Fréttatíminn - 22.07.2016, Síða 45
Á sumrin er ekki beint hægt að
kalla mig sófakartöflu en á veturna
ber ég það heiti vel. Netflix hefur
verið mér kært í vetur. Þar hef ég
horft á alla helstu sakamálaþætti
sem hafa verið í boði. The Fall,
The Killing, Luther og Bloodline
hafa verið í mestu uppáhaldi hjá
mér enda er ég veik fyrir þessari
tegund þátta. Mér skilst að það sé
að koma ný þáttaröð af The Fall
og ég bíð spennt eftir henni. Mér
hefur líka verið bent á ótrúlega
góðar heimildamyndir á Net flix.
Síðasta myndin sem ég horfði
á heitir Fear of 13 og fjallar um
fanga sem setið hefur inni í 21 ár á
dauðadeild þegar líf hans breyt-
ist allt í einu. Ég mæli einnig með
myndum á borð við Kids for Cash
og Central Park 5 sem höfðu mikil
áhrif á mig. Litla skottan mín hún
Margrét Júlía horfir aðallega á
Hvolpasveitina og svo var hún að
uppgötva Pocoyo á Netflix, þótt
þættirnir séu á ensku þá talsetur
Stephen Fry þá og þeir eru hrein-
lega frábærir fyrir vikið, líka fyrir
þá eldri sem neyðast til að horfa á
barnaefnið af og til.
Sófakartaflan
Helga Arnardóttir
sjónvarpskona
RÚM • SÓFAR • HVÍLDARASTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM,
SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN
SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK
Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16
Í NÝJU VERSLUNINA
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
íumar
Veik fyrir sakamálaþáttum
Trylltir
tengdapabbar
Netflix The In-Laws.
Skemmtileg gamanmynd frá
árinu 2003 með leikaranum
Michael Douglas í aðalhlutverki.
Þegar tilvonandi tengdafeður,
þeir Steve og Jerry, hittast í
fyrsta sinn til þess að fagna
yfirvofandi brúðkaupi barna sinna
fer allt fjandans til. Þeir eiga fátt
sameiginlegt og koma jafnvel til
með að stofna sambandi brúð-
hjónanna í hættu. Með önnur
aðalhlutverk fara Albert Brooks,
Candice Bergen og Ryan
Reynolds.
Draugahvíslarinn
Melinda Gordon
Netflix Ghost Whisperer.
Fimm þáttaraðir af dularfullu
þáttunum um miðilinn Melinda
Gordon eru nú
aðgengilegar á
Netflix og
tilvalið
áhorfsefni
fyrir þá sem
ætla að liggja
í sófanum alla
helgina.
Melinda sér hina
framliðnu sem eiga oftar en ekki
eitthvað óuppgert við þá sem
lifandi eru. Melinda þarf þess
vegna að takast á við það
krefjandi verkefni að aðstoða hina
framliðnu við að finna frið.
40 dagar og
40 nætur án kynlífs
Netflix 40 Days and 40 Nights.
Bráðskemmtileg gamanmynd
með Josh Hartnett í aðalhlut-
verki, sem margir muna sennilega
eftir. Matt er heltekinn af
fyrrverandi kærustu sinni, Nicole,
sem virðist löngu búin að gleyma
Matt og ná sér í nýjan. Einn
daginn fær Matt þá hugmynd að
það gæti verið hreinsandi að
stunda hvorki kynlíf né sjálfsfró-
un í 40 daga og 40 nætur. Það er
þó ekki langt liðið á bindindið
þegar hin gullfallega Erica verður
á vegi hans.
Mæðgur í sófanum Helga Arnardóttir veit fátt betra en að setjast í sófann með dóttur sinni
Margréti Júlíu og horfa á Hvolpasveitina. Mynd | Hari
Ég leiði
blinda um
braut sem
þeir rata ekki,
læt þá ganga
vegi sem
þeir þekkja
ekki, ég geri
myrkrið fyrir
augum
þeirra að
birtu.
www.versdagsins.is
…sjónvarp21 | amk… FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016