Fréttatíminn - 22.07.2016, Qupperneq 24
Gott að fara út að leika
Á sunnudaginn verður
sannkölluð karnivalstemn-
ing á barnahátíðinni Kátt
á Klambra, Klambratúni,
en hátíðin er ætluð börn-
um á öllum aldri og fjöl-
skyldum þeirra. Fullt af
dansi, tónlist, kung fu pöndum, húlla-
fjöri og andlitsmálningu.
Gott að fara á tónleika
Um helgina fara fram Bræðslu-
tónleikarnir á Borgarfirði
eystri. Nóg verður um að vera
því tónleikar verða fjölmargir
og fjölbreyttir, auk myndlist-
arsýninga og fjölbreytts
matar.
Gott að kaupa myndlist
Myndlistarmarkaður nema við Lista-
háskóla Íslands verður haldinn
á morgun á Kex og byrjar
snemma. Nemendur selja
verk sín, skólaverkefni og
verkefni sem hafa verið
gerð utan skólans. Ásamt myndlist verða
nemendur líka með föt til sölu.
GOTT
UM
HELGINA
ÓTAKMARKAÐUR
LJÓSLEIÐARI
ÓTAKMARKAÐUR
FARSÍMI + 4GB
WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43
Fólkið mælir með…
Helga Lind
Útivist: Nú er ég
langt frá því að vera
annálaður útivist-
argarpur – en á
laugardaginn mæli ég
með því að fólk gangi
með okkur Druslugönguna. Þetta
eru 2 km frá Hallgrími og síðan til
baka. Done deal.
Bók: Story about the Balkans
- Slavenka Drakulic. Mikilvæg,
nauðsynleg og fáránlega sterk
bók. Fléttir ofan af rosalegu of-
beldi gegn konum í Bosníustríðinu,
stríð sem ennþá er of lítið talað
um.
Matur: Portobello sveppur. Alltaf.
Þorbjörg Roach
Útivist: Ég myndi
segja að keyra
hring inn og gista í
tjaldi. Það er eitt-
hvað sem mað-
ur gerði bara þegar
maður var lítill.
Bókin: Er búin að vera á ferða-
lagi og þar sem ég er ekki með
bílpróf er ég búin að lesa uppúr
einni bók fyrir bilstjórann: Hvern-
ig ég kynntist fiskunum eftir
Ota Pavel. Þetta eru einskon-
ar æskuminningar höfundarins
frá Tékkóslóvakíu á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar og fyrir það.
Matur: Ég segi rjómalagað pasta
með steiktu brokkolí, sveppum og
parmesanosti, One pan Alfredo
pasta. Það á að vera kjúklingur í
því en ég set grænmeti í staðinn.
Aron Mola
Útivist: Þórsmörk.
Þar er hægt að
ganga út um allt. Þú
ert með tvo jökla,
ár, skóg og sand. Allt
sem íslensk náttúra
getur boðið upp á.
Bók: Halli Hrekkjusvín og hvern-
ig hann fær broskall í hjartað.
Bókin fjallar um Halla og hvern-
ig hann stríddi öllum krökkunum
á leikskólanum. En síðan kemur
ein stelpa á leikskólann og segir
öllum krökkunum að segja ,,só”
sem krakkarnir gera og Halli fær
broskall í hjartað og hættir að
stríða þeim.
Matur: Penne alla vodka, klikkaður
pastaréttur eldaður uppúr vodka,
tómatpúrru og einhverju svona
nice. Kærastan mín kynnti mig
fyrir þessu og við eldum þetta oft.