Fréttatíminn - 22.07.2016, Síða 16
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Milli 50 og 60 hvítabirnir sáust á Ís-
landi á síðustu öld, samkvæmt fræði-
grein sem Karl Skírnisson ritaði í
tímarit hins íslenska náttúrufræði-
félags um aldur og ævi hvítabjarna,
árið 2009. Flestir birnir sáust á fyrsta
þriðjungi aldarinnar, þar af 27 frosta-
veturinn mikla, árið 1918. Mörg dýr-
anna hurfu aftur, syndandi eða gang-
andi út á hafísinn sem þá lá við land.
En sum voru drepin.
Í júní 2008 syntu tveir ísbirnir til
landsins og gengu á land á Skaga.
Bæði dýrin voru felld eftir skamma
landvist og afhent Tilraunastöðinni
á Keldum þar sem Karli var falið að
stjórna rannsóknum á þeim.
Birnan sem skotin var á Hvalsnesi
þann 16. júlí síðastliðinn var vel í
holdum, vó 204 kíló og mældist rúm-
ir 207 sentimetrar á lengd frá trýni
að afturenda. Það þykir meðalstórt
dýr. Karldýrin eru yfirleitt stærri og
miklu þyngri.
Þau Karl og Ólöf Guðrún Sigurðar-
dóttir dýralæknir krufðu birnuna á
Náttúrufræðistofnun Íslands og tóku
margskonar sýni sem mögulega geta
veitt frekari upplýsingar um lífshlaup
hennar. Þrátt fyrir umdeilda aflíf-
un hennar, er hræið fjársjóður fyr-
ir forvitinn dýrafræðing. Það getur
mögulega hjálpað til við að varpa ljósi
á lífsskilyrði hvítabjarna sem álpast
til Íslands.
„Þessir bangsar hafa aðlagast al-
veg ótrúlegum aðstæðum, lífinu á
norðurhjara. Þeir lifa fyrst og fremst
á selskópum og meiri selskópum og
allt annað er minna eftirsóknarvert.
Hvort sem það eru hvalshræ eða ann-
að sem þeir komast í. Þeir safna of-
boðslegum fituforða þegar nóg er af
kópum og ekkert bendir til annars
en að þessi birna hafi fengið nóg af
því sem henni þykir best,“ segir Karl
í samtali við Fréttatímann. Selskópar
eru víst auðsótt fæða á rekís norður-
hjarans á útmánuðum.
Eins og fram kom við krufn-
inguna var birnan með mjólk í spen-
um þannig að ekki er langt síðan að
húnn eða húnar fylgdu henni. Þar
sem fengitími hvítabjarna er frá
apríl til maí, fæðast afkvæmin að
öllu jöfnu um áramót. Karl segir
erfitt að fullyrða hvort þessi birna
hafi eignast húna um síðustu ára-
mót eða fyrir átján mánuðum.
Venjulega bíta birnurnar af sér
húnana á þriðja ári svo hann tel-
ur ólíklegt að svo langt sé liðið.
Lklega nýkomin til landsins
Hann giskar á að tíminn frá því birn-
an varð viðskila við afkvæmi sín, þar
til hún var skotin, geti verið um tíu
dagar til nokkrar vikur. Mjólkin geti
verið í spenunum í um það bil þann
tíma. „Ég geri ráð fyrir að hún hafi
verið nýkomin til landsins. Svona
kvikindi fær ekki að halda sér lengi
uppá landi norður á Skaga. Húnarn-
ir gætu hafa lagst til sunds enni og
drukknað á leiðinni. Við vitum það
ekki. Þeir geta allavega ekki sog-
ið úr spena móður sinnar á sundi.
Kannski var hún einangruð á ísjaka,
og var að reyna að bjarga þeim með
því að leggjast til sunds en það eru
bara getgátur.“ Hann telur ólíklegt að
afkvæmi birnunnar hafi náð til lands-
ins, þó hann geti heldur ekki útilok-
að það.
Í grein Karls kemur fram að al-
gengast sé að birnur eignist tvo húna
í einu. Nokkuð sjaldnar eignast þær
einn eða þrjá húna. Þar segir; „Hún-
arnir fæðast fyrri hluta vetrar, oftast
í desember, í híði sem móðirin útbýr
í snjó. Yfirleitt er híðið í þykkum skafli
í brekku skammt frá ströndinni en
stundum úti á rekísnum. Húnarnir
vega um 0,6 kíló við fæðingu en hafa
oft náð 10-12 kílóa þyngd á útmánuð-
um þegar langsoltin móðirin yfirgef-
ur híðið og tekur húnana með sér til
veiða úti á ísnum.“
Ísbirnir eru einfarar
Húnarnir eru oftast vandir undan
móður sinni áður en hún makast að
nýju á útmánuðum eða með vorinu.
Í greininni segir jafnframt; „Birna
með húna reynir að halda sig fjarri
karldýrum á fengitímanum, því þá
reyna birnir stundum að drepa hún-
ana til að örva egglos hjá móðurinni.
Birnurnar taka sem sagt allajafna
einungis þátt í tímgun á þriggja ára
fresti og eru fyrsta veturinn í híði en
annars á rölti á ísbreiðiunni, rétt eins
og karldýrin sem aldrei skríða í híði.
Þetta kerfi virðist ráðandi í Evrópu-
stofnum ísbjarna. Á Hudson-svæð-
inu í Kanada tók tímgunarferillinn
á árum áður oft ekki nema tvö ár en
síðustu áratugina hefur hann verið að
lengjast í þrjú ár vegna
versnandi lífsskilyrða. Þá er þekkt að
í Alaska geta birnir af báðum kynjum
lagst tímabundið í híði.
Félagskerfi ísbjarna mótast af að-
stæðum sem dýrin búa við. Ísbirnir
eru einfarar og keppa karldýrin um
mökunarrétt. Þar eiga stærstu og
sterkustu birnirnir mestu möguleik-
ana en oft má sjá þrjú og allt upp í sjö
karldýr í námunda við birnur í mök-
unarhugleiðingum.
Birnir í Austur-Grænlandsstofn-
inum taka allajafna ekki þátt í tímg-
un fyrr en á sjöunda vetri þótt sum-
ir verði frjóir eitthvað fyrr. Er talið
að eldri og sterkari birnir haldi þeim
yngri frá mökun þar til þeir hafa
náð fullum líkamlegum þroska.
Veikburða dýr reyna að komast hjá
átökum og forðast sér sterkari dýr.
Margoft hefur verið staðfest að karl-
dýr drepi ísbirni, ekki síst kvendýr
og húna.
Talið er að heimsstofninn sé um
þessar mundir 20-25 þúsund dýr og
skipast þeir í 19 mismunandi stofna.
Tveir þeirra lifa norður af Íslandi.
Flest dýrin sem hingað flækjast eru
talin upprunnin úr stofni sem heldur
til við Austur-Grænland en sum gætu
verið upprunnin úr stofni sem kennd-
ur er við Svalbarða.“
Vísindamenn hafa á undanförn-
um áratugum skrásett lífshætti
hvítabjarna eftir að hafa fangað þá
og merkt með senditækjum. „Þannig
hefur verið hægt, iðulega með hjálp
gervitungla, að fylgjast langtímum
saman með tilteknum einstakling-
um. Jafnframt hafa fjölmörg dýr verið
fönguð og útbúin með merkjasendum
auk þess sem auðkennisnúmer hafa
verið tattóveruð á varir.“
Eldgamall björn kom 2008
Í greininni er sagt frá flóknum aldurs-
greiningum hvítabjarna en þær eru
gerðar með því að skoða lög sem
myndast í tönnum þeirra. Með grein-
ingu á tannrótum birnunnar sem
tók á land á Skaga í júní 2008, kom
í ljós að hún var komin á fimmtánda
aldursár. Björnin sem kom að Skaga
nokkru fyrr þann sama mánuð, er
talinn hafa verið að minnsta kosti
23 ára. Sárasjaldgæft er að ís-
birnir í stofnunum sem
lifa næst landinu, verði
svo gamlir. Athuganir á
hvítabjörnum úr Sval-
barðastofninum, 1073 dýr
frá árunum 1988-2003,
sýndu að einungis 1,5% þeirra
náðu að verða 23 ára. Meðalaldur í
stofninum var ekki nema ríflega átta
ár.
Birnan sem felld var árið 2008, tel-
ur Karl hafa gengt mikilsverðu hlut-
verki fyrir stofninn með því að ala,
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016
Óútskýrðar Íslandsferðir
Ferðalög hvítabjarna til Íslands eru fræðimönnum enn ráðgáta. Fáir Íslendingar vita þó meira um bangsana en
dýrafræðingurinn Karl Skírnisson. Hann telur ekki hægt að slá því föstu að undanfarnar komur ísbjarna tengist
hlýnun jarðar. Átök við sterkari dýr gætu allt eins verið skýringin.
Þorvaldur Þór
Björnsson og
Karl Skírnisson
við skrokk af
hvítabirni.
Ísbirnir eru
einfarar og keppa
karldýrin um
mökunarrétt. Þar
eiga stærstu og
sterkustu birnirnir
mestu möguleik-
ana en oft má sjá
þrjú og allt upp
í sjö karldýr í
námunda við birn-
ur í mökunarhug-
leiðingum.
Mynd | NordicPhotos/Getty
að því er virtist, þrisvar sinnum upp
húna og koma þeim á legg.
Átök gætu verið ástæðan
Í niðurlagi greinarinnar víkur Karl að
mögulegum ástæðum þess að Skaga-
dýrin svokölluðu syntu til Íslands árið
2008.
„Sumir hafa viljað tengja komu
þeirra hlýnun loftslags, minnkandi
þekju hafíss, versnandi fæðuskilyrð-
um eða jafnvel leit að áður ónumd-
um búsvæðum. Sá möguleiki hefur
einnig verið nefndur að birnina hafi
borið frá ísröndinni á jökum sem síð-
an bráðnuðu undan þeim mun nær
landi en hafísröndin var á þessum
tíma. Ekki skal lítið gert úr þessum
tilgátum meðan þekkingin er ekki
betri en raun ber vitni. Rétt er þó í
þessu samhengi að skoða nokkr-
ar staðreyndir. Sú fyrsta er að rosk-
ið karldýr og birna sem komin er
yfir miðjan aldur synda til Íslands á
árstíma þegar fengitíminn hefur ný-
lega náð hámarki. Á fengitímanum
ná átök milli karldýra hámarki þegar
fullorðnir birnir keppa um rétt til
mökunar við margfalt færri birnur úr
stofninum. Jafnframt er staðreynd að
bæði dýrin voru komin út á jaðar út-
breiðslusvæðis tengundarinnar þegar
lagt var af stað. Og bæði syntu þau
í burtu frá búsvæðinu þar sem þau
höfðu varið ævinni, svæði sem dýr-
in gjörþekktu örugglega eftir að hafa
eytt þar árangursríkri ævi – sé mið
tekið af því sem ályktað hefur verið
hér að framan um lífssögu þeirra. Af
hverju tóku Skagadýrin ekki stefn-
una í hina áttina, í átt að ísnum þar
sem aðalfæða hvítabjarna í Austur-
Grænlandsstofninum heldur sig? Að
þeir skyldu taka stefnuna til Íslands
vekur óneitanlega grunsemdir um að
einstaklingarnir hafi verið að forðast
átök og nærveru við sterkari dýr. Rétt
er í þessu samhengi að rifja upp held-
ur óvægið félagskerfi hvítabjarna þar
sem dýrin lifa allajafna sem einfarar
þar eð sterkustu birnirnir ráðast á og
drepa kynsystkini sín á öllum aldri ef
svo vill verkast.“
Grein Karls endar svona; „Þótt
ýmsir möguleikar hafi verið viðraðir
til skýringa á Íslandsheimsókn bjarn-
dýranna í júní 2008, dýra sem hingað
synda á nánast sama tíma þegar hafís
liggur langt frá landi, er við hæfi að
enda þessa samantekt á því að benda
á að ástæður þessa sjaldgæfa atferlis
gætu hæglega verið ónefndar enn.“
Birnan sem skotin var
á Hvalsnesi á Skaga
hafði eignast afkvæmi
um síðastliðin áramót
eða áramótin þar á
undan. Í krufningu
kom í ljós að hún var
vel nærð og enn með
mjólk í spenunum.