Lögin í Evrópu og Bandaríkjunum eru nokkuð ólík þegar kemur að persónuvernd. Af þeim ástæðum er gagnaflutningur á milli álfanna í við­ kvæmri stöðu. Þannig var til nokk­ uð sem hét „Safe harbor“ en með úrskurði Evrópudómstólsins, var kveðið á um að ekki væri hægt að tryggja að friðhelgi einstaklingsins væri virt að fullu. Því var samstarfið stöðvað og er unnið að því að koma á fót nýjum leiðum til þess að koma upplýsingum á milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Fyrra ferlið þótti einfaldlega of ótryggt,“ útskýrir Helga en nú er unnið að nýskráningu fyrirtækja til þess að flytja upplýsingar á milli, og er hið nýja kerfi kallað „Frið­ helgisskjöldurinn“. Hinn 12. júlí síð­ astliðinn náðist samkomulag milli Evrópusambandsins og Bandaríkj­ anna um þetta kerfi. Svonefndur 29. greinar vinnuhópur, sem skipað­ ur er forstöðumönnum evrópskra persónuverndarstofnana, hafði gert athugasemdir við drög að samkomu­ laginu og reynir nú á hvernig brugð­ ist hefur verið við þeim. „Það er ekki útséð hvað gerist með flæði á persónuupplýsingum frá ESB til Bandaríkjanna,“ segir Helga. Spurð með hvaða hætti fólk á að eftir að finna fyrir breytingunum, út­ skýrir Helga að það verði helst með nýrri nálgun forrita. „Þannig byrja öll forrit lokuð,“ segir hún og bendir á að það fyrirkomulag muni líklega verða nokkuð kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki til að byrja með. Þá munu stærri fyrirtæki líklega þurfa að ráða sérstakan persónuverndarfulltrúa, svipuðum regluvörðum í viðskipta­ lífinu. Rafrænt líf En daglegt líf Íslendinga er að stór­ um hluta á samskiptavefjum eins og Facebook og það verður að segjast eins og er við erum ekki mikið að velta fyrir okkur persónuvernd. Helga tekur undir þetta, og segir Íslendinga frekar kærulausa þegar kemur að persónuupplýsingum. „Og ógnin er sú að ef löggjöfinni er ekki breytt, þá er rýnin á svo háu stigi, að það er búið að kortleggja okkur ansi mikið. Til að mynda eru allir með snjallsíma hér á landi, og í tækinu er skrefamælir, jafnvel tól til þess að mæla hjartslátt og blóð­ þrýsting,“ segir Helga og bendir á að þetta séu heilsufarsupplýsingar sem við myndum ekki deila að öllu jöfnu. En þessar upplýsingar enda þó í höndunum á þriðja aðila, sem held­ ur utan um forritið. „Og svo eru þessar upplýsingar rýndar og hugsanlega seldar til tryggingafélaga,“ segir Helga. Hún bætir við að það sé hægt að brjótast inn í nánast allar tölvur. Hún bendir á að verkfræðingar hafi ráð­ ið fólki frá því að fjarstýra heimilum sínum með snjalltækni, enda geta af­ leiðingarnar orðið skelfilegar. „Og svo kemur leikur eins og Pokémon sem óskar eftir aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga. Og þó tilgangurinn virðist saklaus, leik­ urinn er auðvitað saklaus, þá eru framleiðendurnir samt að hugsa um þig sem söluvöru. Þú skaffar dýr­ mætar upplýsingar sem hjálpa til við þróun leiksins og ýmislegt annað sem maður hefur kannski ekki hug­ myndaflug til þess að finna út úr,“ segir Helga, og bætir við að neytand­ inn borgi jafnvel með upplýsingun­ um. „Tæknin er alltaf áhugaverð, og hvernig henni fleygir hratt fram en þessi gríðarlega upplýsingasöfn­ un í óljósum tilgangi er vægast sagt áhyggjuefni,“ segir Helga.Pokémon-veiðarar þurfa að fórna allnokkrum persónuupplýsingum ætli þeir að spila leikinn. Það hefur verið gagnrýnt verulega. Stóra breytingin er líka sú að ef stór fyrirtæki, til að mynda Facebook, eru að sýsla með persónu- upplýsingar, þá heyrir slíkt einnig undir Ísland.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.