Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016
Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar
rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn,
ferðavagninn og húsbílinn.
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Breski rithöfundurinn J.G. Ball-
ard sagði að vísindaskáldskapur
ætti ekki bara að fjalla um himin-
geima í fjarlægri framtíð. Nóg væri
að horfa á alþjóðaflugvelli og far-
þegaþotur til að átta sig á að við lif-
um nú þegar í fjarstæðukenndum
veruleika þar sem hægt er að kom-
ast á milli fjarlægra heimshorna á
augabragði.
Tilfinningin var einhvern veg-
inn þannig þegar ég og kærastan
mín vorum allt í einu lent í Istan-
búl á föstudaginn fyrir viku, eftir
að hafa verið á Íslandi. Við höfð-
um nánast gleymt því að við þurft-
um að millilenda þar á leiðinni til
Argentínu. Að minnsta kosti höfð-
um við gleymt að kíkja almenni-
lega á hversu lengi við yrðum þar.
Í ljós kom að við höfðum tuttugu
klukkutíma. Auðvitað vissum við
af hryðjuverkaárásinni á flugvellin-
um í Istanbúl í lok júní en höfðum
þó ekki hugsað mikið um þennan
næsta áfangastað okkar.
Óvænt sigling milli Evrópu og Asíu
Við fórum á flugvallarhótelið sem
Turkish Airlines skaffaði okkur.
Ekki nenntum við að hanga bara
þar en það var orðið of seint til að
skoða Ægisif (Hagia Sophia). Við
kíkjum þá bara einhvern daginn
aftur til Istanbúl, hugsuðum við,
og skoðum hana þá.
Í staðinn skelltum við okkur
því í siglingu um Bospórussundið
um kvöldið. 50 evrur án áfengis,
70 með. Tókum fyrri kostinn því
hinn virtist of dýr. Hverdagsleg
túristaákvörðun sem virtist voða-
lega mikilvæg í augnablikinu. Stór-
skemmtilegt skip með innbyggð-
um veitingastað sigldi eftir þessum
sögufræga örmjóa sjó og undir
bæði Bospórusbrúna og systur-
brú hennar, Faith Sultan Mehmet-
brúna. Þær brúa Evrópu og Asíu og
hafa því margvíslegt táknrænt gildi
fyrir bæði Istanbúl og Tyrkland.
Einhleypir karlar mega ekki dansa
Þetta var fallegt sumarkvöld, heitt
var í lofti og kæruleysislegur andi
sveif yfir vötnum. Það var auðvelt
að tala við Tyrkina á skipinu, þeir
voru mjög vinalegir og stríðnir. Við
Helgi Hrafn Guðmundsson
millilenti í Tyrklandi á leið
sinni til Suður-Ameríku.
Í staðinn fyrir að hanga á
flugvallarhóteli ákvað hann
að kíkja niður í miðbæ Ist-
anbúl á fallegu sumarkvöldi
og sigldi á Bospórussundi.
Örfáum klukkustundum
síðar var hann, eins og
milljónir Tyrkja og margir
ferðamenn, staddur í miðju
valdaráni og ógnvænlegum
aðstæðum. Hann slapp alveg
sjálfur en kenndi í brjósti
um hina vinalegu tyrknesku
þjóð. Á þeim tveimur sól-
arhringum sem hann var í
Tyrklandi létust 300 manns
og 1000 slösuðust.
Helgi Hrafn Guðmundsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Þegar ég lenti í miðju valdaráni
Símamynd af mér á skipinu á Bospórussundi. Klukkan er um það bil ellefu um kvöld og valdaránið er hafið. Ég veit hins vegar ekkert af því.
22:30 Bospórusbrú og Faith
Sultan Mehmet-brú, sem liggur
líka yfir Bospórussund, er
lokað af hermönnum. Umferð-
arteppa myndast á báðum. Ég
sigli undir báðar brýr um þetta
leyti, dáist að stærð þeirra og sögulegu um-
hverfi í kring. Ekkert bendir til annars en að
um ósköp venjulegt kvöld sé að ræða. Ég tek
myndir af þeim með snjallsímanum mínum
en þar sem myrkur hefur skollið á eru þær
lélegar og ekkert óvenjulegt sést á þeim.
22:50 Orrustuþotur sjást á
lofti yfir höfuðborginni Ankara
og herþyrlur í Istanbúl. Ég sé
nokkrar herþyrlur af skipinu en
pæli ekki í því.
23:00 Binali Yldirim for-
sætisráðherra segir þjóðinni að
her landsins undirbúi aðgerðir
en lofar að stjórnvöld ráði við
hann. Magadanssýning hefst á
skipinu mínu.
00:15 Herinn hefur
brotist inn í höfuðstöðvar
TRT, tyrkneska ríkisútvarpsins.
Samkvæmt yfirlýsingu, sem er
lesin er í beinni útsendingu
af fréttamanni, hefur herinn
tekið yfir stjórn landsins til að koma böndum
á stjórnarskrárbundna röð og reglu í landinu.
Recep Tayip Erdogan forseti er sakaður
um ólýðræðislega stjórn. Útgöngubanni
og herlögum er komið á. Ég er nýkominn í
smárútu sem á að flytja mig aftur á hótelið.
Bílstjórinn segir ekkert en hækkar í útvarpinu
og ég heyri yfirlýsinguna án þess að skilja
neitt í henni fyrir utan orðin „demokrasi“ og
„militer“. Skyndilega er gífurleg bílaumferð í
miðborg Istanbúl.
00:30 Erdogan forseti
birtist á skjá snjallsíma sem
fréttamaður heldur á í beinni
útsendingu á tyrknesku útgáfu
CNN. Hann hvetur þjóð sína til
að fara út á götur og mótmæla
aðgerðum hersins. Hann lofar að þeir sem
skipuleggi valdaránið fái makleg málagjöld.
Bílstjórinn okkar hefur skutlað öðrum ferða-
mönnum á hótel í miðborg Istanbúl, rétt hjá
Bospórussundi. Ég og kærastan mín erum
ein eftir í smárútunni sem þarf nú að keyra
okkur 40 mínútna leið. Útvarpið er stillt á
hæsta styrk og við heyrum í Erdogan án þess
að vita það. Bílstjórinn reynir að komast að
Bospórusbrú en hún er algerlega lokuð með
risastórum vörubílum. Við vitum ekki af
skriðdrekum á brúnni sjálfri. Sem betur fer
kannski.
01:00 Við erum einhvers
staðar á krákustígum í
Istanbúl. Bílstjórinn kemur að
öllum leiðum lokuðum. Okkur
er farið að gruna að eitthvað
meira sé að en umferðarteppa.
Herinn ræðst á þinghúsið í Ankara.
01:30 Bílstjórinn okkar
hefur komist langa leið í
gegnum Istanbúl þó að hann
hafi einungis getað þrætt
venjulegar götur borgarinnar.
Allar hraðbrautir og stofnleiðir
eru lokaðar af hernum.
02:30 Við komumst heim
á hótelið. Við heyrum í
sprengingum og herþotum.
05:00 Þegar sólin kemur
upp á laugardeginum kemur
í ljós að valdaránið hefur
mistekist. Erdogan hvetur þjóð
sína út á götur. Við erum hvött
af hótelstarfsmönnum að
halda okkur innandyra. Við fljúgum úr landi
daginn eftir.
6 og 1/2 tími
í sögu Tyrklands
tókum myndir á símana okkar af
Bospórusbrúnni sem kvöldsólin
skein á. Það var kyrrð yfir henni.
Bílar mjökuðust yfir hana á með-
an við vorum beint undir henni.
Föstudagsumferðin í Istanbúl hugs-
uðum við.
Eftir kvöldmat í skipinu var
magadanssýning og tyrkneskt
dansiball á þilfarinu. Á miðanum
stóð „Please be advised that single
men are not allowed to dance“.
Það þótti okkur merkilegt en þetta
virtist dauður lagabókstafur. Und-
ir lokin var tryllt stemning á dans-
gólfinu og fjölmargir einhleypir
krakkar skemmtu sér vel.
Skipið kom í höfn – rétt við
Bospórusbrúna – á slaginu 12 á
miðnætti. Túristum var smalað í
litlar rútur til að skutla þeim á hót-
elin sín.
Útvarpið stillt í botn
Þegar í smárútuna okkar var komið
stillti bílstjórinn útvarpið á hæsta
styrk. Klukkan var 15 mínútur
gengin í eitt. Aðrir túristar í rút-
unni voru á hótelum í miðbænum,
steinsnar frá höfninni. Þó að um-
ferðin hefði þyngst gífurlega var
bílstjórinn snöggur að skutla þeim
heim. Nú vorum við ein eftir í rút-
unni. Hótelið okkar var í um hálf-
tíma fjarlægð.
Í dúndrandi útvarpinu heyrðum
við alvarlegar raddir á tyrknesku
en skildum ekki hvað sagt var.
Heyrðum bara orðin „demokrasi“
og „militer“ endurtekin í sífellu.
Bílstjórinn reyndi að keyra upp
að Bospórusbrúnni til að fara
yfir hana, en skyndilega voru þar
gríðarstórir f lutningabílar sem
stöðvuðu alla umferð. Hann keyrði
því áfram. Okkur var farið að
gruna að maðkur væri í mysunni
en gátum alls ekki áttað okkur á
hvað væri að gerast.
Hræðileg sjón
Smárútan brunaði í gegnum Ist-
anbúl langt yfir hámarkshraða
og stundum á móti umferð. All-
ar hraðbrautir og stofnleiðir voru
lokaðar og bílstjórinn þurfti því að
þræða krákustíga. Við keyrðum í
gegnum óteljandi götur og þurft-
um margoft að snúa við þegar í ljós
kom að þeim var lokað. Tveir og
hálfur klukkutími leið áður en við
komumst heim á hótelið. Við vor-
um heppin að lenda ekki í skotlínu
eða keyra í flasið á skriðdrekum á
þessari leið. En við vissum það ekki
þá. Enda vorum við ekki með net í
símunum. Og þó við hefðum verið
með net hafði herinn lokað fyrir
samfélagsmiðla.
Við vissum ekki að við værum
í raun í stórhættu. Við heyrðum
samt í sprengingum og sáum vopn-
aða hermenn á götuhornum.