Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.07.2016, Page 40

Fréttatíminn - 22.07.2016, Page 40
…heilsa Teygjanleiki í vöðva. Til að vernda sinina þarf kálfavöðvinn að vera mjúkur, og nauðynlegt að teygja vel á vöðvanum svo hann stífni ekki. Einnig er gott að nudda vöðvann, en það getur hlaupari gert sjálfur með höndunum eða rúllu. Ný meðferð sem virkar hratt og örugglega. Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkra- þjálfun Íslands beitir þrýstinuddsmeðferð á vöðva til að leysa hásinavandamál. Meðferðina þróaði hann sjálfur og er sú fyrsta í heiminum sem tekur á sinavanda með þessum hætti. Þrýstingur á vöðva. Með rannsókn sinni hefur Stefán komist að því að með því að meðhöndla kálfann er hægt að lækna hásinina. Meðferðin sem hann hefur þróað í kjölfarið felst í því að beita vöðvann miklum þrýstingi í stuttan tíma. Sinin er bara kaðall, sem tengir kálvavöðvann við beinið. Unnið í samstarfi við sjúkraþjálfun Íslands Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari þróaði með-ferðina sem er sú fyrsta sem sýnir fram á að hægt sé að lækna hásinavandamál með því að meðhöndla kálfavöðva. Stefán Hafþór Stefánsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands hefur þróað nýja meðferð við hásinavandamálum sem hann byggir á rannsókn sem hann vinnur að í meistaranámi sínu og kynnti nýverið á ESSKA ráðstefn- unni. Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir fram á að með því að með- höndla kálfann er hægt að lækna hásinina. Hásina- vandamál eru mjög algeng hjá hlaupur- um og lýsa sér þannig að sinin bólgnar og það kemur kúla á hana sem veldur töluverðum eymslum. „Meðferð sem ég hef þróað er þrýstinudd sem virkar best. Ég nota hnéð og leggst á kálfann og held þrýstingi í 30 til 45 sek. Þetta er ógeðslega sárt en svo finnur fólk bara allt einu hvernig verkurinn fer að leka í burtu. Eins nota ég þumalinn og finn strengi Fljótvirk meðferð sem leysir hásinavanda hlaupara Ný hraðvirk og einföld meðferð getur læknað bólgnar og aumar hásinar sem er algengt vandamál hjá hlaupurum. og held þrýstingi 30 til 45 sek- úndur. Áhrifin koma strax fram og fólk finnur léttinn um leið og það stendur upp af bekknum.“ Álag er helsta ástæða hásinavandamála og eru hlauparar og þeir sem stunda hlaup- og hoppíþróttir eins og t.d. fótbolta eða körfu- bolta í stærsta áhættuhóp- num. Aðrir áhættuþættir eru t.d. skóbúnaður, undirlag, lag fótar- ins, aldur, erfðir og ákveðin lyf. „Sinin er bara kaðall, sem tengir kálvavöðvann við beinið, með lítinn teygjanleika. Allur teygj- anleiki sem er í kerfinu kemur frá vöðvanum og ef kálfavöðvinn er stíf- ur þá er þetta eins og að fara í teygjustökk með kaðal. Ef við ætl- um að vernda og hlífa sininni verðum við að hafa kálfavöðvann mjúkan. Þegar þú hleyp- ur færðu högg í hverju skrefi. Kálfavöðvinn og sinin sem hann tengist, eiga að dempa höggið, en ef allt er beinstíft þá magnast höggið upp. Vöðvinn stýrir dempun og um leið og hann fer að stífna af álagi þá kippir fastar í sinina,“ útskýrir Stefán. Til að halda kálfanum mjúkum þarf að teygja hann og nudda vel. Hlauparinn getur nuddað kálfann sjálfur með höndunum eða með rúllu. „Sin er langan tíma að jafna sig og til þess þarf að gefa henni frið. Það er gert með því að létta á vöðvanum og halda honum mjúk- um.“ Rannsóknir Stefáns sýndu með ófrávíkjanlegum hætti að sú meðferð sem hann hefur þróað er sú sem næst einna mestur ár- angur með á sem minnstum tíma, til að mýkja vöðvann og létta á sininni. Samstarfsaðilar Reykjavíkurmaraþonsins: Í samstarfi við LAUGARDALSHÖLL 18. OG 19. ÁGÚST 2016 S T Ó R S Ý N I N G I N • Skemmtilegar uppákomur og fyrirlestrar. • Yfir 50 fyrirtæki með allt það heitasta fyrir hlauparann og alla þá sem stunda hreyfingu. • Vegleg tilboð og afslættir. • Komdu til að smakka, snerta, sjá og heyra! A l l A r u p p l ý S i n g A r : w w w . f i t r u n e x p o . i S - / f i t r u n e x p o /

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.