Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.07.2016, Side 28

Fréttatíminn - 22.07.2016, Side 28
móðurkviði á föstudegi. „Það var ekkert að henni. Hún var fullkom- in, 53 sentimetrar og rúmlega 15 merkur með fullt af hári og það fannst heldur ekkert að mér. Við bíðum eftir lokaniðurstöðum úr rannsóknum í Bandaríkjunum en okkur hefur verið sagt að það séu miklar líkur á því að engin skýring sé til,“ segir Anna Helga. Þau hjónin ætla ekki að gefast upp þótt lífið hafi nú tvívegis gefið þeim þung högg þegar kemur að frekari barneignum. „Við bíðum eftir lokaniðurstöðu en við ætl- um að reyna aftur. Við ætluðum alltaf að eignast tvö börn og Karen Björg átti að vera síðasta púslið í fjölskyldupúslinu okkar. Ég hélt, eins og svo margt annað fólk, að við værum ósnertanleg – að ekk- ert geti komið fyrir okkur og lífið hrynur þegar maður kemst að því að svo er ekki. Forgangsröðunin snýst algjörlega við. Fjölskyldan skiptir öllu máli. Hér áður fyrr langaði mann í húsgögn eða rán- dýra hönnunarhluti. Núna þakkar maður fyrir hverja einustu mínútu sem maður fær með sínum nán- ustu. Við vitum hvað þær stundir eru dýrmætar og hversu fljótt öllu getur verið kippt undan manni,“ segir Anna Helga og Andri bæt- ir við að Jóhanna Bryndís dóttir þeirra sé helsta ástæðan fyrir því að þau hafi ekki bara lagst und- ir sæng. „Fyrstu dagarnir eftir þetta fóru í alls konar reddingar og þá sérstaklega í tengslum við jarðarför hennar. Við héldum minningarathöfn, kistulagningu og jarðarför í sömu athöfninni í Hafnarfjarðarkapellunni 26. maí. Það var fallegt athöfn þar sem Ragnhildur Gröndal og Valdimar sungu,“ segir Andri og bætir við að hann hafi óttast hvað myndi gerast eftir athöfnina þegar ekkert skipulagt væri í gangi. Karen er að horfa á okkur „Orð fá ekki lýst hversu erfitt var að segja fjögurra ára gamalli dóttur sinni að litla systir hennar væri dáin – að litla hjartað hennar væri hætt að slá. Þessari stelpu sem hafði óskað sér svo heitt að fá að verða stóra systir og er svo stolt af þessu mikla hlutverki. Mér finnst hún hafa verið ótrú- lega sterk í gegnum þetta ferli allt saman. Við fengum mikla hjálp frá sjúkrahússprestinum honum Eysteini Orra þegar kom að því að leyfa henni að kveðja, systur sína. Hún hafði teiknað mynd fyrir hana og kyssti hana og knúsaði. Þetta er litla systir hennar og hún er með á öllum fjölskyldumyndum sem hún teiknar. Upp á síðkastið hefur hún verið uppi í himnunum á myndunum og stundum segir hún að Karen Björg sé að horfa á okkur en bara þegar skýin eru ekki fyrir. Hún var reið fyrstu dag- ana en hún hefur staðið sig eins og hetja. Hún er ástæðan fyrir því að við erum ekki lögst í kör. Að eiga svona dásamlega unga dóttur sem þarf á okkur að halda hefur verið okkar gæfa. Hún hefur gefið okkur styrk,“ segir Andri. Auk þess hefur sterkt fjölskyldu- og vinanet ásamt frábærum vinnu- veitanda og vinnufélögum lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa í þeim í gegnum þetta erfiða og þungbæra ferli. „Það fer enginn í gegnum þetta ferli einsamall. Ég bjóst ekki við að sitja 36 ára gamall á fremsta bekk í jarðarför dóttur minnar. Þetta er stanslaus söknuð- ur,“ segir Andri. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@amk.is Líf hjónanna Önnu Helgu Ragnarsdóttur og Andra Þórs Sigurjónssonar fór á hvolf föstudagskvöldið 13. maí síðastliðinn. Anna Helga var þá gengin 39 vikur og sex daga með dóttur þeirra og var áætl- aður fæðingardagur daginn eftir. Á föstudeginum upplifði Anna Helga einhverja ónotatilfinningu. Hún fann ekki fyrir barninu, sem hafði verið vel virkt daginn áður, og ákvað að fara ein í skoðun á Landspítalan- um svona til að losna við paranoj- una eins og hún orðar það sjálf. Við skoðun fannst enginn hjartsláttur og var barnið úrskurðað látið. „Ég var með samdráttarverki á fimmtudeginum og hélt að ég væri að fara af stað. Daginn eftir fann ég hins vegar enga hreyfingu og fékk ónota- og hræðslutilfinningu. Ég ákvað að fara upp á spítala í skoðun og sagði við sjálfa mig að það væri nú bara til að losna við paranojuna. Andri varð meira segja eftir heima og svæfði fjögurra ára gamla dóttur okkar Jóhönnu Bryndísi enda héld- um við bæði að allt væri í góðu lagi. Þegar ég kom upp á spítala var ég send í mónitor til að mæla hjartslátt- inn hjá barninu. Enginn hjartsláttur fannst og ekki heldur þegar ég var látinn snúa mér á alla vegu. Ljós- móðirinn sagði ekki neitt en ég varð hrædd þegar ég las í svip hennar. Ég hringdi í Andra og bað hann um að koma þar sem það fannst enginn hjartsláttur hjá barninu. Á sama tíma kom læknir hlaupandi. Ég var send í sónar og þegar ég reyndi að spyrja hvað væri að var mér bara sagt að liggja kyrr. Síðan kom sér- fræðingur inn til okkar og þá vissi ég hvað væri í vændum“ segir Anna Helga en hún missti fóstur fyrir tveimur árum – þá komin ellefu vik- ur á leið. Þá kom einnig sérfræðing- ur inn til hennar til að færa henni hin válegu tíðindi. Fæðingin hluti af sorgarferlinu Hún segir að um leið og sér- fræðingurinn hafi labbað inn þá hafi henni liðið eins og hún væri slegin. „Andri var á leiðinni þegar hún var úrskurðuð látin,“ segir Anna Helga og viðurkennir að þau hafi í raun flotið í gegnum næstu klukkutíma á eftir. „Ég vildi fara strax í keisara- skurð en ég mátti það ekki. Það er víst hluti af sorgarferlinu að fæða barnið en mér fannst það á þeim tíma vera óyfir stíganlegt að fæða andvana dóttur í venju- legri fæðingu.“ Andri skýtur inn í að þau hafi verið þakklát fyrir að að fæðingin var náttúruleg þar sem þau hefðu annars farið á mis við svo margt sem þau fengu að upplifa þessa fáu klukkutíma sem þau fengu að eyða með dóttur- inni, sem fékk nafnið Karen Björg, eftir fæðinguna. Hún kom í heim- inn klukkan 23.44 á laugardegin- um 14. maí – sama dag og áætlaður fæðingardagur hennar var. „Ég fékk að taka á móti henni, halda á henni og klæða hana. Við fengum tækifæri til að skapa ógleymanlegar minn- ingar með henni Karenu Björgu – minningar sem enginn getur tekið frá okkur,“ segir Andri og bætir við að þessar stundir þeirra hefðu ekki orðið til nema fyrir tilstilli kæli- vöggu sem styrktarfélagið Gleym- -mér-ei gaf Landsspítalanum. Andri þakkar fyrir sig með því að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþon- inu til styrktar félaginu og hefur safnað tæplega 500 þúsund krón- um. Hann segist hafa verið í betra formi en hefur engar áhyggjur af því að hann klári ekki hlaupið. Engin skýring Enn sem komið er hefur engin skýring fundist á því hvað gerð- ist föstudaginn 13. maí. Hvern- ig barn, sem var fullkomlega heilbrigt á fimmtudegi gat dáið í Stanslaus söknuður Anna Helga Ragnarsdóttir fæddi andvana dóttur fyrir rúmum tveimur mánuðum. Með hjálp kælivöggu frá samtöku- num Gleym-mér-ei eignuðust hún og eiginmaður hennar Andri Þór Sigurjónsson ógleymanlegar minningar með dóttur sinni. Andri Þór hleypur til styrktar samtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst Stóra systir Jóhanna Bryndís teiknaði afskaplega fallega mynd til systur sinnar. Mynd | Úr einkasafni Samhent fjölskylda Andri Þór, Anna Helga og dóttir þeirra Jóhanna Bryndís hafa gengið saman í gegnum erfiða tíma eftir að Karen Björg kom í heiminn og hvarf jafnskjótt aftur. Mynd | Rut Mægður Anna Helga heldur hér á Karenu Björgu skömmu eftir fæðinguna. Mynd | Úr einkasafni …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 Fjölskyldan skiptir öllu máli. Hér áður fyrr langaði mann í hús- gögn eða rándýra hönnunarhluti. Núna þakkar maður fyrir hverja einustu mín- útu sem maður fær með sínum nánustu. Við vitum hvað þær stundir eru dýrmæt- ar og hversu fljótt öllu getur verið kippt undan manni Það er víst hluti af sorgarferlinu að fæða barnið e n mér fannst þa ð á þeim tíma ver a óyfirstíganleg t. Hlutastarf Gæðabakstur / Ömmubakstur auglýsir eftir morgunhressum einstaklingi í helgar-/ hlutastarf við áfyllingar í verslunum. Um er að ræða 2x helgar í mánuði (aðra hverja helgi) með möguleika á fleiri vöktum ef viðkomandi vill meiri vinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfssvið: Áfyllingar í verslunum Eftirlit með framstillingum í verslunum Vinnutími er frá ca. 07:00 - 13:00 Hæfniskröfur: • Skrifa og tala íslensku • Bílpróf • Góð skipulagsfærni • Stundvísi, reglusemi og sveigjanleiki • Góð mannleg samskipti • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Snyrtimennska • Líkamlega hraust/hraustur Umsókn ásamt ferilskrá sendist fyrir 26. júlí 2016 á netfangið umsokn@gaedabakstur.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.